Fór í kynleiðréttingu og er nú kominn á atvinnumannasamning hjá karlaliði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2021 10:15 Loui Sand, þá Louise Sand skorar hér fyrir sænska kvennalandsliðið í handbolta. EPA-EFE/EDDY LEMAISTRE Loui Sand, áður Louise Sand, hefur fengið samning hjá sænska handboltaliðinu Kärra HF. Vísir fjallaði um það þegar, þá handboltakonan Louise Sand, lagði handboltaskóna á hilluna árið 2019 og fór í kynleiðréttingu. Hann var þá að spila með franska félaginu Fleury. Loui Sand fær nú tækifæri til að spila handbolta á ný sem eru frábærar og sögulegar fréttir. Loui Sand fékk atvinnumannsamning hjá karlaliði Kärra HF og getur því haldið áfram að stunda íþróttina sem hann elskar. Loui Sand har skrivit på för handbollslaget Kärra https://t.co/vOQkDqQJDY— Sportbladet (@sportbladet) August 12, 2021 „Þetta er sönnun þess að það er mögulegt fyrir transfólk að taka þátt í íþróttum,“ sagði hann við Sportbladet í Svíþjóð. Loui var karlmaður fæddur í kvenmannslíkama en ákvað fyrir tveimur árum að stíga skrefið og fara í kynleiðréttingu. „Mér líður frábærlega. Fór frá því að leggja handboltaskóna skyndilega á hilluna í að finna leiðina aftur til baka í rólegheitunum. Mér hefur sjaldan fundist ég vera jafnmikið lifandi,“ sagði Loui Sand. Hann segist aldrei hafa getað ímyndað sér þetta fyrir þremur árum síðan. „Algjörlega ekki. Aldrei, aldrei, aldrei. Þetta er staðfesting fyrir mig sjálfan. Ég fæ að berjast aftur inn á handboltavellinum og fæ borgað fyrir það,“ sagði Sand. Handball. "Née dans le mauvais corps", l ancienne brestoise Louise Sand arrête sa carrière https://t.co/ih5sN1HgGU pic.twitter.com/wdf5HxN5Qq— Ouest-France Sports (@sports_ouest) January 9, 2019 Síðasti formlegi handboltaleikur hans var árið 2018. Það hefur tekið sinn tíma líkamlega að komast á þennan stað. „Ég hef einhvern veginn orðið sterkari á ferðalagi mínu og þori meiri inn á handboltavellinum. Mín staða er vinstra megin en ég hef verið að spila í mörgum stöðum. Ég spila bara þar sem þjálfarinn minn vill að ég spili,“ sagði Sand. Sand er 28 ára gamall og verður fyrsti transmaðurinn til að spila í karlahandboltanum í Svíþjóð. „Ég hef aldrei lagt svona mikið á líkamann minn. Þetta er enn nýr líkami fyrir mig og ég er að kynnast honum betur,“ sagði Sand spenntur fyrir framhaldinu. Sænski handboltinn Svíþjóð Hinsegin Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Fleiri fréttir Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Snær duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Sjá meira
Vísir fjallaði um það þegar, þá handboltakonan Louise Sand, lagði handboltaskóna á hilluna árið 2019 og fór í kynleiðréttingu. Hann var þá að spila með franska félaginu Fleury. Loui Sand fær nú tækifæri til að spila handbolta á ný sem eru frábærar og sögulegar fréttir. Loui Sand fékk atvinnumannsamning hjá karlaliði Kärra HF og getur því haldið áfram að stunda íþróttina sem hann elskar. Loui Sand har skrivit på för handbollslaget Kärra https://t.co/vOQkDqQJDY— Sportbladet (@sportbladet) August 12, 2021 „Þetta er sönnun þess að það er mögulegt fyrir transfólk að taka þátt í íþróttum,“ sagði hann við Sportbladet í Svíþjóð. Loui var karlmaður fæddur í kvenmannslíkama en ákvað fyrir tveimur árum að stíga skrefið og fara í kynleiðréttingu. „Mér líður frábærlega. Fór frá því að leggja handboltaskóna skyndilega á hilluna í að finna leiðina aftur til baka í rólegheitunum. Mér hefur sjaldan fundist ég vera jafnmikið lifandi,“ sagði Loui Sand. Hann segist aldrei hafa getað ímyndað sér þetta fyrir þremur árum síðan. „Algjörlega ekki. Aldrei, aldrei, aldrei. Þetta er staðfesting fyrir mig sjálfan. Ég fæ að berjast aftur inn á handboltavellinum og fæ borgað fyrir það,“ sagði Sand. Handball. "Née dans le mauvais corps", l ancienne brestoise Louise Sand arrête sa carrière https://t.co/ih5sN1HgGU pic.twitter.com/wdf5HxN5Qq— Ouest-France Sports (@sports_ouest) January 9, 2019 Síðasti formlegi handboltaleikur hans var árið 2018. Það hefur tekið sinn tíma líkamlega að komast á þennan stað. „Ég hef einhvern veginn orðið sterkari á ferðalagi mínu og þori meiri inn á handboltavellinum. Mín staða er vinstra megin en ég hef verið að spila í mörgum stöðum. Ég spila bara þar sem þjálfarinn minn vill að ég spili,“ sagði Sand. Sand er 28 ára gamall og verður fyrsti transmaðurinn til að spila í karlahandboltanum í Svíþjóð. „Ég hef aldrei lagt svona mikið á líkamann minn. Þetta er enn nýr líkami fyrir mig og ég er að kynnast honum betur,“ sagði Sand spenntur fyrir framhaldinu.
Sænski handboltinn Svíþjóð Hinsegin Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Fleiri fréttir Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Snær duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Sjá meira