Stærsti eldurinn í sögu Kaliforníu Samúel Karl Ólason skrifar 8. ágúst 2021 14:22 Dixie-eldurinn hefur brennt minnst 1.813 ferkílómetra svæði í Kaliforníu. Alls loga 107 gróðureldar í fjórtán ríkjum Bandaríkjanna. AP/Noah Berger Dixie-eldurinn svokallaði, sem valdið hefur gífurlegu tjóni í Kaliforníu er orðinn stærsti staki gróðureldur í skráðri sögu ríkisins. Gróðureldurinn hefur logað í 23 daga en köld nótt virðist hafa hægt á útbreiðslu hans. Eldurinn hefur brennt minnst 1.813 ferkílómetra svæði en samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar telja slökkviliðsmenn sig einungis hafa stjórn á rétt rúmum fimmtungi hans. Fjögurra er saknað á svæðinu sem eldurinn hefur farið yfir. Talið er að Dixie-eldurinn hafi kviknað þegar tré féll á raflínur en það hefur ekki verið staðfest. Hann kviknaði nokkrum kílómetrum frá upphafsstað Camp-eldsins svokallaða sem kviknaði árið 2018. Sá eldur er sá mannskæðasti sem kviknað hefur í Kaliforníu og sá eldur sem olli mestu tjóni, samkvæmt frétt Politico. Sjá einnig: Mun fleiri saknað en áður var talið Dixie eldurinn brenndi bæinn Greenville til kaldra kola í vikunni. Þar brunnu minnst 370 heimili og aðrar byggingar og eldurinn ógnar um fjórtán þúsund byggingum til viðbótar. AP segir eldtímabil ársins stefna í að verða verra en tímabilið í fyrra, sem var það versta í skráðri sögu Kaliforníu. Í Bandaríkjunum brenna nú 107 gróðureldar í fjórtán ríkjum. Þurrkar, hitabylgjur og veðurfarsbreytingar af mannavöldum hafa gert gróðurelda erfiðari viðeignar í Bandaríkjunum og víðar. Vísindamenn segja að vesturhluti Bandaríkjanna hafi orðið hlýrri og þurrari á síðustu áratugum og það geri öfgar í veðurfari algengari og gróðurelda stærri og umfangsmeiri. Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, heimsótti rústir Greenville í dag. VIDEO: California Governor Gavin Newsom visits the burned remains of #Greenville in the state's north after the #DixieFire, the largest active wildfire in the US, left the town charred and in ruins pic.twitter.com/MQQigtJ1mc— AFP News Agency (@AFP) August 8, 2021 Bandaríkin Gróðureldar í Kaliforníu Umhverfismál Tengdar fréttir Tveir handteknir fyrir að kveikja vísvitandi elda á Grikklandi Sumrinu á Grikklandi hefur verið líkt og martröð af forsætisráðherra landsins. Gróðureldar hafa leikið landið grátt í einhverri verstu hitabylgju sem gengið hefur yfir Grikkland á síðustu áratugum. 8. ágúst 2021 12:45 „Hvert eigum við að fara?“ Þúsundum íbúa og ferðamanna í grennd við Aþenu, höfuðborg Grikklands, hefur verið skipað að yfirgefa heimili sín og dvalarstaði vegna mikilla gróðureldra sem þar geisa. 7. ágúst 2021 20:27 Telja hringrás í Atlantshafi óstöðuga vegna hnattrænnar hlýnunar Vísbendingar eru um að lykilhringrás sjávar í Atlantshafinu hafi hægt á sér og ekki er loku fyrir það skotið að hún gæti stöðvast alveg haldi hnattræn hlýnun áfram að raska jafnvægi hafsins. Það hefði gríðarlega áhrif á veðurfar víða um heim, þar á meðal á Íslandi. 6. ágúst 2021 23:47 Hamfararigningar í kjölfar hitabylgju og þurrks í Norður-Kóreu Hamfararigningar og flóð hafa valdið miklu tjóni í Norður-Kóreu. Minnst ellefu hundruð heimili hafa skemmst og þúsundir hafa þurft að flýja undan flóðum. Þá hafa miklar skemmdir orðið á ræktunarlandi, vegum og brúm. 6. ágúst 2021 11:03 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Fleiri fréttir Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Sjá meira
Eldurinn hefur brennt minnst 1.813 ferkílómetra svæði en samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar telja slökkviliðsmenn sig einungis hafa stjórn á rétt rúmum fimmtungi hans. Fjögurra er saknað á svæðinu sem eldurinn hefur farið yfir. Talið er að Dixie-eldurinn hafi kviknað þegar tré féll á raflínur en það hefur ekki verið staðfest. Hann kviknaði nokkrum kílómetrum frá upphafsstað Camp-eldsins svokallaða sem kviknaði árið 2018. Sá eldur er sá mannskæðasti sem kviknað hefur í Kaliforníu og sá eldur sem olli mestu tjóni, samkvæmt frétt Politico. Sjá einnig: Mun fleiri saknað en áður var talið Dixie eldurinn brenndi bæinn Greenville til kaldra kola í vikunni. Þar brunnu minnst 370 heimili og aðrar byggingar og eldurinn ógnar um fjórtán þúsund byggingum til viðbótar. AP segir eldtímabil ársins stefna í að verða verra en tímabilið í fyrra, sem var það versta í skráðri sögu Kaliforníu. Í Bandaríkjunum brenna nú 107 gróðureldar í fjórtán ríkjum. Þurrkar, hitabylgjur og veðurfarsbreytingar af mannavöldum hafa gert gróðurelda erfiðari viðeignar í Bandaríkjunum og víðar. Vísindamenn segja að vesturhluti Bandaríkjanna hafi orðið hlýrri og þurrari á síðustu áratugum og það geri öfgar í veðurfari algengari og gróðurelda stærri og umfangsmeiri. Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, heimsótti rústir Greenville í dag. VIDEO: California Governor Gavin Newsom visits the burned remains of #Greenville in the state's north after the #DixieFire, the largest active wildfire in the US, left the town charred and in ruins pic.twitter.com/MQQigtJ1mc— AFP News Agency (@AFP) August 8, 2021
Bandaríkin Gróðureldar í Kaliforníu Umhverfismál Tengdar fréttir Tveir handteknir fyrir að kveikja vísvitandi elda á Grikklandi Sumrinu á Grikklandi hefur verið líkt og martröð af forsætisráðherra landsins. Gróðureldar hafa leikið landið grátt í einhverri verstu hitabylgju sem gengið hefur yfir Grikkland á síðustu áratugum. 8. ágúst 2021 12:45 „Hvert eigum við að fara?“ Þúsundum íbúa og ferðamanna í grennd við Aþenu, höfuðborg Grikklands, hefur verið skipað að yfirgefa heimili sín og dvalarstaði vegna mikilla gróðureldra sem þar geisa. 7. ágúst 2021 20:27 Telja hringrás í Atlantshafi óstöðuga vegna hnattrænnar hlýnunar Vísbendingar eru um að lykilhringrás sjávar í Atlantshafinu hafi hægt á sér og ekki er loku fyrir það skotið að hún gæti stöðvast alveg haldi hnattræn hlýnun áfram að raska jafnvægi hafsins. Það hefði gríðarlega áhrif á veðurfar víða um heim, þar á meðal á Íslandi. 6. ágúst 2021 23:47 Hamfararigningar í kjölfar hitabylgju og þurrks í Norður-Kóreu Hamfararigningar og flóð hafa valdið miklu tjóni í Norður-Kóreu. Minnst ellefu hundruð heimili hafa skemmst og þúsundir hafa þurft að flýja undan flóðum. Þá hafa miklar skemmdir orðið á ræktunarlandi, vegum og brúm. 6. ágúst 2021 11:03 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Fleiri fréttir Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Sjá meira
Tveir handteknir fyrir að kveikja vísvitandi elda á Grikklandi Sumrinu á Grikklandi hefur verið líkt og martröð af forsætisráðherra landsins. Gróðureldar hafa leikið landið grátt í einhverri verstu hitabylgju sem gengið hefur yfir Grikkland á síðustu áratugum. 8. ágúst 2021 12:45
„Hvert eigum við að fara?“ Þúsundum íbúa og ferðamanna í grennd við Aþenu, höfuðborg Grikklands, hefur verið skipað að yfirgefa heimili sín og dvalarstaði vegna mikilla gróðureldra sem þar geisa. 7. ágúst 2021 20:27
Telja hringrás í Atlantshafi óstöðuga vegna hnattrænnar hlýnunar Vísbendingar eru um að lykilhringrás sjávar í Atlantshafinu hafi hægt á sér og ekki er loku fyrir það skotið að hún gæti stöðvast alveg haldi hnattræn hlýnun áfram að raska jafnvægi hafsins. Það hefði gríðarlega áhrif á veðurfar víða um heim, þar á meðal á Íslandi. 6. ágúst 2021 23:47
Hamfararigningar í kjölfar hitabylgju og þurrks í Norður-Kóreu Hamfararigningar og flóð hafa valdið miklu tjóni í Norður-Kóreu. Minnst ellefu hundruð heimili hafa skemmst og þúsundir hafa þurft að flýja undan flóðum. Þá hafa miklar skemmdir orðið á ræktunarlandi, vegum og brúm. 6. ágúst 2021 11:03