Telur grímuskylduna komna til að vera Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. ágúst 2021 19:30 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/vilhelm Sóttvarnalæknir mun skila tillögum um hertar aðgerðir ef staðan á Landspítala versnar. Forstjóri Landspítalans getur þó ekki svarað því hvað spítalinn ráði lengi við ástandið. Sóttvarnalæknir telur að grímuskyldan sé komin til að vera. Sóttvarnalæknir sagið á upplýsingafundi almannavarna í morgun að næstu skref ráðist af getu Landspítalans til að bregðast við veikindum. Landspítalinn þoli núverandi ástand en óvíst hve lengi. Versni staðan á spítalanum mun sóttvarnalæknir skila inn tillögum að hertum sóttvarnareglum til heilbrigðisráðherra. „Hvenær að því kemur er ekki ljóst á þessari stundu en það gæti hugsanlega gerst fyrr en síðar og þess vegna erum við í nánu samstarfi við Landspítalann um stöðuna þar sem og heilbrigðisráðuneytið,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Þolmörk spítalans óljós Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, gat ekki svarað því hvað spítalinn ráði lengi við þetta ástand. Það fari þó aðallega eftir mönnun og þá sérstaklega á gjörgæslu. Stjórnendur spítalans reyni allt til þess að tryggja að hann sinni sínu hlutverki. Tvær bráðalegudeildir eru nýttar undir Covid-sjúklinga og er í undirbúningi að opna þriðju Covid-deildina. Páll ítrekar mikilvægi þess að fólk mæti í skimun fyrir veirunni og segir tíðara nú en áður að fólk greinist ekki með sjúkdóminn fyrr en það er orðið alvarlega veikt. „Þrír af þeim níu sem hafa í þessari bylgju lagst inn á gjörgæsludeildir hjá okkur voru í þessum hópi og komu inn af götunni og þurftu beint á gjörgæslu,“ sagði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Sóttvarnalæknir hefur skilað heilbrigðisráðherra minnisblaði með tillögum að langtíma sóttvarnaaðgerðum. Hann segir að áhersla þurfi að vera á aðgerðir á landamærum en að innanlandsaðgerðir séu einnig til skoðunar. Þá veltir hann upp grímuskyldu við ákveðnar aðstæður. „Ég veit að menn hafa mismunandi skoðanir á grímunotkun en ég held að þetta sé eitthvað sem sé komið til með að vera og ég held að við getum slakað á ýmsum kröfum svo fremi sem menn noti grímur við ákveðnar kringumstæður.“ Að minnsta kosti 119 greindist smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. 27 liggja inni á Landspítala með sjúkdóminn. Fimm á gjörgæslu, þar af fjórir í öndunarvél. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Hvetur fólk til að fara í sýnatöku: Er að koma beint inn á gjörgæslu Alls liggja nú 27 inni á Landspítalanum með Covid-19, fimm á gjörgæsludeild og þar af fjórir í öndunarvél. Meðalaldur þeirra 64 sem hafa lagst inn í þessari bylgju er 64 ára en meðalaldur útskrifaðra 50 ára. 12. ágúst 2021 11:33 Framhaldið veltur á Landspítalanum: Gæti gerst fyrr en seinna að aðgerðir verði hertar Það gæti gerst fyrr en síðar að Landspítalinn sendir út neyðarkall vegna ástandsins og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sjái sig til neyddan að koma með tillögur að hertum aðgerðum innanlands. 12. ágúst 2021 11:23 Minnst 119 greindust innanlands og fækkar á sjúkrahúsi Í gær greindust hið minnsta 119 innanlands með Covid-19, þar af 80 utan sóttkvíar. 27 sjúklingar eru innlagðir á Landspítala og hefur þeim fækkað um tvo frá því í gær. Fimm eru á gjörgæslu. Þar af eru fjórir sjúklingar í öndunarvél og fjölgar úr tveimur. 12. ágúst 2021 10:49 Mest lesið Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira
Sóttvarnalæknir sagið á upplýsingafundi almannavarna í morgun að næstu skref ráðist af getu Landspítalans til að bregðast við veikindum. Landspítalinn þoli núverandi ástand en óvíst hve lengi. Versni staðan á spítalanum mun sóttvarnalæknir skila inn tillögum að hertum sóttvarnareglum til heilbrigðisráðherra. „Hvenær að því kemur er ekki ljóst á þessari stundu en það gæti hugsanlega gerst fyrr en síðar og þess vegna erum við í nánu samstarfi við Landspítalann um stöðuna þar sem og heilbrigðisráðuneytið,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Þolmörk spítalans óljós Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, gat ekki svarað því hvað spítalinn ráði lengi við þetta ástand. Það fari þó aðallega eftir mönnun og þá sérstaklega á gjörgæslu. Stjórnendur spítalans reyni allt til þess að tryggja að hann sinni sínu hlutverki. Tvær bráðalegudeildir eru nýttar undir Covid-sjúklinga og er í undirbúningi að opna þriðju Covid-deildina. Páll ítrekar mikilvægi þess að fólk mæti í skimun fyrir veirunni og segir tíðara nú en áður að fólk greinist ekki með sjúkdóminn fyrr en það er orðið alvarlega veikt. „Þrír af þeim níu sem hafa í þessari bylgju lagst inn á gjörgæsludeildir hjá okkur voru í þessum hópi og komu inn af götunni og þurftu beint á gjörgæslu,“ sagði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Sóttvarnalæknir hefur skilað heilbrigðisráðherra minnisblaði með tillögum að langtíma sóttvarnaaðgerðum. Hann segir að áhersla þurfi að vera á aðgerðir á landamærum en að innanlandsaðgerðir séu einnig til skoðunar. Þá veltir hann upp grímuskyldu við ákveðnar aðstæður. „Ég veit að menn hafa mismunandi skoðanir á grímunotkun en ég held að þetta sé eitthvað sem sé komið til með að vera og ég held að við getum slakað á ýmsum kröfum svo fremi sem menn noti grímur við ákveðnar kringumstæður.“ Að minnsta kosti 119 greindist smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. 27 liggja inni á Landspítala með sjúkdóminn. Fimm á gjörgæslu, þar af fjórir í öndunarvél.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Hvetur fólk til að fara í sýnatöku: Er að koma beint inn á gjörgæslu Alls liggja nú 27 inni á Landspítalanum með Covid-19, fimm á gjörgæsludeild og þar af fjórir í öndunarvél. Meðalaldur þeirra 64 sem hafa lagst inn í þessari bylgju er 64 ára en meðalaldur útskrifaðra 50 ára. 12. ágúst 2021 11:33 Framhaldið veltur á Landspítalanum: Gæti gerst fyrr en seinna að aðgerðir verði hertar Það gæti gerst fyrr en síðar að Landspítalinn sendir út neyðarkall vegna ástandsins og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sjái sig til neyddan að koma með tillögur að hertum aðgerðum innanlands. 12. ágúst 2021 11:23 Minnst 119 greindust innanlands og fækkar á sjúkrahúsi Í gær greindust hið minnsta 119 innanlands með Covid-19, þar af 80 utan sóttkvíar. 27 sjúklingar eru innlagðir á Landspítala og hefur þeim fækkað um tvo frá því í gær. Fimm eru á gjörgæslu. Þar af eru fjórir sjúklingar í öndunarvél og fjölgar úr tveimur. 12. ágúst 2021 10:49 Mest lesið Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira
Hvetur fólk til að fara í sýnatöku: Er að koma beint inn á gjörgæslu Alls liggja nú 27 inni á Landspítalanum með Covid-19, fimm á gjörgæsludeild og þar af fjórir í öndunarvél. Meðalaldur þeirra 64 sem hafa lagst inn í þessari bylgju er 64 ára en meðalaldur útskrifaðra 50 ára. 12. ágúst 2021 11:33
Framhaldið veltur á Landspítalanum: Gæti gerst fyrr en seinna að aðgerðir verði hertar Það gæti gerst fyrr en síðar að Landspítalinn sendir út neyðarkall vegna ástandsins og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sjái sig til neyddan að koma með tillögur að hertum aðgerðum innanlands. 12. ágúst 2021 11:23
Minnst 119 greindust innanlands og fækkar á sjúkrahúsi Í gær greindust hið minnsta 119 innanlands með Covid-19, þar af 80 utan sóttkvíar. 27 sjúklingar eru innlagðir á Landspítala og hefur þeim fækkað um tvo frá því í gær. Fimm eru á gjörgæslu. Þar af eru fjórir sjúklingar í öndunarvél og fjölgar úr tveimur. 12. ágúst 2021 10:49