Framkvæmdastjóri Landverndar segir rök Sigmundar Davíðs óþolandi Birgir Olgeirsson skrifar 15. ágúst 2021 14:52 Eitt þeirra álvera sem starfrækt er á Íslandi. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Landverndar segir rök virkjanasinna hér á Íslandi, um að aukin álframleiðsla hér á landi minnki losun, algjörlega óþolandi. Þetta sagði framkvæmdastjórinn eftir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafði haldið þessu fram á landsfundi Miðflokksins. Þau mættust í Sprengisandi ásamt umhverfisráðherra. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hélt því fram á Landsfundi flokksins að umhverfinu væri meiri greiði gerður með nýju álveri en loftslagsstefnu ríkisstjórnarinnar. Sagði hann að með því að opna nýtt álver á Íslandi minnkaði þörfin á nýju álveri í Kína sem notaðist við kol. Framkvæmdastjóri Landverndar sagði þessi rök ekki ganga upp. „Með því að framleiða ál á Íslandi, erum við að auka framleiðsluna. Þá lækkum við heimsmarkaðsverðið. Við erum að draga úr líkunum á því að ál sé endurunnið því framleiðsla á nýju áli verður svo ódýr. Þá eru miklu minni líkur á að ál sé endurunnið. Ál er frábær málmur inn í hringrásarhagkerfið en við erum ekki að nýta það sem skyldi því það er svo ódýrt að framleiða nýtt ál. Þannig að þetta dæmi með álverin er gjörsamlega óþolandi,“ sagði Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar. Sigmundur hefur þó bætt því jafnan við að hann sé ekki að leggja til að álverum verði fjölgað og framleiðslan aukin, heldur nefnir hann þetta sem dæmi til að sýna fram á mikilvægi þess að Íslendingar nýti endurnýjanlega orku sína vel. Í Sprengisandi taldi Sigmundur Davíð orð framkvæmdastjóra Landverndar vera sérkennilega hagfræðikenningu. „Það er þörf fyrir ál í heiminum. Það er umhverfisvænt. Það er léttur málmur sem hjálpar til við að gera heiminn umhverfisvænni á ýmsan hátt. Ef við lokuðum álverum á Íslandi þá myndi ekki draga úr eftirspurn af því Íslendingar hættu að framleiða ál. Það myndi bara auka svigrúmið til að fjölga álverum í Kína. Það er ákveðin eftirspurn, hún er til staðar og mun bara aukast. Eftirspurn eftir orku hefur aukist áratugum saman, um tvö prósent á ári sirka, og mun gera það áfram. Allir þessir nýju endurnýjanlegu orkugjafar, það hvergi nærri dugar til að halda bara í við aukninguna. Ábyrgð Íslendinga að nýta sýna endurnýjanlegu orku er mikil,“ sagði Sigmundur Davíð í Sprengisandi. Umhverfisráðherra gat ekki fallist á að loftslagsstefna ríkisstjórnarinnar sé afturhaldssöm. Það er staðreynd í hvað stefnir og verkefnið er að snúa því við. Í því verkefni felast tækifæri til að umbylta heiminum okkar með þeim hætti að hann verði grænni og betri. Þannig búum við til framleiðni. Þannig búum við til störf. En við verðum að huga að því að þetta bitni ekki á þeim sem hafa minna á milli handanna. Það verða að vera sanngjörn umskipti og það er risastórt verkefni til að takast á við með mótvægisaðgerðum,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson. Hér má heyra umræðuna í Sprengisandi. Umhverfismál Stóriðja Miðflokkurinn Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fleiri fréttir Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hélt því fram á Landsfundi flokksins að umhverfinu væri meiri greiði gerður með nýju álveri en loftslagsstefnu ríkisstjórnarinnar. Sagði hann að með því að opna nýtt álver á Íslandi minnkaði þörfin á nýju álveri í Kína sem notaðist við kol. Framkvæmdastjóri Landverndar sagði þessi rök ekki ganga upp. „Með því að framleiða ál á Íslandi, erum við að auka framleiðsluna. Þá lækkum við heimsmarkaðsverðið. Við erum að draga úr líkunum á því að ál sé endurunnið því framleiðsla á nýju áli verður svo ódýr. Þá eru miklu minni líkur á að ál sé endurunnið. Ál er frábær málmur inn í hringrásarhagkerfið en við erum ekki að nýta það sem skyldi því það er svo ódýrt að framleiða nýtt ál. Þannig að þetta dæmi með álverin er gjörsamlega óþolandi,“ sagði Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar. Sigmundur hefur þó bætt því jafnan við að hann sé ekki að leggja til að álverum verði fjölgað og framleiðslan aukin, heldur nefnir hann þetta sem dæmi til að sýna fram á mikilvægi þess að Íslendingar nýti endurnýjanlega orku sína vel. Í Sprengisandi taldi Sigmundur Davíð orð framkvæmdastjóra Landverndar vera sérkennilega hagfræðikenningu. „Það er þörf fyrir ál í heiminum. Það er umhverfisvænt. Það er léttur málmur sem hjálpar til við að gera heiminn umhverfisvænni á ýmsan hátt. Ef við lokuðum álverum á Íslandi þá myndi ekki draga úr eftirspurn af því Íslendingar hættu að framleiða ál. Það myndi bara auka svigrúmið til að fjölga álverum í Kína. Það er ákveðin eftirspurn, hún er til staðar og mun bara aukast. Eftirspurn eftir orku hefur aukist áratugum saman, um tvö prósent á ári sirka, og mun gera það áfram. Allir þessir nýju endurnýjanlegu orkugjafar, það hvergi nærri dugar til að halda bara í við aukninguna. Ábyrgð Íslendinga að nýta sýna endurnýjanlegu orku er mikil,“ sagði Sigmundur Davíð í Sprengisandi. Umhverfisráðherra gat ekki fallist á að loftslagsstefna ríkisstjórnarinnar sé afturhaldssöm. Það er staðreynd í hvað stefnir og verkefnið er að snúa því við. Í því verkefni felast tækifæri til að umbylta heiminum okkar með þeim hætti að hann verði grænni og betri. Þannig búum við til framleiðni. Þannig búum við til störf. En við verðum að huga að því að þetta bitni ekki á þeim sem hafa minna á milli handanna. Það verða að vera sanngjörn umskipti og það er risastórt verkefni til að takast á við með mótvægisaðgerðum,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson. Hér má heyra umræðuna í Sprengisandi.
Umhverfismál Stóriðja Miðflokkurinn Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fleiri fréttir Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Sjá meira