Heimila veiði meira en tvöfalt fleiri úlfa en lagt var til Samúel Karl Ólason skrifar 12. ágúst 2021 14:57 Talið er að finna megi um sex þúsund gráúlfa í Bandaríkjunum. Getty Ráðamenn í Wisconsin í Bandaríkjunum hafa ákveðið að gefa út 300 veiðileyfi á úlfa í ríkinu í haust. Það er meira en tvöfalt það sem sérfræðingar lögðu til. Úlfar hafa undanfarin ár verið á lista yfir dýrategundir í útrýmingarhættu í Bandaríkjunum. Tegundin var þó tekin af listanum í október 2020 í ríkisstjórnartíð Donalds Trump. Það stóð einnig til að gera þegar Barack Obama var forseti. Þá var þó hætt við að fjarlægja úlfa af listanum vegna mótmæla. Náttúrauðlindanefnd ríkisins fundaði um málið í gær og ákvað fjölda veiðileyfa til að gefa út. Það var gert eftir margra klukkustunda umræðu þar sem tugir tóku til máls. Þeirra á meðal voru umhverfisverndarinnar sem vildu hætta við veiðarnar og forsvarsmenn veiðihópa sem vildu fá að veiða enn fleiri úlfa. Í frétt New York Times segir að atkvæðagreiðsla í nefndinni hafi farið 5-2. Meðlimir nefndarinnar voru flestir skipaðir af ríkisstjórum sem tilheyra Repúblikanaflokknum. Tony Evers, núverandi ríkisstjóri, er Demókrati og segir að Repúblikanar sem fara með völd í ríkisþingi Wisconsin hafi staðið í vegi þess að tveir menn sem hann skipaði í nefndina geti tekið sér stöðu þar. Veiðimenn fóru síðast hratt fram úr kvóta Miðillinn hefur eftir einum meðlimi nefndarinnar að hann óttist ekki að veiðarnar muni ganga svo nærri úlfastofninum að úlfar verði aftur settir á lista dýra í útrýmingarhættu. Þetta er í annað sinn á árinu sem veiði úlfa er lögð til í Wisconsin. Síðast voru minnst 216 úlfar drepnir á innan við sextíu klukkustundum og það þrátt fyrir að einungis stóð til að veiða mest 119 úlfa á einni viku. Sérfræðingar sem ræddu við NYT segjast hafa áhyggjur af veiðinni og óttast að mun fleiri úlfar verði drepnir en þeir þrjú hundruð sem á að drepa. Úr þúsund í sex þúsund Úlfar lifðu víðsvegar um meginland Norður-Ameríku en yfirvöld Bandaríkjanna vörðu miklu púðri í að útrýma úlfum. Það skilaði góðum árangri og um miðja síðustu öld var talið að um þúsund úlfar væru eftir í tveimur ríkjum Bandaríkjanna. Lang flestir þeirra voru í Minnesota. Þá var úlfum bætt við lista dýra í útrýmingarhættu og þar að auki voru úlfar fluttir frá Kanada í Yellowstone-þjóðgarðinn. Nú er talið að um sex þúsund úlfar séu til í Bandaríkjunum. Margir þeirra séu í norðvestur-hluta Bandaríkjanna og einhverjir í Oregon, Washington og Kaliforníu. Bandaríkin Dýr Umhverfismál Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Úlfar hafa undanfarin ár verið á lista yfir dýrategundir í útrýmingarhættu í Bandaríkjunum. Tegundin var þó tekin af listanum í október 2020 í ríkisstjórnartíð Donalds Trump. Það stóð einnig til að gera þegar Barack Obama var forseti. Þá var þó hætt við að fjarlægja úlfa af listanum vegna mótmæla. Náttúrauðlindanefnd ríkisins fundaði um málið í gær og ákvað fjölda veiðileyfa til að gefa út. Það var gert eftir margra klukkustunda umræðu þar sem tugir tóku til máls. Þeirra á meðal voru umhverfisverndarinnar sem vildu hætta við veiðarnar og forsvarsmenn veiðihópa sem vildu fá að veiða enn fleiri úlfa. Í frétt New York Times segir að atkvæðagreiðsla í nefndinni hafi farið 5-2. Meðlimir nefndarinnar voru flestir skipaðir af ríkisstjórum sem tilheyra Repúblikanaflokknum. Tony Evers, núverandi ríkisstjóri, er Demókrati og segir að Repúblikanar sem fara með völd í ríkisþingi Wisconsin hafi staðið í vegi þess að tveir menn sem hann skipaði í nefndina geti tekið sér stöðu þar. Veiðimenn fóru síðast hratt fram úr kvóta Miðillinn hefur eftir einum meðlimi nefndarinnar að hann óttist ekki að veiðarnar muni ganga svo nærri úlfastofninum að úlfar verði aftur settir á lista dýra í útrýmingarhættu. Þetta er í annað sinn á árinu sem veiði úlfa er lögð til í Wisconsin. Síðast voru minnst 216 úlfar drepnir á innan við sextíu klukkustundum og það þrátt fyrir að einungis stóð til að veiða mest 119 úlfa á einni viku. Sérfræðingar sem ræddu við NYT segjast hafa áhyggjur af veiðinni og óttast að mun fleiri úlfar verði drepnir en þeir þrjú hundruð sem á að drepa. Úr þúsund í sex þúsund Úlfar lifðu víðsvegar um meginland Norður-Ameríku en yfirvöld Bandaríkjanna vörðu miklu púðri í að útrýma úlfum. Það skilaði góðum árangri og um miðja síðustu öld var talið að um þúsund úlfar væru eftir í tveimur ríkjum Bandaríkjanna. Lang flestir þeirra voru í Minnesota. Þá var úlfum bætt við lista dýra í útrýmingarhættu og þar að auki voru úlfar fluttir frá Kanada í Yellowstone-þjóðgarðinn. Nú er talið að um sex þúsund úlfar séu til í Bandaríkjunum. Margir þeirra séu í norðvestur-hluta Bandaríkjanna og einhverjir í Oregon, Washington og Kaliforníu.
Bandaríkin Dýr Umhverfismál Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira