Alfons Sampsted og félagar snéru einvíginu við og eru komnir áfram
Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Alfons Sampsted spilaði allan leikinn í liði Bodø/Glimt sem tók á móti Prishtina frá Kósovó í seinni viðureign liðanna í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Prishtina unnu fyrri leikinn 2-1, en Alfons og félagar höfðu nú betur á heimavelli, 2-0, og unnu því einvígið samtals 3-2.
Erik Botheim kom Bodø/Glimt yfir snemma leiks og staðan í einvíginu því orðin jöfn eftir tæplega 20 mínútna leik.
Patrick Berg fékk tækifæri til að tvöfalda forystu Norðmannana af vítapunktinum á 24. mínútu, en klikkaði á spyrnunni og staðan var því 1-0 þegar flautað var til hálfleiks.
Botheim skoraði sitt annað mark rúmum tíu mínútum fyrir leikslok, og tryggði þar með Bodø/Glimt sigurinn.
Alfons Sampsted og félagar hans í Bodø/Glimt þurfa á sigri að halda í seinni viðureign liðsins gegn Pristhina frá Kósovó eftir 2-1 tap á útivelli í þriðju umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld.
Við notum vefkökur til að safna og greina upplýsingar um notkun og virkni á Vísi. Einnig til að geta notað lausnir frá samfélagsmiðlum, bæta efni og birta viðeigandi markaðsefni.