Réttindi fólks í kynlífsvinnu Oktavía Hrund Jónsdóttir skrifar 13. ágúst 2021 14:30 Skýrsla Frontline Defenders (FLD) sem birt var í gær um réttindi fólks í kynlífsvinnu er skýr: þau eru alþjóðleg mannréttindi og þeim er hættulega ábótavant. „Stefnur okkar eiga að vera byggðar á staðreyndum, ekki siðboðum.” Þetta voru lokaorð Dr.Tlaleng Mofokeng, sérstaks fulltrúa framkvæmdastjóra SÞ á sviði réttar til heiðbrigðis, í erindið sínu á útgáfuviðburði skýrslunnar í gær. „Þetta er erlendis ekki hér á Íslandi” Hvernig snertir skýrsla FLD Ísland? Skýrsla sem byggð er á rannsóknum í 20 löndum yfir fjögurra ára tímabil og nær til 350 viðmælenda? Hún gerir það því við sem þjóð höfum gjörsamlega brugðist fólki í kynlífsvinnu á Íslandi. Hin svokallaða sænska leið hefur reynst hættuleg auk þess sem hana skortir tilfinnanlega á réttindavernd fólks í kynlífsvinnu og úrræði á þeirra forsendum. Við höfum byggt okkar stefnu á siðboðum, ekki á staðreyndum eða forsendum fólks í kynlífsvinnu. Ég hef í hátt í tvo áratugi barist fyrir mannréttindum. Mikilvægasta lexían sem ég hef lært er að það er ekki hægt að berjast einungis fyrir þeim réttindum sem eru þægileg, sem flest eru sammála um eða sem bara snerta okkur sjálf. Til þess að tryggja að réttindi þeirra sem vinna kynlífsvinnu séu raunverulega til staðar þarf að setja þeirra eigin forsendur í forgang. Hvað þurfum við að gera? Skýrslan sem birt var í gær tekur á þáttum sem við vitum að eru áskoranir á Íslandi rétt eins og annars staðar. Hér má nefna afglæpavæðingu kynlífsvinnu, réttaröryggi fólks í kynlífsvinnu og aðgengi þeirra að heilbrigðisþjónustu, úrræði fyrir fólk í kynlífsvinnu sem jafnframt er þolendur mansals og ofbeldis, sem þjást í fátækt eða hafa tvíþættan geð- og fíknivanda. Ennfremur er lögreglan áhyggjuefni hvað varðar öryggi og réttarstöðu fólks í kynlífsvinnu og lagt til að ríki skuldbindi sig opinberlega til að framfylgja strangari siðareglum og bjóða upp á þjálfun fyrir lögreglu undir forystu fólks í kynlífsvinnu. Skýrslan nefnir að koma þurfi upp sértækum, óháðum úrræðum sem taki að sér kvartanir og rannsóknir á brotum gegn fólki í kynlífsvinnu, úrræði þar sem öryggi og nafnleynd þeirra sem nýta sér þau eru tryggð. Skýrslan styður enn fremur við kröfur Femínistafélags Pírata um réttindi fólks í kynlífsvinnu, m.a. að það eigi skilið lagalegt umhverfi þar sem því er ekki stefnt í hættu, þjónustu og vernd af hálfu lögreglu án þess að óttast misnotkun eða áreiti, fullt og jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu án jaðarsetningar, sjálfsákvörðunarrétt án kúgunar og að ofbeldi gagnvart því sé útrýmt. Næstu skref fela í sér afglæpavæðingu Afglæpavæðing kynlífsvinnu í raun- og netheimum er fyrsta skrefið. Við getum gert það á hátt sem tryggir vernd þeirra sem starfa á þessu sviði. Því til viðbótar eru í lok skýrslunnar ráðleggingar um svæðisbundnar ráðstafanir. Í ljósi sterkra tengsla Íslands við ríki Evrópusambandsins leyfi ég mér að tengja ráðleggingar til ESB við Ísland. Meðal þeirra er að: funda á landsvísu með fólki í kynlífsvinnu og taka tillit til sérstakra þarfa þeirra. Eins og bent er á þarf vitundarvakningu í málflutningi stjórnvalda, stuðning við aðgang fólks í kynlífsvinnu að ríkisstofnunum og að veita neyðar- eða verkefnastyrk til verndarþarfa, svo sem öruggra flutninga, læknis- og dómsmálagjalda og öruggt fundarrými; Tryggja neyðarfjármögnun - þar með talið til kjarnastarfsemi sem á sér stað í covid19. Tryggja jafnan aðgang fólks í kynlífsvinnu að sjóðum og styrkjum Tryggja að fjármögnun sem varðar fólk í kynlífsvinnu sé úthlutað í samstarfi við það og félagasamtök sem berjast fyrir réttindum þess. Ég vona að Ísland taki forystu í þessum málum, að við brjótum staðal feðraveldisins og komum fram við fólk af virðingu og á þeirra forsendum með því að afglæpavæða kynlífsvinnu og betrumbæta réttindi og réttarumhverfi þeirra sem vinna þessa vinnu. Sjálfsákvörðunarréttur einstaklings er grunngildi samfélagsins og tilraunir til að hafa vit fyrir fólki heldur iðulega jaðarsettu fólki á jaðrinum þrátt fyrir aðrar fyrirætlanir. Ef þú ert að lesa þetta náðir þú til loka pistils um erfitt málefni. Ég vil sérstaklega þakka fyrir það því það róttækasta sem við getum gert er að eiga samtöl um erfið mál, hlusta, fræðast og breyta til framtíðar. Höfundur er frambjóðandi Pírata í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oktavía Hrund Jónsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Mest lesið Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Græðgin sem hlífir engum Snæbjörn Brynjarsson og Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Kennitala á blaði Jón Viðar Pálsson Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Þjónusta og greining á börnum með ADHD Elín H. Hinriksdóttir og Sólveig Ásgrímsdóttiir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Skýrsla Frontline Defenders (FLD) sem birt var í gær um réttindi fólks í kynlífsvinnu er skýr: þau eru alþjóðleg mannréttindi og þeim er hættulega ábótavant. „Stefnur okkar eiga að vera byggðar á staðreyndum, ekki siðboðum.” Þetta voru lokaorð Dr.Tlaleng Mofokeng, sérstaks fulltrúa framkvæmdastjóra SÞ á sviði réttar til heiðbrigðis, í erindið sínu á útgáfuviðburði skýrslunnar í gær. „Þetta er erlendis ekki hér á Íslandi” Hvernig snertir skýrsla FLD Ísland? Skýrsla sem byggð er á rannsóknum í 20 löndum yfir fjögurra ára tímabil og nær til 350 viðmælenda? Hún gerir það því við sem þjóð höfum gjörsamlega brugðist fólki í kynlífsvinnu á Íslandi. Hin svokallaða sænska leið hefur reynst hættuleg auk þess sem hana skortir tilfinnanlega á réttindavernd fólks í kynlífsvinnu og úrræði á þeirra forsendum. Við höfum byggt okkar stefnu á siðboðum, ekki á staðreyndum eða forsendum fólks í kynlífsvinnu. Ég hef í hátt í tvo áratugi barist fyrir mannréttindum. Mikilvægasta lexían sem ég hef lært er að það er ekki hægt að berjast einungis fyrir þeim réttindum sem eru þægileg, sem flest eru sammála um eða sem bara snerta okkur sjálf. Til þess að tryggja að réttindi þeirra sem vinna kynlífsvinnu séu raunverulega til staðar þarf að setja þeirra eigin forsendur í forgang. Hvað þurfum við að gera? Skýrslan sem birt var í gær tekur á þáttum sem við vitum að eru áskoranir á Íslandi rétt eins og annars staðar. Hér má nefna afglæpavæðingu kynlífsvinnu, réttaröryggi fólks í kynlífsvinnu og aðgengi þeirra að heilbrigðisþjónustu, úrræði fyrir fólk í kynlífsvinnu sem jafnframt er þolendur mansals og ofbeldis, sem þjást í fátækt eða hafa tvíþættan geð- og fíknivanda. Ennfremur er lögreglan áhyggjuefni hvað varðar öryggi og réttarstöðu fólks í kynlífsvinnu og lagt til að ríki skuldbindi sig opinberlega til að framfylgja strangari siðareglum og bjóða upp á þjálfun fyrir lögreglu undir forystu fólks í kynlífsvinnu. Skýrslan nefnir að koma þurfi upp sértækum, óháðum úrræðum sem taki að sér kvartanir og rannsóknir á brotum gegn fólki í kynlífsvinnu, úrræði þar sem öryggi og nafnleynd þeirra sem nýta sér þau eru tryggð. Skýrslan styður enn fremur við kröfur Femínistafélags Pírata um réttindi fólks í kynlífsvinnu, m.a. að það eigi skilið lagalegt umhverfi þar sem því er ekki stefnt í hættu, þjónustu og vernd af hálfu lögreglu án þess að óttast misnotkun eða áreiti, fullt og jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu án jaðarsetningar, sjálfsákvörðunarrétt án kúgunar og að ofbeldi gagnvart því sé útrýmt. Næstu skref fela í sér afglæpavæðingu Afglæpavæðing kynlífsvinnu í raun- og netheimum er fyrsta skrefið. Við getum gert það á hátt sem tryggir vernd þeirra sem starfa á þessu sviði. Því til viðbótar eru í lok skýrslunnar ráðleggingar um svæðisbundnar ráðstafanir. Í ljósi sterkra tengsla Íslands við ríki Evrópusambandsins leyfi ég mér að tengja ráðleggingar til ESB við Ísland. Meðal þeirra er að: funda á landsvísu með fólki í kynlífsvinnu og taka tillit til sérstakra þarfa þeirra. Eins og bent er á þarf vitundarvakningu í málflutningi stjórnvalda, stuðning við aðgang fólks í kynlífsvinnu að ríkisstofnunum og að veita neyðar- eða verkefnastyrk til verndarþarfa, svo sem öruggra flutninga, læknis- og dómsmálagjalda og öruggt fundarrými; Tryggja neyðarfjármögnun - þar með talið til kjarnastarfsemi sem á sér stað í covid19. Tryggja jafnan aðgang fólks í kynlífsvinnu að sjóðum og styrkjum Tryggja að fjármögnun sem varðar fólk í kynlífsvinnu sé úthlutað í samstarfi við það og félagasamtök sem berjast fyrir réttindum þess. Ég vona að Ísland taki forystu í þessum málum, að við brjótum staðal feðraveldisins og komum fram við fólk af virðingu og á þeirra forsendum með því að afglæpavæða kynlífsvinnu og betrumbæta réttindi og réttarumhverfi þeirra sem vinna þessa vinnu. Sjálfsákvörðunarréttur einstaklings er grunngildi samfélagsins og tilraunir til að hafa vit fyrir fólki heldur iðulega jaðarsettu fólki á jaðrinum þrátt fyrir aðrar fyrirætlanir. Ef þú ert að lesa þetta náðir þú til loka pistils um erfitt málefni. Ég vil sérstaklega þakka fyrir það því það róttækasta sem við getum gert er að eiga samtöl um erfið mál, hlusta, fræðast og breyta til framtíðar. Höfundur er frambjóðandi Pírata í Reykjavík.
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar