Áhyggjufull vegna loftslagsbreytinga: „Aumingja barnabarnabarnabörnin mín“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. ágúst 2021 19:38 Fólk sem fréttastofa ræddi við hefur áhyggjur af hlýnun jarðar. visir Fólk sem fréttastofa ræddi við hefur áhyggjur af hlýnun jarðar. Sumir telja ríkisstjórnina ekki gera nóg og ein óttast að barnabarnabarnabörnin muni eiga slæma tíma á jörðinni. Ný og afdráttarlaus skýrsla Sameinuðu þjóðanna var kynnt í gær og segir einn höfunda tímann til þess að grípa til aðgerða vegna loftslagsbreytinga að renna okkur úr greipum. Skýrslan sýni þörfina á tafarlausum aðgerðum. Fréttastofa leit við í Nauthólsvík í dag og ræddi við fólk um hlýnun jarðar. Mesta vá sem komið hefur upp hjá mannkyninu Hefur þú áhyggjur af loftslagshlýnuninni? „Já það gera örugglega allir. Bráðnun jökla, jöklarnir hopa. Maður sér alveg muninn. Þó að ég sé bara rúmlega sextug þá sé ég muninn,“ sagði Kristín Guðmundsdóttir. „Já að sjálfsögðu geri ég það. Þetta er mesta vá sem hefur komið upp hjá mannkyninu og hún er af mannavöldum segja vísindamenn og ég trúi þeim,“ sagði Ólafur Hinrik Ragnarsson. Finnst þér stjórnvöld gera nóg til þess að bregðast við þessari vá? „Ég veit ekki hvort ég hafi einhverja skoðun á því,“ sagði Kristín. „Nei en ég gæti líka staðið mig betur líka, svona yfir höfuð,“ sagði Sigurður Páll Pálsson. „Ja þau mega gera betur, töluvert meira,“ sagði Ólafur Hinrik. Hugsar til barnabarnabarnabarnanna Hefur þú áhyggjur fyrir komandi kynslóðir? „Ég verð náttúrulega farin þá en aumingja barnabarnabarnabörnin mín. Þau eiga ekki góðan tíma ef þetta heldur svona áfram,“ sagði Kristín. Leggur þú eitthvað að mörkum? „Ekki af viti. Það er líka bara svo lítið sem ég get gert. Bara dropi í hafið,“ sagði Jón Rafn Hjálmarsson. „Já ég flokka allan úrgang, hjóla eins mikið og ég get og nota bílinn eins lítið og ég get,“ sagði Ólafur Hinrik. „Þetta snýst allt um peninga. Það er ekkert verið að pæla í því að redda sjónum eða jöklum. Það er bara money, money, money,“ sagði Jón Rafn. Loftslagsmál Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Sjá meira
Ný og afdráttarlaus skýrsla Sameinuðu þjóðanna var kynnt í gær og segir einn höfunda tímann til þess að grípa til aðgerða vegna loftslagsbreytinga að renna okkur úr greipum. Skýrslan sýni þörfina á tafarlausum aðgerðum. Fréttastofa leit við í Nauthólsvík í dag og ræddi við fólk um hlýnun jarðar. Mesta vá sem komið hefur upp hjá mannkyninu Hefur þú áhyggjur af loftslagshlýnuninni? „Já það gera örugglega allir. Bráðnun jökla, jöklarnir hopa. Maður sér alveg muninn. Þó að ég sé bara rúmlega sextug þá sé ég muninn,“ sagði Kristín Guðmundsdóttir. „Já að sjálfsögðu geri ég það. Þetta er mesta vá sem hefur komið upp hjá mannkyninu og hún er af mannavöldum segja vísindamenn og ég trúi þeim,“ sagði Ólafur Hinrik Ragnarsson. Finnst þér stjórnvöld gera nóg til þess að bregðast við þessari vá? „Ég veit ekki hvort ég hafi einhverja skoðun á því,“ sagði Kristín. „Nei en ég gæti líka staðið mig betur líka, svona yfir höfuð,“ sagði Sigurður Páll Pálsson. „Ja þau mega gera betur, töluvert meira,“ sagði Ólafur Hinrik. Hugsar til barnabarnabarnabarnanna Hefur þú áhyggjur fyrir komandi kynslóðir? „Ég verð náttúrulega farin þá en aumingja barnabarnabarnabörnin mín. Þau eiga ekki góðan tíma ef þetta heldur svona áfram,“ sagði Kristín. Leggur þú eitthvað að mörkum? „Ekki af viti. Það er líka bara svo lítið sem ég get gert. Bara dropi í hafið,“ sagði Jón Rafn Hjálmarsson. „Já ég flokka allan úrgang, hjóla eins mikið og ég get og nota bílinn eins lítið og ég get,“ sagði Ólafur Hinrik. „Þetta snýst allt um peninga. Það er ekkert verið að pæla í því að redda sjónum eða jöklum. Það er bara money, money, money,“ sagði Jón Rafn.
Loftslagsmál Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Sjá meira