Fleiri fara á yfirverði og hækkanir komnar fram úr launaþróun Eiður Þór Árnason skrifar 12. ágúst 2021 10:42 14,3 prósent nýrra íbúða seldust á yfirverði í júní. Vísir/Vilhelm Framboð auglýstra íbúða heldur áfram að dragast saman á höfuðborgarsvæðinu og nemur samdrátturinn nú um 60 prósentum á einu ári. Meðalsölutími íbúða styttist enn og hefur aldrei verið styttri. Á síðustu mánuðum hafa árshækkanir íbúðaverðs tekið fram úr árshækkunum launa miðað við tólf mánaða breytingu. Fram kemur í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar að vísitala þjóðskrár fyrir íbúðaverð hafi hækkað um 16 prósent í júní miðað við sama mánuð í fyrra og vísitala HMS fyrir pöruð viðskipti um 13,3 prósent á meðan launavísitala Hagstofunnar hækkaði um 7,7 prósent. Árshækkanir íbúðaverðs voru nokkuð undir árshækkunum launa á árunum 2018 til 2020 og þar til í mars á þessu ári. Fjöldi kaupsamninga í nágrenni höfuðborgarsvæðisins í hæstu hæðum Einhver samdráttur hefur verið í fjölda kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu sem er nú kominn niður fyrir metfjöldann árið 2007. Í nágrenni höfuðborgarsvæðisins er fjöldinn enn í methæðum en annars staðar á landsbyggðinni er hann á pari við metárið 2007. Miðað við sama tímabil árið 2020 er fjöldi kaupsamninga á landinu öllu um 51 prósent meiri á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu HMS. Fleiri telja sig búa við húsnæðisöryggi Meðalsölutími íbúða á höfuðborgarsvæði heldur áfram að styttast og í júnímánuði mældist hann 37 dagar en í júní 2020 var hann 51 dagur. Á landsbyggð er meðalsölutíminn almennt lengri en í júní mældist hann 62 dagar. Á sama tíma í fyrra nam hann 89 dögum. Samkvæmt könnun Zenter fyrir HMS eykst hlutfall þeirra sem telja sig búa við húsnæðisöryggi á milli ára og mælist nú 91,9 prósent á móti 90,2 prósent í fyrra. Hlutfallið jókst talsvert á milli áranna 2019 og 2020 eða um sex prósentustig. Síðan í mars 2019 hefur hlutfall þeirra sem telja sig ekki búa við húsnæðisöryggi rúmlega helmingast. Mestu breytinguna má sjá á meðal leigjenda en árið 2019 sögðust 51 prósent leigjenda búa við húsnæðisöryggi en í ár mælist hlutfallið 66 prósent. Hlutfallslega fleiri íbúðir seljast á yfirverði Í júní seldust um 50,8 prósent af eldri íbúðum undir auglýstu verði á meðan 16,4 prósent seldust á auglýstu verði og 32,7 prósent seldust yfir auglýstu verði. Hlutföllin voru ekki með sama móti fyrir nýjar íbúðir þar sem 61,9 prósent seldust á auglýstu verði, 14,3 prósent fóru á yfirverði og 23,8 prósent undir ásettu verði, samkvæmt greiningu HMS. Töluverður munur er á verðbreytingum á sérbýli og fjölbýli, bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Á höfuðborgarsvæðinu hækkar sérbýli til að mynda um 24,8 prósent í júní en íbúðir í fjölbýli hækka um 15,9 prósent, miðað við tólf mánaða breytingu. Á landsbyggðinni hækkar fjölbýli talsvert minna en þó um 8,6 prósent og sérbýli um 20,3 prósent. Hækkunartaktur verðs sérbýlis á höfuðborgarsvæðinu hefur verið upp á við frá því í október 2019 en á landsbyggð hófst sama þróun í janúar 2020. Leiguverð byrjað að hækka á ný Annan mánuðinn í röð hækkar leiguverð á höfuðborgarsvæðinu á ársgrundvelli samkvæmt vísitölu HMS. Í júní mælist breytingin 1,5 prósent en 0,5 prósent í maímánuði. Leiguverð hefur víða lækkað í faraldrinum á sama tíma og dregið hefur úr skammtímaleigu til ferðamanna. Samkvæmt könnun Zenter hefur hlutfall þeirra sem telja hagstætt að leigja aldrei mælst eins hátt og nú. Hlutfallið hefur nánast tvöfaldast frá febrúar 2018, og farið úr 2,9 í 5,5 prósent. Mikil aukning er milli kannana á hlutfalli þeirra sem telja að lítið framboð sé af hentugu leiguhúsnæði fyrir þá og þeirra fjölskyldu, eða um níu prósentustig. Að sama skapi lækkar hlutfall þeirra sem telja það mikið. Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Sjá meira
Á síðustu mánuðum hafa árshækkanir íbúðaverðs tekið fram úr árshækkunum launa miðað við tólf mánaða breytingu. Fram kemur í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar að vísitala þjóðskrár fyrir íbúðaverð hafi hækkað um 16 prósent í júní miðað við sama mánuð í fyrra og vísitala HMS fyrir pöruð viðskipti um 13,3 prósent á meðan launavísitala Hagstofunnar hækkaði um 7,7 prósent. Árshækkanir íbúðaverðs voru nokkuð undir árshækkunum launa á árunum 2018 til 2020 og þar til í mars á þessu ári. Fjöldi kaupsamninga í nágrenni höfuðborgarsvæðisins í hæstu hæðum Einhver samdráttur hefur verið í fjölda kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu sem er nú kominn niður fyrir metfjöldann árið 2007. Í nágrenni höfuðborgarsvæðisins er fjöldinn enn í methæðum en annars staðar á landsbyggðinni er hann á pari við metárið 2007. Miðað við sama tímabil árið 2020 er fjöldi kaupsamninga á landinu öllu um 51 prósent meiri á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu HMS. Fleiri telja sig búa við húsnæðisöryggi Meðalsölutími íbúða á höfuðborgarsvæði heldur áfram að styttast og í júnímánuði mældist hann 37 dagar en í júní 2020 var hann 51 dagur. Á landsbyggð er meðalsölutíminn almennt lengri en í júní mældist hann 62 dagar. Á sama tíma í fyrra nam hann 89 dögum. Samkvæmt könnun Zenter fyrir HMS eykst hlutfall þeirra sem telja sig búa við húsnæðisöryggi á milli ára og mælist nú 91,9 prósent á móti 90,2 prósent í fyrra. Hlutfallið jókst talsvert á milli áranna 2019 og 2020 eða um sex prósentustig. Síðan í mars 2019 hefur hlutfall þeirra sem telja sig ekki búa við húsnæðisöryggi rúmlega helmingast. Mestu breytinguna má sjá á meðal leigjenda en árið 2019 sögðust 51 prósent leigjenda búa við húsnæðisöryggi en í ár mælist hlutfallið 66 prósent. Hlutfallslega fleiri íbúðir seljast á yfirverði Í júní seldust um 50,8 prósent af eldri íbúðum undir auglýstu verði á meðan 16,4 prósent seldust á auglýstu verði og 32,7 prósent seldust yfir auglýstu verði. Hlutföllin voru ekki með sama móti fyrir nýjar íbúðir þar sem 61,9 prósent seldust á auglýstu verði, 14,3 prósent fóru á yfirverði og 23,8 prósent undir ásettu verði, samkvæmt greiningu HMS. Töluverður munur er á verðbreytingum á sérbýli og fjölbýli, bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Á höfuðborgarsvæðinu hækkar sérbýli til að mynda um 24,8 prósent í júní en íbúðir í fjölbýli hækka um 15,9 prósent, miðað við tólf mánaða breytingu. Á landsbyggðinni hækkar fjölbýli talsvert minna en þó um 8,6 prósent og sérbýli um 20,3 prósent. Hækkunartaktur verðs sérbýlis á höfuðborgarsvæðinu hefur verið upp á við frá því í október 2019 en á landsbyggð hófst sama þróun í janúar 2020. Leiguverð byrjað að hækka á ný Annan mánuðinn í röð hækkar leiguverð á höfuðborgarsvæðinu á ársgrundvelli samkvæmt vísitölu HMS. Í júní mælist breytingin 1,5 prósent en 0,5 prósent í maímánuði. Leiguverð hefur víða lækkað í faraldrinum á sama tíma og dregið hefur úr skammtímaleigu til ferðamanna. Samkvæmt könnun Zenter hefur hlutfall þeirra sem telja hagstætt að leigja aldrei mælst eins hátt og nú. Hlutfallið hefur nánast tvöfaldast frá febrúar 2018, og farið úr 2,9 í 5,5 prósent. Mikil aukning er milli kannana á hlutfalli þeirra sem telja að lítið framboð sé af hentugu leiguhúsnæði fyrir þá og þeirra fjölskyldu, eða um níu prósentustig. Að sama skapi lækkar hlutfall þeirra sem telja það mikið.
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Sjá meira