Ekki hægt að lenda á tunglinu 2024 vegna tafa við þróun geimbúninga Samúel Karl Ólason skrifar 12. ágúst 2021 13:15 Teiknuð mynd af geimfara í xEMU geimbúningi á yfirborði tunglsins. NASA Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) mun líklegast ekki geta lent geimförum á tunglinu aftur árið 2024 eins og til hefur staðið í tengslum við Artemis-áætlunina svokölluðu. Það má meðal annars rekja til væntanlegra tafa við þróun og framleiðslu nýrra geimbúninga stofnunarinnar. Þetta kom fram í skýrslu innri endurskoðenda NASA sem birt var í vikunni. Þar segir að þróun nýrra geimbúninga sé gífurlega mikilvæg framtíðaráætlunum Bandaríkjamanna í geimnum. Þeir búningar sem eru nú notaðir við geimgöngur í geimstöðinni voru hannaðir fyrir 45 árum síðan. Árið 2019 kynnti NASA svo nýjustu búningana sem nota á til ferða til tunglsins og lengra út í sólkerfið. Sú þróunarvinna sem leiddi til þessarar búninga hefur staðið yfir í fjórtán ár og hefur kostað um 420 milljónir dala. Það samsvarar um 53 milljörðum króna. Sjá einnig: NASA sýndi nýja kynslóð geimbúninga Artemis-áætlunin snýr að því að senda menn aftur til tunglsins árið 2024 og koma þar upp bækistöð sem nota á sem stökkpall lengra út í sólkerfið. Mike Pence, fyrrverandi varaforseti, lagði til að farið yrði til tunglsins fyrir árið 2025 en núverandi ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur sagt að sú tímalína sé óraunhæf. Í áðurnefndri skýrslu segir að fyrstu tveir geimbúningarnir hefðu samkvæmt áætlun átt að vera klárir í nóvember 2024. Mun líklegra sé þó að þeir verði ekki tilbúnir fyrir en í fyrsta lagi í apríl 2025 og þá vegna skorts á fjármagni, áhrifa faraldurs kórónuveirunnar og tæknilegra vandræða. Þá er talið að NASA muni hafa eytt meira en milljarði dala í þróun þeirra og framleiðslu. Geimbúningarnir þurfa að vera tilbúnir með töluverðum fyrirvara fyrir fyrsta geimskotið svo geimfararnir sem um ræðir fái tækifæri til að æfa sig í að klæðast þeim. Sjá einnig: Geimfararnir sem stefna á tunglið Í skýrslunni segir þó einnig að það að ekki verði hægt að skjóta mönnum til tunglsins árið 2024 sé ekki eingöngu vegna geimbúninganna. Það sé einnig vegna tafa við önnur mikilvæg verkefni eins og Space Launch System eldflaugina og Orion geimfarið. Sjá einnig: Síðasta prófið fyrir fyrsta skotið til tunglsins Þar að auki séu tafir á þróun lendingarfars fyrir ferð til tunglsins. NASA samdi nýverið við SpaceX um að þróa far sem lenda ætti á tunglinu. Tvö önnur fyrirtæki unnu einnig að frumgerðum lendingarfara, þau Blue Origin og Dynetics. Forsvarsmenn Blue Origin, sem er í eigu auðjöfursins Jeff Bezos, mótmæltu ákvörðuninni og kölluðu eftir því að hún yrði endurskoðuð. Ákvörðunin var þó staðfest fyrr í vikunni. Sjá einnig: NASA semur við SpaceX um að lenda geimförum aftur á tunglinu Innri endurskoðendur NASA leggja til að forsvarsmenn stofnunarinnar breyti áætlunum sínum varðandi Artemis-áætlunina, Alþjóðlegu geimstöðina og Gateway, sem er geimstöð sem til stendur að gera á braut um tunglið. Þá eigi að gera breytingar á vinnunni við þróun geimbúninga og tryggja að framleiðslan gangi eðlilega fram. Welcome to the Gateway, a home away from home for #Artemis astronauts returning to the lunar surface Check out the video below where @AstroKomrade shares more on how the Gateway, an outpost orbiting the Moon, will serve as a staging point for deep space exploration. pic.twitter.com/CsfDbBEZCT— NASA's Gateway Program (@NASA_Gateway) July 22, 2021 Bandaríkin Geimurinn Artemis-áætlunin SpaceX Tunglið Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Sjá meira
Þetta kom fram í skýrslu innri endurskoðenda NASA sem birt var í vikunni. Þar segir að þróun nýrra geimbúninga sé gífurlega mikilvæg framtíðaráætlunum Bandaríkjamanna í geimnum. Þeir búningar sem eru nú notaðir við geimgöngur í geimstöðinni voru hannaðir fyrir 45 árum síðan. Árið 2019 kynnti NASA svo nýjustu búningana sem nota á til ferða til tunglsins og lengra út í sólkerfið. Sú þróunarvinna sem leiddi til þessarar búninga hefur staðið yfir í fjórtán ár og hefur kostað um 420 milljónir dala. Það samsvarar um 53 milljörðum króna. Sjá einnig: NASA sýndi nýja kynslóð geimbúninga Artemis-áætlunin snýr að því að senda menn aftur til tunglsins árið 2024 og koma þar upp bækistöð sem nota á sem stökkpall lengra út í sólkerfið. Mike Pence, fyrrverandi varaforseti, lagði til að farið yrði til tunglsins fyrir árið 2025 en núverandi ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur sagt að sú tímalína sé óraunhæf. Í áðurnefndri skýrslu segir að fyrstu tveir geimbúningarnir hefðu samkvæmt áætlun átt að vera klárir í nóvember 2024. Mun líklegra sé þó að þeir verði ekki tilbúnir fyrir en í fyrsta lagi í apríl 2025 og þá vegna skorts á fjármagni, áhrifa faraldurs kórónuveirunnar og tæknilegra vandræða. Þá er talið að NASA muni hafa eytt meira en milljarði dala í þróun þeirra og framleiðslu. Geimbúningarnir þurfa að vera tilbúnir með töluverðum fyrirvara fyrir fyrsta geimskotið svo geimfararnir sem um ræðir fái tækifæri til að æfa sig í að klæðast þeim. Sjá einnig: Geimfararnir sem stefna á tunglið Í skýrslunni segir þó einnig að það að ekki verði hægt að skjóta mönnum til tunglsins árið 2024 sé ekki eingöngu vegna geimbúninganna. Það sé einnig vegna tafa við önnur mikilvæg verkefni eins og Space Launch System eldflaugina og Orion geimfarið. Sjá einnig: Síðasta prófið fyrir fyrsta skotið til tunglsins Þar að auki séu tafir á þróun lendingarfars fyrir ferð til tunglsins. NASA samdi nýverið við SpaceX um að þróa far sem lenda ætti á tunglinu. Tvö önnur fyrirtæki unnu einnig að frumgerðum lendingarfara, þau Blue Origin og Dynetics. Forsvarsmenn Blue Origin, sem er í eigu auðjöfursins Jeff Bezos, mótmæltu ákvörðuninni og kölluðu eftir því að hún yrði endurskoðuð. Ákvörðunin var þó staðfest fyrr í vikunni. Sjá einnig: NASA semur við SpaceX um að lenda geimförum aftur á tunglinu Innri endurskoðendur NASA leggja til að forsvarsmenn stofnunarinnar breyti áætlunum sínum varðandi Artemis-áætlunina, Alþjóðlegu geimstöðina og Gateway, sem er geimstöð sem til stendur að gera á braut um tunglið. Þá eigi að gera breytingar á vinnunni við þróun geimbúninga og tryggja að framleiðslan gangi eðlilega fram. Welcome to the Gateway, a home away from home for #Artemis astronauts returning to the lunar surface Check out the video below where @AstroKomrade shares more on how the Gateway, an outpost orbiting the Moon, will serve as a staging point for deep space exploration. pic.twitter.com/CsfDbBEZCT— NASA's Gateway Program (@NASA_Gateway) July 22, 2021
Bandaríkin Geimurinn Artemis-áætlunin SpaceX Tunglið Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Sjá meira