Fagna sáttum og áframhaldandi starfsemi safnsins Samúel Karl Ólason skrifar 12. ágúst 2021 16:49 Páll Guðmundsson, sem rekið hefur Legsteinasafnið á Húsafelli, segist ánægður með að safnið verði ekki rifið eða fært. „Ég fagna þessu mjög mikið,“ segir Páll í samtali við fréttastofu. Hann segist þar að auki ánægður með að þetta skuli gerast á svo flottum degi og afmælisdegi Thors Vilhjálmssonar, sem hann vann mikið með. Til stóð að rífa hús Legsteinasafnsins, sem kallast Legsteinaskálinn, klukkan tvö í dag. Forsaga málsins er sú að Páll Guðmundsson, sem reist hafði Legsteinasafnið í Húsafelli í Borgarbyggð, var gert að hefja niðurrif þess vegna dóms Héraðsdóms Vesturlands vegna máls sem nágranni hans Sæmundur Ásgeirsson höfðaði á hendur honum. Niðurrifinu var þó frestað og stóðu viðræður yfir í nokkrar klukkustundir. Þórdís Sif Sigurðardóttir, sveitarstjóri Borgarbyggðar, segir viðræðurnar í raun hafa byrjað í gærkvöldi. Rætt hafi verið við eigendur Gamla bæjar og Bæjargils og þeir hafi séð forsendur til sáttaumleitanna. Þær hafi byrjað átta í morgun. „Þetta var erfið umræða og tók töluverðan tíma en að lokum eru allir sáttir við niðurstöðuna,“ segir Þórdís. „Niðurstaðan er þá að Legsteinaskálinn verður ekki rifinn og eigandi Gamla bæjar fullnustar ekki dóminn um niðurrif eða dagsektir.“ Þá verði gerð sátt um deiliskipulag á lóðum Gamla bæjar og Bæjargils. Þórdís segir þetta varanlega niðurstöðu í málinu. Búið sé að undirrita samkomulag. „Við erum ótrúlega ánægð með að þessu skrefi sé lokið.“ Páll, Halldóra Lóa, Þórdís og Helgi Kr. Eiríksson.Vísir/Rax Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir, formaður byggðarráðs Borgarbyggðar, segir niðurstöðuna hafa mikla þýðingu fyrri samfélagið í Borgarbyggð, menningarverðmæti og söguna. „Þetta er gríðarlega góð stund að vera búin að ná sáttum í þessu máli,“ segir Þórdís. Hún segir sérstaklega gott að nú sé hægt að halda áfram uppbyggingu á svæðinu í sátt og samlyndi allra. Skrifað var undir samning í Húsafellskirkju rétt fyrir klukkan 16.Vísir/RAX Páll fylgist með því þegar þak á hluta hússins var aftur komið fyrir á sinn stað á fimmta tímanum. Þakhlutinn var tekinn af í gær.Vísir/RAX Frá því meðan verið var að bíða eftir niðurstöðu.Vísir/RAX Hér sjáum við inn í húsið sem deilurnar snúast um. Hús fyrir legsteinasafn Páls.Vísir/RAX Séra Geir Waage og Páll á Húsafelli bíða.Vísir/RAX Vísir/RAX Páll Guðmundsson (til hægri), listamaður á Húsafelli, bíður nú niðurstöðu fundarins.Vísir/RAX Borgarbyggð Söfn Kirkjugarðar Deilur um legsteinasafn í Húsafelli Tengdar fréttir Deiluaðilar sitja á fundi í von um lausn Deiluaðilar í Húsafellsmálinu svokallaða sitja nú á fundi til þess að fresta þess að gera lokatilraun til að ná sáttum. Niðurrif á Legsteinasafninu sem deilan snýst um átti að hefjast í dag. Skessuhorn greinir frá. 12. ágúst 2021 10:47 Páll á Húsafelli harmar að rífa þurfi legsteinasafnið Niðurrif húss sem átti að hýsa legsteinasafn á landi listamannsins Páls á Húsafelli hófst í fyrradag. Páll var dæmdur til að fjarlægja húsið af Héraðsdómi Vesturlands eftir að nágranni hans Sæmundur Ásgeirsson höfðaði mál á hendur honum. 8. ágúst 2021 13:38 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Sjá meira
„Ég fagna þessu mjög mikið,“ segir Páll í samtali við fréttastofu. Hann segist þar að auki ánægður með að þetta skuli gerast á svo flottum degi og afmælisdegi Thors Vilhjálmssonar, sem hann vann mikið með. Til stóð að rífa hús Legsteinasafnsins, sem kallast Legsteinaskálinn, klukkan tvö í dag. Forsaga málsins er sú að Páll Guðmundsson, sem reist hafði Legsteinasafnið í Húsafelli í Borgarbyggð, var gert að hefja niðurrif þess vegna dóms Héraðsdóms Vesturlands vegna máls sem nágranni hans Sæmundur Ásgeirsson höfðaði á hendur honum. Niðurrifinu var þó frestað og stóðu viðræður yfir í nokkrar klukkustundir. Þórdís Sif Sigurðardóttir, sveitarstjóri Borgarbyggðar, segir viðræðurnar í raun hafa byrjað í gærkvöldi. Rætt hafi verið við eigendur Gamla bæjar og Bæjargils og þeir hafi séð forsendur til sáttaumleitanna. Þær hafi byrjað átta í morgun. „Þetta var erfið umræða og tók töluverðan tíma en að lokum eru allir sáttir við niðurstöðuna,“ segir Þórdís. „Niðurstaðan er þá að Legsteinaskálinn verður ekki rifinn og eigandi Gamla bæjar fullnustar ekki dóminn um niðurrif eða dagsektir.“ Þá verði gerð sátt um deiliskipulag á lóðum Gamla bæjar og Bæjargils. Þórdís segir þetta varanlega niðurstöðu í málinu. Búið sé að undirrita samkomulag. „Við erum ótrúlega ánægð með að þessu skrefi sé lokið.“ Páll, Halldóra Lóa, Þórdís og Helgi Kr. Eiríksson.Vísir/Rax Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir, formaður byggðarráðs Borgarbyggðar, segir niðurstöðuna hafa mikla þýðingu fyrri samfélagið í Borgarbyggð, menningarverðmæti og söguna. „Þetta er gríðarlega góð stund að vera búin að ná sáttum í þessu máli,“ segir Þórdís. Hún segir sérstaklega gott að nú sé hægt að halda áfram uppbyggingu á svæðinu í sátt og samlyndi allra. Skrifað var undir samning í Húsafellskirkju rétt fyrir klukkan 16.Vísir/RAX Páll fylgist með því þegar þak á hluta hússins var aftur komið fyrir á sinn stað á fimmta tímanum. Þakhlutinn var tekinn af í gær.Vísir/RAX Frá því meðan verið var að bíða eftir niðurstöðu.Vísir/RAX Hér sjáum við inn í húsið sem deilurnar snúast um. Hús fyrir legsteinasafn Páls.Vísir/RAX Séra Geir Waage og Páll á Húsafelli bíða.Vísir/RAX Vísir/RAX Páll Guðmundsson (til hægri), listamaður á Húsafelli, bíður nú niðurstöðu fundarins.Vísir/RAX
Borgarbyggð Söfn Kirkjugarðar Deilur um legsteinasafn í Húsafelli Tengdar fréttir Deiluaðilar sitja á fundi í von um lausn Deiluaðilar í Húsafellsmálinu svokallaða sitja nú á fundi til þess að fresta þess að gera lokatilraun til að ná sáttum. Niðurrif á Legsteinasafninu sem deilan snýst um átti að hefjast í dag. Skessuhorn greinir frá. 12. ágúst 2021 10:47 Páll á Húsafelli harmar að rífa þurfi legsteinasafnið Niðurrif húss sem átti að hýsa legsteinasafn á landi listamannsins Páls á Húsafelli hófst í fyrradag. Páll var dæmdur til að fjarlægja húsið af Héraðsdómi Vesturlands eftir að nágranni hans Sæmundur Ásgeirsson höfðaði mál á hendur honum. 8. ágúst 2021 13:38 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Sjá meira
Deiluaðilar sitja á fundi í von um lausn Deiluaðilar í Húsafellsmálinu svokallaða sitja nú á fundi til þess að fresta þess að gera lokatilraun til að ná sáttum. Niðurrif á Legsteinasafninu sem deilan snýst um átti að hefjast í dag. Skessuhorn greinir frá. 12. ágúst 2021 10:47
Páll á Húsafelli harmar að rífa þurfi legsteinasafnið Niðurrif húss sem átti að hýsa legsteinasafn á landi listamannsins Páls á Húsafelli hófst í fyrradag. Páll var dæmdur til að fjarlægja húsið af Héraðsdómi Vesturlands eftir að nágranni hans Sæmundur Ásgeirsson höfðaði mál á hendur honum. 8. ágúst 2021 13:38