Stór áfangi í loftslagsaðgerðum Christoph Gebald skrifar 13. ágúst 2021 10:00 Það er okkur ánægja að tilkynna að þann 8. september næstkomandi tökum við í notkun á Hellisheiði fyrstu heildstæðu föngunar- og förgunarstöðina sem byggð hefur verið á heimsvísu, þar sem koldíoxíð úr andrúmslofti verður fangað og því fargað í stórum stíl. Með þessari lofthreinsistöð, sem ber nafnið Orca, er föngun og förgun koldíoxíðs úr andrúmslofti tekin á næsta stig með því að samnýta loftsugutækni Climeworks og förgunartækni Carbfix til að breyta CO₂ í stein neðanjarðar. Á undanförnum árum hefur verið mikil og hröð nýsköpun á sviði loftslagsaðgerða og hafa ýmis áhugaverð tilraunaverkefni verið í þróun. Nú erum við tilbúin fyrir næsta áfanga sem felur í sér að stórauka og efla þessa starfsemi. Við byrjuðum á að fanga nokkur milligröm en á síðustu 3-4 árum höfum við náð að 80-falda koldíoxíðsföngun okkar á hverju ári. Orca mun fanga 4.000 tonn af CO₂ á ári og verður þar með, í gegnum beina loftföngun og förgun, stærsta loftslags-bætandi stöð sem byggð hefur verið á heimsvísu. Stefnt er að því að fyrir lok þessa áratugar verði hægt að fanga fleiri milljónir tonna CO₂ úr andrúmslofti og er Orca meginforsenda þess að það verður hægt. Með hinni framsæknu tækni Climeworks og í samstarfi við íslensku samstarfsaðilana okkar, Carbfix og Orku náttúrunnar, er fundin ein áhrifaríkasta leiðin til að stöðva loftslagsbreytingar. Saman getum við virkilega skipt sköpum. Svissneskt-íslenskt samstarf Að snúa loftslagsbreytingum við er sannarlega verkefni sem skiptir alla heimsbyggðina máli. Carbfix hefur sýnt fram á að yfir 95% þess CO₂ sem fangað er og dælt ofan í jörðina með þeirra tækni, breytist í stein á innan við tveimur árum. Þau 5% sem eftir standa steingerast stuttu síðar. Carbfix, líkt og Climeworks, byggir á sterkum vísindalegum grunni og getur mælt og greint það CO₂ sem dælt er niður, en það er lykilforsenda þess að hægt sé að sannreyna að koldíoxíðinu hafi verið fargað varanlega og á öruggan hátt. Samstarf okkar og Carbfix nær aftur til 2017 þegar við þróuðum tilraunstöð í loftföngun og -förgun, Arctic Fox, í Jarðhitagarði ON á Hellisheiði. Samnýting framúrskarandi tæknilausna bæði Climeworks og Carbfix hefur reynst afar árangursrík. Jarðhitagarður ON hefur skapað fullkomnar aðstæður fyrir vöxt og þróun þessarar nýsköpunar, en ON hefur lagt til hita og rafmagn, með lítil kolefnisspor, sem þarf til að starfrækja Climeworks stöðina. Allar loftslagsaðgerðir eru lífsnauðynlegar Til að ná markmiðum í loftslagsmálum þurfum við ekki einungis að draga stórkostlega úr útblæstri; við þurfum líka að fjarlægja koldíoxíð úr lofti á virkan hátt. Bein loftföngun og förgun er ein þeirra lausna sem mestar vonir eru bundnar við til að fjarlægja koldíoxíð úr andrúmslofti. Tækni Climeworks er einstök því hún byggir á einingum og er sveigjanleg, krefst lítils landsvæðis og ógnar því ekki matvæla- eða vatnsöryggi. Lausnin er varanleg og hægt er að sannreyna förgunina með einföldum hætti. Samvinnu okkar er ætlað að snúa loftslagsbreytingum við og mun hafa jákvæð áhrif á umhverfið. Við erum stolt af Orcu því hún er stórt skref í þessa átt og hið fyrsta af mörgum! Höfundur er annar tveggja stofnenda og framkvæmdastjóra Climeworks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Orkumál Mest lesið Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Það er okkur ánægja að tilkynna að þann 8. september næstkomandi tökum við í notkun á Hellisheiði fyrstu heildstæðu föngunar- og förgunarstöðina sem byggð hefur verið á heimsvísu, þar sem koldíoxíð úr andrúmslofti verður fangað og því fargað í stórum stíl. Með þessari lofthreinsistöð, sem ber nafnið Orca, er föngun og förgun koldíoxíðs úr andrúmslofti tekin á næsta stig með því að samnýta loftsugutækni Climeworks og förgunartækni Carbfix til að breyta CO₂ í stein neðanjarðar. Á undanförnum árum hefur verið mikil og hröð nýsköpun á sviði loftslagsaðgerða og hafa ýmis áhugaverð tilraunaverkefni verið í þróun. Nú erum við tilbúin fyrir næsta áfanga sem felur í sér að stórauka og efla þessa starfsemi. Við byrjuðum á að fanga nokkur milligröm en á síðustu 3-4 árum höfum við náð að 80-falda koldíoxíðsföngun okkar á hverju ári. Orca mun fanga 4.000 tonn af CO₂ á ári og verður þar með, í gegnum beina loftföngun og förgun, stærsta loftslags-bætandi stöð sem byggð hefur verið á heimsvísu. Stefnt er að því að fyrir lok þessa áratugar verði hægt að fanga fleiri milljónir tonna CO₂ úr andrúmslofti og er Orca meginforsenda þess að það verður hægt. Með hinni framsæknu tækni Climeworks og í samstarfi við íslensku samstarfsaðilana okkar, Carbfix og Orku náttúrunnar, er fundin ein áhrifaríkasta leiðin til að stöðva loftslagsbreytingar. Saman getum við virkilega skipt sköpum. Svissneskt-íslenskt samstarf Að snúa loftslagsbreytingum við er sannarlega verkefni sem skiptir alla heimsbyggðina máli. Carbfix hefur sýnt fram á að yfir 95% þess CO₂ sem fangað er og dælt ofan í jörðina með þeirra tækni, breytist í stein á innan við tveimur árum. Þau 5% sem eftir standa steingerast stuttu síðar. Carbfix, líkt og Climeworks, byggir á sterkum vísindalegum grunni og getur mælt og greint það CO₂ sem dælt er niður, en það er lykilforsenda þess að hægt sé að sannreyna að koldíoxíðinu hafi verið fargað varanlega og á öruggan hátt. Samstarf okkar og Carbfix nær aftur til 2017 þegar við þróuðum tilraunstöð í loftföngun og -förgun, Arctic Fox, í Jarðhitagarði ON á Hellisheiði. Samnýting framúrskarandi tæknilausna bæði Climeworks og Carbfix hefur reynst afar árangursrík. Jarðhitagarður ON hefur skapað fullkomnar aðstæður fyrir vöxt og þróun þessarar nýsköpunar, en ON hefur lagt til hita og rafmagn, með lítil kolefnisspor, sem þarf til að starfrækja Climeworks stöðina. Allar loftslagsaðgerðir eru lífsnauðynlegar Til að ná markmiðum í loftslagsmálum þurfum við ekki einungis að draga stórkostlega úr útblæstri; við þurfum líka að fjarlægja koldíoxíð úr lofti á virkan hátt. Bein loftföngun og förgun er ein þeirra lausna sem mestar vonir eru bundnar við til að fjarlægja koldíoxíð úr andrúmslofti. Tækni Climeworks er einstök því hún byggir á einingum og er sveigjanleg, krefst lítils landsvæðis og ógnar því ekki matvæla- eða vatnsöryggi. Lausnin er varanleg og hægt er að sannreyna förgunina með einföldum hætti. Samvinnu okkar er ætlað að snúa loftslagsbreytingum við og mun hafa jákvæð áhrif á umhverfið. Við erum stolt af Orcu því hún er stórt skref í þessa átt og hið fyrsta af mörgum! Höfundur er annar tveggja stofnenda og framkvæmdastjóra Climeworks.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun