Tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir enn en lögreglan segir að fyrsta fórnarlamb Davison hafi verið kona sem var honum kunnug. Ekki er vitað til þess að hann hafi þekkt hin fórnarlömb sín.
Davison skaut eins og áður segir fimm til bana og er hann sagður hafa notað haglabyssu sem hann hafði leyfi fyrir.
Árásin hófst á einum stað, þar sem Davison myrti konu, og svo virðist sem hann hafi byrjað að skjóta á fólk af handahófi. Lögreglan segir hann hafa farið út úr íbúð konunnar sem hann myrti og þar fyrir utan skotið unga stúlku og mann sem var með henni.
Þá skaut hann og særði par áður en hann myrti annan mann og konu.
Að endingu beindi Davison byssu sinni að sjálfum sér.
Chief Constable Shaun Sawyer says he believes the gunman's first female victim "was known to him" and police are trying to confirm whether there is a familial relationship.
— Sky News (@SkyNews) August 13, 2021
More: https://t.co/GmeksAtu1s pic.twitter.com/Ynp0qUh1Eh
Í nýlegu myndbandi sem Davison birti á Youtube sagði hann að lífið hefði sigrað sig og hann hefði ekki viljastyrk til að gera neitt. Í nokkrum myndböndum Davison um Incel-samfélagið svokallaða. Í stuttu máli er þar um að ræða hópa manna á internetinu sem geta ekki náð sér í konur.
Hér má sjá samantekt Telegraph úr nokkrum myndböndum Davison.
Incel stendur fyrir „involuntary celibate“ og snýst um að það sé ekki þessum mönnum að kenna að þeir geti ekki átt í rómantísku eða kynferðislegu sambandi við konur, heldur sé það konum að kenna.
Samkvæmt frétt Sky News skilgreindi Davison sig ekki sem Incel en talaði eins og hann ætti margt sameiginlegt með mönnum sem telji sig Incel.
Þó nokkur dæmi eru til um að menn sem telji sig tilheyra Incel-samfélaginu hafi framið ódæði sem þessi. Það frægasta er líklega ódæði Alek Menassian sem ók hvítum sendiferðabíl niður verslunargötu í Toronto árið 2018. Tíu manns létust þá.
Þá stakk maður í Tókýó nýverið fjölda manns í farþegalest. Hann sagðist vilja bana glöðum konum og hefur við yfirheyrslur sagt að hafi verið orðinn þreyttur á því að vera hafnað af konum.
Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt Stöðvar 2 frá 2018 þar sem fjallað var um ódæði Alek Menassian og Incel hreyfinguna, ef svo má kalla.
Sjá einnig: Eitruð karlmennska sem getur endað með ofbeldi