Heimila veiði meira en tvöfalt fleiri úlfa en lagt var til Samúel Karl Ólason skrifar 12. ágúst 2021 14:57 Talið er að finna megi um sex þúsund gráúlfa í Bandaríkjunum. Getty Ráðamenn í Wisconsin í Bandaríkjunum hafa ákveðið að gefa út 300 veiðileyfi á úlfa í ríkinu í haust. Það er meira en tvöfalt það sem sérfræðingar lögðu til. Úlfar hafa undanfarin ár verið á lista yfir dýrategundir í útrýmingarhættu í Bandaríkjunum. Tegundin var þó tekin af listanum í október 2020 í ríkisstjórnartíð Donalds Trump. Það stóð einnig til að gera þegar Barack Obama var forseti. Þá var þó hætt við að fjarlægja úlfa af listanum vegna mótmæla. Náttúrauðlindanefnd ríkisins fundaði um málið í gær og ákvað fjölda veiðileyfa til að gefa út. Það var gert eftir margra klukkustunda umræðu þar sem tugir tóku til máls. Þeirra á meðal voru umhverfisverndarinnar sem vildu hætta við veiðarnar og forsvarsmenn veiðihópa sem vildu fá að veiða enn fleiri úlfa. Í frétt New York Times segir að atkvæðagreiðsla í nefndinni hafi farið 5-2. Meðlimir nefndarinnar voru flestir skipaðir af ríkisstjórum sem tilheyra Repúblikanaflokknum. Tony Evers, núverandi ríkisstjóri, er Demókrati og segir að Repúblikanar sem fara með völd í ríkisþingi Wisconsin hafi staðið í vegi þess að tveir menn sem hann skipaði í nefndina geti tekið sér stöðu þar. Veiðimenn fóru síðast hratt fram úr kvóta Miðillinn hefur eftir einum meðlimi nefndarinnar að hann óttist ekki að veiðarnar muni ganga svo nærri úlfastofninum að úlfar verði aftur settir á lista dýra í útrýmingarhættu. Þetta er í annað sinn á árinu sem veiði úlfa er lögð til í Wisconsin. Síðast voru minnst 216 úlfar drepnir á innan við sextíu klukkustundum og það þrátt fyrir að einungis stóð til að veiða mest 119 úlfa á einni viku. Sérfræðingar sem ræddu við NYT segjast hafa áhyggjur af veiðinni og óttast að mun fleiri úlfar verði drepnir en þeir þrjú hundruð sem á að drepa. Úr þúsund í sex þúsund Úlfar lifðu víðsvegar um meginland Norður-Ameríku en yfirvöld Bandaríkjanna vörðu miklu púðri í að útrýma úlfum. Það skilaði góðum árangri og um miðja síðustu öld var talið að um þúsund úlfar væru eftir í tveimur ríkjum Bandaríkjanna. Lang flestir þeirra voru í Minnesota. Þá var úlfum bætt við lista dýra í útrýmingarhættu og þar að auki voru úlfar fluttir frá Kanada í Yellowstone-þjóðgarðinn. Nú er talið að um sex þúsund úlfar séu til í Bandaríkjunum. Margir þeirra séu í norðvestur-hluta Bandaríkjanna og einhverjir í Oregon, Washington og Kaliforníu. Bandaríkin Dýr Umhverfismál Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Fleiri fréttir Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Sjá meira
Úlfar hafa undanfarin ár verið á lista yfir dýrategundir í útrýmingarhættu í Bandaríkjunum. Tegundin var þó tekin af listanum í október 2020 í ríkisstjórnartíð Donalds Trump. Það stóð einnig til að gera þegar Barack Obama var forseti. Þá var þó hætt við að fjarlægja úlfa af listanum vegna mótmæla. Náttúrauðlindanefnd ríkisins fundaði um málið í gær og ákvað fjölda veiðileyfa til að gefa út. Það var gert eftir margra klukkustunda umræðu þar sem tugir tóku til máls. Þeirra á meðal voru umhverfisverndarinnar sem vildu hætta við veiðarnar og forsvarsmenn veiðihópa sem vildu fá að veiða enn fleiri úlfa. Í frétt New York Times segir að atkvæðagreiðsla í nefndinni hafi farið 5-2. Meðlimir nefndarinnar voru flestir skipaðir af ríkisstjórum sem tilheyra Repúblikanaflokknum. Tony Evers, núverandi ríkisstjóri, er Demókrati og segir að Repúblikanar sem fara með völd í ríkisþingi Wisconsin hafi staðið í vegi þess að tveir menn sem hann skipaði í nefndina geti tekið sér stöðu þar. Veiðimenn fóru síðast hratt fram úr kvóta Miðillinn hefur eftir einum meðlimi nefndarinnar að hann óttist ekki að veiðarnar muni ganga svo nærri úlfastofninum að úlfar verði aftur settir á lista dýra í útrýmingarhættu. Þetta er í annað sinn á árinu sem veiði úlfa er lögð til í Wisconsin. Síðast voru minnst 216 úlfar drepnir á innan við sextíu klukkustundum og það þrátt fyrir að einungis stóð til að veiða mest 119 úlfa á einni viku. Sérfræðingar sem ræddu við NYT segjast hafa áhyggjur af veiðinni og óttast að mun fleiri úlfar verði drepnir en þeir þrjú hundruð sem á að drepa. Úr þúsund í sex þúsund Úlfar lifðu víðsvegar um meginland Norður-Ameríku en yfirvöld Bandaríkjanna vörðu miklu púðri í að útrýma úlfum. Það skilaði góðum árangri og um miðja síðustu öld var talið að um þúsund úlfar væru eftir í tveimur ríkjum Bandaríkjanna. Lang flestir þeirra voru í Minnesota. Þá var úlfum bætt við lista dýra í útrýmingarhættu og þar að auki voru úlfar fluttir frá Kanada í Yellowstone-þjóðgarðinn. Nú er talið að um sex þúsund úlfar séu til í Bandaríkjunum. Margir þeirra séu í norðvestur-hluta Bandaríkjanna og einhverjir í Oregon, Washington og Kaliforníu.
Bandaríkin Dýr Umhverfismál Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Fleiri fréttir Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Sjá meira