Spá 4,2 prósent verðbólgu í ágúst Eiður Þór Árnason skrifar 13. ágúst 2021 10:21 Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir að verðbólga standi í stað fram í nóvember. Vísir/Vilhelm Hagfræðideild Landsbankans spáir 4,2 prósent verðbólgu í ágúst en tólf mánaða verðbólga mældist 4,3 prósent í júlí. Mest áhrif til hækkunar milli mánaða höfðu þá flugfargjöld til útlanda, kostnaður við að búa í eigin húsnæði eða reiknuð húsaleiga auk bensíns og dísilolíu. Mest áhrif til lækkunar hafði annars vegar föt og skór og hins vegar matur og drykkur. Hagfræðideild Landsbankans hafði áður spáð því að 4,4 prósent verðbólga myndi mælast í júlí en að sögn deildarinnar er verð á mat og drykk sá liður sem helst skýrði mismuninn á spá hennar og endanlegri tölu. Verðbólga verði 4,2 prósent í nóvember Deildin gerir ráð fyrir að vísitala neysluverðs hækki svo um á bilinu 0,22 til 0,39 prósent í september, október og nóvember og að tólf mánaða verðbólga verði um 4,2 prósent í nóvember. Húsnæðisverð er einn af lykilóvissuþáttunum í verðbólgu á næstunni. „Þær miklu hækkanir sem urðu á húsnæði í vor komu flestum spáaðilum í opna skjöldu og höfðu þær töluverð áhrif á verðbólgu. Verðhækkanir síðustu mánaða hafa verið mun minni og meira í takti við sögulegt meðaltal. Við gerum ráð fyrir að þessar verðhækkanir minnki á næstu mánuðum,“ segir í Hagsjá Landsbankans. Verði þær hærri en hagfræðideildin spái muni það eðlilega koma fram í hærri verðbólgutölum á næstunni. Næsta stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans verður kynnt 25. ágúst. Í maí hækkaði bankinn vexti um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, eru nú eitt prósent. Verðlag Íslenskir bankar Íslenska krónan Efnahagsmál Tengdar fréttir Verðbólga mælist 4,3 prósent Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 4,3% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 3,4%. Ársverðbólga mælist því 4,3% í júlí og stendur í stað milli mánaða. Verðbólga mældist 4,4% í maí og 4,6% í apríl en þá hafði hún ekki verið hærri í átta ár. 23. júlí 2021 09:48 Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Sjá meira
Mest áhrif til hækkunar milli mánaða höfðu þá flugfargjöld til útlanda, kostnaður við að búa í eigin húsnæði eða reiknuð húsaleiga auk bensíns og dísilolíu. Mest áhrif til lækkunar hafði annars vegar föt og skór og hins vegar matur og drykkur. Hagfræðideild Landsbankans hafði áður spáð því að 4,4 prósent verðbólga myndi mælast í júlí en að sögn deildarinnar er verð á mat og drykk sá liður sem helst skýrði mismuninn á spá hennar og endanlegri tölu. Verðbólga verði 4,2 prósent í nóvember Deildin gerir ráð fyrir að vísitala neysluverðs hækki svo um á bilinu 0,22 til 0,39 prósent í september, október og nóvember og að tólf mánaða verðbólga verði um 4,2 prósent í nóvember. Húsnæðisverð er einn af lykilóvissuþáttunum í verðbólgu á næstunni. „Þær miklu hækkanir sem urðu á húsnæði í vor komu flestum spáaðilum í opna skjöldu og höfðu þær töluverð áhrif á verðbólgu. Verðhækkanir síðustu mánaða hafa verið mun minni og meira í takti við sögulegt meðaltal. Við gerum ráð fyrir að þessar verðhækkanir minnki á næstu mánuðum,“ segir í Hagsjá Landsbankans. Verði þær hærri en hagfræðideildin spái muni það eðlilega koma fram í hærri verðbólgutölum á næstunni. Næsta stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans verður kynnt 25. ágúst. Í maí hækkaði bankinn vexti um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, eru nú eitt prósent.
Verðlag Íslenskir bankar Íslenska krónan Efnahagsmál Tengdar fréttir Verðbólga mælist 4,3 prósent Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 4,3% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 3,4%. Ársverðbólga mælist því 4,3% í júlí og stendur í stað milli mánaða. Verðbólga mældist 4,4% í maí og 4,6% í apríl en þá hafði hún ekki verið hærri í átta ár. 23. júlí 2021 09:48 Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Sjá meira
Verðbólga mælist 4,3 prósent Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 4,3% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 3,4%. Ársverðbólga mælist því 4,3% í júlí og stendur í stað milli mánaða. Verðbólga mældist 4,4% í maí og 4,6% í apríl en þá hafði hún ekki verið hærri í átta ár. 23. júlí 2021 09:48