Einar Jónsson segir að Olís deildin hafi ekki verið jafn sterk í langan tíma Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. ágúst 2021 19:16 Einar Jónsson gerði Fram að Íslandsmeisturum árið 2013, en hann mun stýra liðinu á komandi leiktíð. Mynd/Skjáskot Einar Jónsson mun stýra Fram í Olís deild karla á komandi tímabili. Hann tekur við keflinu af Sebastan Alexandersyni, en Einar gerði Fram að Íslandsmeisturum árið 2013. „Þetta bara verður gaman og þetta verður erfitt,“ sagði Einar í samtali við Gaupa á dögunum. „Við erum með svipað lið og í fyrra og liðið gerði ágætis hluti þá.“ „Við bara ætlum að reyna að byggja aðeins ofan á það en deildin er náttúrulega mjög öflug þannig að þetta verður verðugt verkefni. Við ætlum að koma okkur allavega í úrslitakeppnina.“ Þrátt fyrir að Einar hafi ekki verið við þjálfun í deildinni á síðustu leiktíð, fylgdist hann vel með. Hann segir að faraldurinn hafi sett sinn svip á deildina í fyrra. „Þetta auðvitað litast svolítið af þessum covid vandamálum, en mér fannst nokkur lið mjög öflug. Haukarnir náttúrulega að spila allt mótið mjög vel og svo koma Valsararnir líka og toppa á réttum tíma.“ „En ég held að gæðin á þesu séu mjög góð. Það eru mikið af góðum leikmönnum þarna og mikið af ungum strákum að koma upp. Svo eru atvinnumenn að koma heim þannig að deildin var bara mjög skemmtileg og jöfn. Það er það góða við þetta, að hún er jöfn og það er verið að berjast um öll sæti. Fram á síðustu umferð var verið að berjast um alveg frá öðru og niður í níunda sæti.“ Einar hélt áfram að tala um gæði deildarinnar, og hann er á því máli að deildin sé að styrkjast enn frekar. „Hún er að styrkjast talsvert frá því í fyrra. Þú sérð bara menn eins og Rúnar Kára og fleiri toppklassa handboltamenn eru að koma heim bara á góðum aldri og eiga nóg eftir. Þannig að deildin verður bara hrikalega öflug held ég og jafnvel bara ein sú öflugasta í langan, langan tíma.“ Klippa: Einar Jónsson viðtal „Við þurfum að fara að koma okkur af þeim stað og upp í þessa úrslitakeppni“ Fram gerði fína hluti í deildinni í fyrra og rétt missti af sæti í úrslitakeppninni. Einar segir að liðið ætli sér meira á þessu tímabili. „Það er alltaf rúm fyrir bætingu og Framararnir spiluðu bara mjög góðan handbolta síðasta vetur. Þetta er flottur hópur og við höfum trú á því og við ætlum okkur að gera betur. Liðið var í níunda sæti í fyrra og er búið að vera þar undanfarin 3-4 ár. Við þurfum að fara að koma okkur af þeim stað og upp í þessa úrslitakeppni. Það er þar sem allir vilja vera.“ „Við teljum okkur geta það og ég held að við höfum hópin í það. Svo verðum við bara að sjá til hvort að það heppnist ekki.“ Viðtalið við Einar má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Olís-deild karla Fram Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Sjá meira
„Þetta bara verður gaman og þetta verður erfitt,“ sagði Einar í samtali við Gaupa á dögunum. „Við erum með svipað lið og í fyrra og liðið gerði ágætis hluti þá.“ „Við bara ætlum að reyna að byggja aðeins ofan á það en deildin er náttúrulega mjög öflug þannig að þetta verður verðugt verkefni. Við ætlum að koma okkur allavega í úrslitakeppnina.“ Þrátt fyrir að Einar hafi ekki verið við þjálfun í deildinni á síðustu leiktíð, fylgdist hann vel með. Hann segir að faraldurinn hafi sett sinn svip á deildina í fyrra. „Þetta auðvitað litast svolítið af þessum covid vandamálum, en mér fannst nokkur lið mjög öflug. Haukarnir náttúrulega að spila allt mótið mjög vel og svo koma Valsararnir líka og toppa á réttum tíma.“ „En ég held að gæðin á þesu séu mjög góð. Það eru mikið af góðum leikmönnum þarna og mikið af ungum strákum að koma upp. Svo eru atvinnumenn að koma heim þannig að deildin var bara mjög skemmtileg og jöfn. Það er það góða við þetta, að hún er jöfn og það er verið að berjast um öll sæti. Fram á síðustu umferð var verið að berjast um alveg frá öðru og niður í níunda sæti.“ Einar hélt áfram að tala um gæði deildarinnar, og hann er á því máli að deildin sé að styrkjast enn frekar. „Hún er að styrkjast talsvert frá því í fyrra. Þú sérð bara menn eins og Rúnar Kára og fleiri toppklassa handboltamenn eru að koma heim bara á góðum aldri og eiga nóg eftir. Þannig að deildin verður bara hrikalega öflug held ég og jafnvel bara ein sú öflugasta í langan, langan tíma.“ Klippa: Einar Jónsson viðtal „Við þurfum að fara að koma okkur af þeim stað og upp í þessa úrslitakeppni“ Fram gerði fína hluti í deildinni í fyrra og rétt missti af sæti í úrslitakeppninni. Einar segir að liðið ætli sér meira á þessu tímabili. „Það er alltaf rúm fyrir bætingu og Framararnir spiluðu bara mjög góðan handbolta síðasta vetur. Þetta er flottur hópur og við höfum trú á því og við ætlum okkur að gera betur. Liðið var í níunda sæti í fyrra og er búið að vera þar undanfarin 3-4 ár. Við þurfum að fara að koma okkur af þeim stað og upp í þessa úrslitakeppni. Það er þar sem allir vilja vera.“ „Við teljum okkur geta það og ég held að við höfum hópin í það. Svo verðum við bara að sjá til hvort að það heppnist ekki.“ Viðtalið við Einar má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Olís-deild karla Fram Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Sjá meira