Nálgast Kabúl óðfluga Birgir Olgeirsson skrifar 14. ágúst 2021 14:03 Meðlimir Talíbana standa vörð í borginni Kunduz í norður Afganistan. Vísir/AP Alþjóðasamfélagið er uggandi vegna stórsóknar Talíbana í Afganistan. Þeir hafa umkringt höfuðborgina en þjóðir heimsins reyna hvað þær geta að koma fólki í burtu. Talíbanar stjórna nú stærstum hluta norður Afganistan og flestum stærstum borgunum þar. Forseti Afganistan, Ashraf Ghani, sagði í morgun að hann ætlaði sér ekki að láta þessi átök kosta fleiri Afgani lífið. Hann gaf þó ekkert uppi um hvernig hann ætlaði að fara að því þegar hann ávarpaði þjóðina í morgun. Hann lét þó fylgja að viðræður stæðu yfir með það að markmiði að binda endi á átökin. Búist var við að hann myndi láta af embætti en svo fór ekki. Hann hrósaði hins vegar hugrekki öryggissveita landsins. Þúsundir hermanna afganska hersins hafa hins vegar lagst flatir fyrir Talíbönunum og afhent þeim vopn sín. Háttsettir menn innan hersins eru sagðir hafa samið um uppgjöf við Talíbani gegn vernd. Talíbanar nálgast nú höfuðborgina sjálfa Kabúl. Hörð átök eru í borginni Maidan Shar sem er um fjörutíu kílómetra í burtu frá Kabúl. Það samsvarar gróflega vegalengdinni á milli Reykjavíkur og Hveragerðis. Fréttaveita AP greinir frá því að hersveitir Talíbana séu nú í Char Asyab-héraði, 11 kílómetrum frá Kabúl. Bandarískir hermenn í Kabúl eru sagðir hafa getu til að flytja þúsundir frá borginni á hverjum degi. Evrópsk lönd vinna nú hörðum höndum að því að koma borgurum sínum úr landinu. Kanadísk yfirvöld hafa boðað að þau muni taka við 20 þúsund flóttamönnum frá Afganistan. Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst því yfir að ástandið í landinu sé orðið stjórnlaust sem muni hafa alvarlegar afleiðingar fyrir afgönsku þjóðina. Atlantshafsbandalagið Nató boðaði til neyðarfundar í gær. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sagði í kjölfarið að yfirráð Talíbana yrðu aldrei viðurkennd af alþjóðasamfélaginu. Afganistan Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Sjá meira
Talíbanar stjórna nú stærstum hluta norður Afganistan og flestum stærstum borgunum þar. Forseti Afganistan, Ashraf Ghani, sagði í morgun að hann ætlaði sér ekki að láta þessi átök kosta fleiri Afgani lífið. Hann gaf þó ekkert uppi um hvernig hann ætlaði að fara að því þegar hann ávarpaði þjóðina í morgun. Hann lét þó fylgja að viðræður stæðu yfir með það að markmiði að binda endi á átökin. Búist var við að hann myndi láta af embætti en svo fór ekki. Hann hrósaði hins vegar hugrekki öryggissveita landsins. Þúsundir hermanna afganska hersins hafa hins vegar lagst flatir fyrir Talíbönunum og afhent þeim vopn sín. Háttsettir menn innan hersins eru sagðir hafa samið um uppgjöf við Talíbani gegn vernd. Talíbanar nálgast nú höfuðborgina sjálfa Kabúl. Hörð átök eru í borginni Maidan Shar sem er um fjörutíu kílómetra í burtu frá Kabúl. Það samsvarar gróflega vegalengdinni á milli Reykjavíkur og Hveragerðis. Fréttaveita AP greinir frá því að hersveitir Talíbana séu nú í Char Asyab-héraði, 11 kílómetrum frá Kabúl. Bandarískir hermenn í Kabúl eru sagðir hafa getu til að flytja þúsundir frá borginni á hverjum degi. Evrópsk lönd vinna nú hörðum höndum að því að koma borgurum sínum úr landinu. Kanadísk yfirvöld hafa boðað að þau muni taka við 20 þúsund flóttamönnum frá Afganistan. Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst því yfir að ástandið í landinu sé orðið stjórnlaust sem muni hafa alvarlegar afleiðingar fyrir afgönsku þjóðina. Atlantshafsbandalagið Nató boðaði til neyðarfundar í gær. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sagði í kjölfarið að yfirráð Talíbana yrðu aldrei viðurkennd af alþjóðasamfélaginu.
Afganistan Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Sjá meira