Fimm nú á gjörgæslu og þar af tveir í öndunarvél Eiður Þór Árnason skrifar 11. ágúst 2021 14:33 Áfram fjölgar sjúklingum með Covid-19 á Landspítalanum. vísir/vilhelm Nú eru alls 29 sjúklingar inniliggjandi á Landspítalanum vegna Covid-19 og þar af fimm á gjörgæslu. Tveir þeirra eru í öndunarvél. Fjölgað hefur um einn á gjörgæslu og tvo á bráðadeildum frá klukkan 15 í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá farsóttanefnd Landspítala. Af fimm einstaklingum á gjörgæslu eru tveir óbólusettir. Sjö af 24 sjúklingum á bráðadeildum eru sömuleiðis óbólusettir en þeir sem eru í öndunarvél hafa hlotið bólusetningu. Alls hafa 63 sjúklingar lagst inn á Landspítalann með Covid-19 í fjórðu bylgju faraldursins. Um 40 prósent þeirra eru óbólusettir. Níu hafa þurft gjörgæslustuðning og eru fimm þeirra fullbólusettir. Spítalinn er áfram á hættustigi sem er annað af þremur viðbragðsstigum Landspítalans. Nú eru 1.383, þar af 303 börn, í eftirliti á Covid-göngudeild spítalans og hefur fækkað nokkuð. Einn er á rauðu en 42 einstaklingar flokkast gulir og þurfa nánara eftirlit. 20 starfsmenn spítalans eru með Covid-19, ellefu eru í sóttkví A og 69 í sóttkví C. Þórólfur fylgist vel með stöðunni á spítalanum Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti í gær til stæði að framlengja gildandi sóttvarnatakmarkanir innanlands um tvær vikur að tillögu sóttvarnalæknis. Verður 200 manna samkomubann og eins metra nálægðarregla því í gildi til og með 27. ágúst. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagt að hann fylgist nú vel með stöðunni á Landspítala og sé reiðubúinn að leggja til harðari aðgerðir innanlands ef faraldurinn reynist honum ofviða. „Ég held að við hefðum þurft að herða aðgerðir ef spítalinn telur að hann sé kominn á neyðarstig eða ráði ekki við það sem er að gerast, þá þarf sjálfsagt að herða. Þannig að ég held að þess vegna hafi kannski ekki verið ástæða til að fara í þær aðgerðir núna,“ sagði Þórólfur í samtali við fréttastofu í dag. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Hraðprófin komi ekki í veg fyrir sóttkví Sóttvarnalæknir segir ekki hafa verið tilefni til að létta á sóttvarnaaðgerðum miðað við fjölda smitaðra og með Landspítalinn á neyðarstigi. Stjórnvöld hafi því ekki haft annað val en að framlengja gildandi ráðstafanir um tvær vikur. 11. ágúst 2021 11:53 Minnst 84 greindust innanlands í gær Í gær greindust hið minnsta 84 einstaklingar innanlands með Covid-19. 60 voru utan sóttkvíar við greiningu. Eru nú 1.376 í einangrun og 1.755 í sóttkví hér á landi. 11. ágúst 2021 10:50 Tveir fullbólusettir bættust á gjörgæslu Þeim sem lagst hafa inn á gjörgæslu á Landspítalanum í þessari bylgju kórónuveirufaraldursins hefur fjölgað úr sex í átta í dag. Þetta má ráða úr tilkynningu sem spítalinn sendi frá sér í dag. 10. ágúst 2021 21:30 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Fjölgað hefur um einn á gjörgæslu og tvo á bráðadeildum frá klukkan 15 í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá farsóttanefnd Landspítala. Af fimm einstaklingum á gjörgæslu eru tveir óbólusettir. Sjö af 24 sjúklingum á bráðadeildum eru sömuleiðis óbólusettir en þeir sem eru í öndunarvél hafa hlotið bólusetningu. Alls hafa 63 sjúklingar lagst inn á Landspítalann með Covid-19 í fjórðu bylgju faraldursins. Um 40 prósent þeirra eru óbólusettir. Níu hafa þurft gjörgæslustuðning og eru fimm þeirra fullbólusettir. Spítalinn er áfram á hættustigi sem er annað af þremur viðbragðsstigum Landspítalans. Nú eru 1.383, þar af 303 börn, í eftirliti á Covid-göngudeild spítalans og hefur fækkað nokkuð. Einn er á rauðu en 42 einstaklingar flokkast gulir og þurfa nánara eftirlit. 20 starfsmenn spítalans eru með Covid-19, ellefu eru í sóttkví A og 69 í sóttkví C. Þórólfur fylgist vel með stöðunni á spítalanum Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti í gær til stæði að framlengja gildandi sóttvarnatakmarkanir innanlands um tvær vikur að tillögu sóttvarnalæknis. Verður 200 manna samkomubann og eins metra nálægðarregla því í gildi til og með 27. ágúst. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagt að hann fylgist nú vel með stöðunni á Landspítala og sé reiðubúinn að leggja til harðari aðgerðir innanlands ef faraldurinn reynist honum ofviða. „Ég held að við hefðum þurft að herða aðgerðir ef spítalinn telur að hann sé kominn á neyðarstig eða ráði ekki við það sem er að gerast, þá þarf sjálfsagt að herða. Þannig að ég held að þess vegna hafi kannski ekki verið ástæða til að fara í þær aðgerðir núna,“ sagði Þórólfur í samtali við fréttastofu í dag. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Hraðprófin komi ekki í veg fyrir sóttkví Sóttvarnalæknir segir ekki hafa verið tilefni til að létta á sóttvarnaaðgerðum miðað við fjölda smitaðra og með Landspítalinn á neyðarstigi. Stjórnvöld hafi því ekki haft annað val en að framlengja gildandi ráðstafanir um tvær vikur. 11. ágúst 2021 11:53 Minnst 84 greindust innanlands í gær Í gær greindust hið minnsta 84 einstaklingar innanlands með Covid-19. 60 voru utan sóttkvíar við greiningu. Eru nú 1.376 í einangrun og 1.755 í sóttkví hér á landi. 11. ágúst 2021 10:50 Tveir fullbólusettir bættust á gjörgæslu Þeim sem lagst hafa inn á gjörgæslu á Landspítalanum í þessari bylgju kórónuveirufaraldursins hefur fjölgað úr sex í átta í dag. Þetta má ráða úr tilkynningu sem spítalinn sendi frá sér í dag. 10. ágúst 2021 21:30 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Hraðprófin komi ekki í veg fyrir sóttkví Sóttvarnalæknir segir ekki hafa verið tilefni til að létta á sóttvarnaaðgerðum miðað við fjölda smitaðra og með Landspítalinn á neyðarstigi. Stjórnvöld hafi því ekki haft annað val en að framlengja gildandi ráðstafanir um tvær vikur. 11. ágúst 2021 11:53
Minnst 84 greindust innanlands í gær Í gær greindust hið minnsta 84 einstaklingar innanlands með Covid-19. 60 voru utan sóttkvíar við greiningu. Eru nú 1.376 í einangrun og 1.755 í sóttkví hér á landi. 11. ágúst 2021 10:50
Tveir fullbólusettir bættust á gjörgæslu Þeim sem lagst hafa inn á gjörgæslu á Landspítalanum í þessari bylgju kórónuveirufaraldursins hefur fjölgað úr sex í átta í dag. Þetta má ráða úr tilkynningu sem spítalinn sendi frá sér í dag. 10. ágúst 2021 21:30