Um þriðjungur íbúða selst á yfirverði Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 12. ágúst 2021 19:40 Loftmyndir frá Reykjavík Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Um þriðjungur allra íbúða á höfuðborgarsvæðinu selst á yfirverði og verð á sérbýlum hefur hækkað gríðarlega. Þá hefur framboð á húsnæði í borginni dregist saman um sextíu prósent á einu ári. Þetta kemur fram í skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem birt var í dag. Þar segir að meðalsölutími fasteigna á höfuðborgarsvæðinu hafi verið um 37 dagar í júní, á meðan meðalsölutími á sama tíma í fyrra var 51 dagur. Sömu sögu er að segja af landsbyggðinni en þar er fara íbúðir á um það bil sextíu á tveimur dögum, borið saman við 89 daga í fyrra. Ólafur Sindri Helgason, yfirhagfræðingur hjá HMS, segir að birtist sé um nær hverja íbúð og að fjölmörg dæmi séu um að fólk yfirbjóði um margar milljónir. „Hlutfall þeirra sem yfirbjóða er að aukast og hefur verið að aukast. Það er um 33 prósent íbúða á höfuðborgarsvæðinu sem seljast á yfirverði,” segir Ólafur. „Eignir seljast mjög hratt, meðalsölutími heldur áfram að styttast, framboð auglýstra eigna lækkar mjög hratt en það hefur verið sextíu prósent samdráttur á einu ári.” Fjöldi útgefinna kaupsamninga á mánuði hefur verið í methæðum, en er nú að síga niður fyrir metfjöldann árið 2007 á höfuðborgarsvæðinu. Þannig voru kaupsamningar fyrstu sex mánuði ársins 7432 talsins á meðan þeir voru 4915 á sama tíma í fyrra. Árið 2007 voru kaupsamningar 6.622 talsins. „En ef við tökum fyrstu sex mánuði ársins þá er samt sem áður fimmtíu prósenta aukning í fjölda kaupsamninga miðað við árið 2020,” segir Ólafur. Þá hefur verið sérstakur áhugi á sérbýlum, en Ólafur segir sögulega lága vexti hafa gert fólki kleift að kaupa dýrari eignir. „Verð á sérbýli hefur verið að hækka alveg gríðarlega og er komið langt umfram hækkun á verði fjölbýlishúsa. Við erum að tala um 25 prósent hækkun í júní til júní, á móti 16 prósent hækkun á fjölbýli,” segir hann, Þá er fólk farið að leita út fyrir borgarmörkin í meiri mæli. „Fólk hefur verið að sækjast í nágrenni höfuðborgarsvæðisins því sérbýli hafa verið að hækka svo rosalega í verði.” Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Þetta kemur fram í skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem birt var í dag. Þar segir að meðalsölutími fasteigna á höfuðborgarsvæðinu hafi verið um 37 dagar í júní, á meðan meðalsölutími á sama tíma í fyrra var 51 dagur. Sömu sögu er að segja af landsbyggðinni en þar er fara íbúðir á um það bil sextíu á tveimur dögum, borið saman við 89 daga í fyrra. Ólafur Sindri Helgason, yfirhagfræðingur hjá HMS, segir að birtist sé um nær hverja íbúð og að fjölmörg dæmi séu um að fólk yfirbjóði um margar milljónir. „Hlutfall þeirra sem yfirbjóða er að aukast og hefur verið að aukast. Það er um 33 prósent íbúða á höfuðborgarsvæðinu sem seljast á yfirverði,” segir Ólafur. „Eignir seljast mjög hratt, meðalsölutími heldur áfram að styttast, framboð auglýstra eigna lækkar mjög hratt en það hefur verið sextíu prósent samdráttur á einu ári.” Fjöldi útgefinna kaupsamninga á mánuði hefur verið í methæðum, en er nú að síga niður fyrir metfjöldann árið 2007 á höfuðborgarsvæðinu. Þannig voru kaupsamningar fyrstu sex mánuði ársins 7432 talsins á meðan þeir voru 4915 á sama tíma í fyrra. Árið 2007 voru kaupsamningar 6.622 talsins. „En ef við tökum fyrstu sex mánuði ársins þá er samt sem áður fimmtíu prósenta aukning í fjölda kaupsamninga miðað við árið 2020,” segir Ólafur. Þá hefur verið sérstakur áhugi á sérbýlum, en Ólafur segir sögulega lága vexti hafa gert fólki kleift að kaupa dýrari eignir. „Verð á sérbýli hefur verið að hækka alveg gríðarlega og er komið langt umfram hækkun á verði fjölbýlishúsa. Við erum að tala um 25 prósent hækkun í júní til júní, á móti 16 prósent hækkun á fjölbýli,” segir hann, Þá er fólk farið að leita út fyrir borgarmörkin í meiri mæli. „Fólk hefur verið að sækjast í nágrenni höfuðborgarsvæðisins því sérbýli hafa verið að hækka svo rosalega í verði.”
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira