Hátt í hundrað fjölskyldur þurft í verndarsóttkví og foreldrar tekjulausir Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. ágúst 2021 11:55 Árný Ingvarsdóttir er framkvæmdastjóri Umhyggju, félags langveikra barna. aðsend Hátt í hundrað fjölskyldur langveikra barna hafa þurft í verndarsóttkví vegna faraldursins. Þetta segir framkvæmdastjóri Umhyggju sem segir jafnframt að vegna þessa hafi foreldrar verið tekjulausir um tíma þar sem frítökuréttur þessa hóps sé af skornum skammti. Árný Ingvarsdóttir, framkvæmdastjóri Umhyggju, félags langveikra barna, segir stöðu foreldra langveikra barna hafa versnað í faraldri kórónuveirunnar. Hinn almenni borgari sé ekki jafn varkár lengur og þar af leiðandi sé staðan erfiðari fyrir þennan hóp. Hún segir að margar fjölskyldur hafi þurft að loka sig af til þess að vernda börn sín og að tugir ef ekki hundrað fjölskyldur hafi þurft í verndarsóttkví. „Það er svo margt annað sem spilar þarna inn í. Þarna erum við með börn sem eru með mjög miklar þjónustuþarfir og það gefur augaleið að þegar það eru mörg smit í samfélaginu. Þegar fólk er að fara í sóttkví, einangranir og annað, þá er ég að tala um starfsfólkið, að þá eru fjölskyldur komnar í mjög, mjög þrönga stöðu,“ sagði Árný í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Framan af hafi verið mikil samstaða í þjóðfélaginu um að vernda viðkvæma hópa. „Núna finnst mér kominn annar tónn í. Það er talað um það að nú eigi að lifa lífinu og koma öllu í nokkuð eðlilegt horf. Sem er eðlilegt að við viljum öll. En um leið eigi að vernda viðkvæma hópa og ég spyr hvernig eigi að gera það, ef ekki með þessu samstillta átaki? Endar það þá ekki með því að þetta fólk þarf að loka sig enn frekar af?“ Segir þennan hóp ekki með í umræðunni Þá segir hún að foreldrar hafi verið tekjulausir þar sem þeir hafi þurft að vera mikið heima með börnum í faraldrinum og löngu búnir með allan frítökurétt. „Það eina sem hefur verið lagt fram fjárhagslega er eingreiðsla upp á að hámarki um þrjátíu þúsund krónur þarna í fyrravor. Þannig já, ég upplifi það að þessi hópur sé ekki alveg með i þessari umræðu, sérstaklega varðandi framhaldið.“ Hún vill að gripið verði í taumana og að beðið verði með yfirlýsingar um að lifa með ástandinu þar til búið sé að bólusetja skólabörn og þau sem fengu Janssen og þurfa örvunarskammt. Á meðan þurfi að skipuleggja hvernig styðja eigi við þessar fjölskyldur. „Við erum búin að vera í þessu það lengi að það væri ótrúlega súrt að sá það að allt færi hér af stað og þessi hópur yrði enn verr settur.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Árný Ingvarsdóttir, framkvæmdastjóri Umhyggju, félags langveikra barna, segir stöðu foreldra langveikra barna hafa versnað í faraldri kórónuveirunnar. Hinn almenni borgari sé ekki jafn varkár lengur og þar af leiðandi sé staðan erfiðari fyrir þennan hóp. Hún segir að margar fjölskyldur hafi þurft að loka sig af til þess að vernda börn sín og að tugir ef ekki hundrað fjölskyldur hafi þurft í verndarsóttkví. „Það er svo margt annað sem spilar þarna inn í. Þarna erum við með börn sem eru með mjög miklar þjónustuþarfir og það gefur augaleið að þegar það eru mörg smit í samfélaginu. Þegar fólk er að fara í sóttkví, einangranir og annað, þá er ég að tala um starfsfólkið, að þá eru fjölskyldur komnar í mjög, mjög þrönga stöðu,“ sagði Árný í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Framan af hafi verið mikil samstaða í þjóðfélaginu um að vernda viðkvæma hópa. „Núna finnst mér kominn annar tónn í. Það er talað um það að nú eigi að lifa lífinu og koma öllu í nokkuð eðlilegt horf. Sem er eðlilegt að við viljum öll. En um leið eigi að vernda viðkvæma hópa og ég spyr hvernig eigi að gera það, ef ekki með þessu samstillta átaki? Endar það þá ekki með því að þetta fólk þarf að loka sig enn frekar af?“ Segir þennan hóp ekki með í umræðunni Þá segir hún að foreldrar hafi verið tekjulausir þar sem þeir hafi þurft að vera mikið heima með börnum í faraldrinum og löngu búnir með allan frítökurétt. „Það eina sem hefur verið lagt fram fjárhagslega er eingreiðsla upp á að hámarki um þrjátíu þúsund krónur þarna í fyrravor. Þannig já, ég upplifi það að þessi hópur sé ekki alveg með i þessari umræðu, sérstaklega varðandi framhaldið.“ Hún vill að gripið verði í taumana og að beðið verði með yfirlýsingar um að lifa með ástandinu þar til búið sé að bólusetja skólabörn og þau sem fengu Janssen og þurfa örvunarskammt. Á meðan þurfi að skipuleggja hvernig styðja eigi við þessar fjölskyldur. „Við erum búin að vera í þessu það lengi að það væri ótrúlega súrt að sá það að allt færi hér af stað og þessi hópur yrði enn verr settur.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira