Kári segir böðin og ræktina ekki það sem muni bjarga Nökkva Fjalari Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. ágúst 2021 17:32 Nökkvi Fjalar segir það sína samfélagslegu ábyrgð að sinna heilsu sinni. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur ekki að líkamsrækt, dagbókarskrif og köld böð geti minnkað líkurnar á því að smitast af kórónuveirunni. Þessir hlutir eru meðal þess sem athafnamaðurinn og áhrifavaldurinn Nökkvi Fjalar Orrason hefur nefnt sem atriði sem hann telur hjálpa sér að viðhalda góðu líferni og verjast smiti og veikindum. Nökkvi birti á dögunum færslu á Facebook þar sem þetta kom fram, í kjölfar harðrar gagnrýni sem hann fékk á sig fyrir að hafa ekki látið bólusetja sig við kórónuveirunni. Dæmi um að hraustustu menn hafi dáið „Ég er nokkuð viss um að hann hefur enga trú á þessu sjálfur,“ sagði Kári í Pallborðinu á Vísi í dag, þar sem hann ræddi stöðu faraldursins hér á landi. „Mjög hraustur ungur maður er með tiltölulega litlar líkur á því að verða illa lasinn ef hann smitast, en þó eru þess dæmi að mjög hraustir, ungir menn, menn í alveg toppformi, hafa látist af þessari pest,“ sagði Kári. Hann kvaðst vona að Nökkvi slyppi við veikindi, smitaðist hann af veirunni, og sagðist þykja vænt um hann. „Mér finnst hann tala dálítið ógætilega þegar kemur að þessu máli.“ Ungur aldur og sterkt ónæmiskerfi mun áhrifaríkara Í færslunni segist Nökkvi hafa orðið fyrir mikilli gagnrýni eftir að hann greindi frá því á Instagram að hann hafi ákveðið að „kýla ekki á bólusetningu“ í þetta skiptið. Sagðist hann hafa lesið sér til um málið og hann teldi það sína samfélagslegu ábyrgð að sinna ávallt heilsu sinni. Sjá einnig: Auddi skýtur á Nökkva Fjalar fyrir að vilja ekki bólusetningu Aðspurður sagðist Kári ekki telja að dagbókarskrifin, og önnur atriði sem Nökkvi nefnir í færslu sinni, muni hjálpa til við að verjast smiti eða veikindum. „Ég er voða hræddur um að meira að segja öll þessi líkamsrækt, öll þessi böð og tærar, fínar, flottar hugsanir, að þær komi ekki til með að bjarga honum ef hann smitast. Það sem gæti bjargað honum er að hann er mjög ungur, með kraftmikið ónæmiskerfi,“ sagði Kári. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pallborðið Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fleiri fréttir Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Sjá meira
Þessir hlutir eru meðal þess sem athafnamaðurinn og áhrifavaldurinn Nökkvi Fjalar Orrason hefur nefnt sem atriði sem hann telur hjálpa sér að viðhalda góðu líferni og verjast smiti og veikindum. Nökkvi birti á dögunum færslu á Facebook þar sem þetta kom fram, í kjölfar harðrar gagnrýni sem hann fékk á sig fyrir að hafa ekki látið bólusetja sig við kórónuveirunni. Dæmi um að hraustustu menn hafi dáið „Ég er nokkuð viss um að hann hefur enga trú á þessu sjálfur,“ sagði Kári í Pallborðinu á Vísi í dag, þar sem hann ræddi stöðu faraldursins hér á landi. „Mjög hraustur ungur maður er með tiltölulega litlar líkur á því að verða illa lasinn ef hann smitast, en þó eru þess dæmi að mjög hraustir, ungir menn, menn í alveg toppformi, hafa látist af þessari pest,“ sagði Kári. Hann kvaðst vona að Nökkvi slyppi við veikindi, smitaðist hann af veirunni, og sagðist þykja vænt um hann. „Mér finnst hann tala dálítið ógætilega þegar kemur að þessu máli.“ Ungur aldur og sterkt ónæmiskerfi mun áhrifaríkara Í færslunni segist Nökkvi hafa orðið fyrir mikilli gagnrýni eftir að hann greindi frá því á Instagram að hann hafi ákveðið að „kýla ekki á bólusetningu“ í þetta skiptið. Sagðist hann hafa lesið sér til um málið og hann teldi það sína samfélagslegu ábyrgð að sinna ávallt heilsu sinni. Sjá einnig: Auddi skýtur á Nökkva Fjalar fyrir að vilja ekki bólusetningu Aðspurður sagðist Kári ekki telja að dagbókarskrifin, og önnur atriði sem Nökkvi nefnir í færslu sinni, muni hjálpa til við að verjast smiti eða veikindum. „Ég er voða hræddur um að meira að segja öll þessi líkamsrækt, öll þessi böð og tærar, fínar, flottar hugsanir, að þær komi ekki til með að bjarga honum ef hann smitast. Það sem gæti bjargað honum er að hann er mjög ungur, með kraftmikið ónæmiskerfi,“ sagði Kári.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pallborðið Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fleiri fréttir Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Sjá meira