Stærsti eldurinn í sögu Kaliforníu Samúel Karl Ólason skrifar 8. ágúst 2021 14:22 Dixie-eldurinn hefur brennt minnst 1.813 ferkílómetra svæði í Kaliforníu. Alls loga 107 gróðureldar í fjórtán ríkjum Bandaríkjanna. AP/Noah Berger Dixie-eldurinn svokallaði, sem valdið hefur gífurlegu tjóni í Kaliforníu er orðinn stærsti staki gróðureldur í skráðri sögu ríkisins. Gróðureldurinn hefur logað í 23 daga en köld nótt virðist hafa hægt á útbreiðslu hans. Eldurinn hefur brennt minnst 1.813 ferkílómetra svæði en samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar telja slökkviliðsmenn sig einungis hafa stjórn á rétt rúmum fimmtungi hans. Fjögurra er saknað á svæðinu sem eldurinn hefur farið yfir. Talið er að Dixie-eldurinn hafi kviknað þegar tré féll á raflínur en það hefur ekki verið staðfest. Hann kviknaði nokkrum kílómetrum frá upphafsstað Camp-eldsins svokallaða sem kviknaði árið 2018. Sá eldur er sá mannskæðasti sem kviknað hefur í Kaliforníu og sá eldur sem olli mestu tjóni, samkvæmt frétt Politico. Sjá einnig: Mun fleiri saknað en áður var talið Dixie eldurinn brenndi bæinn Greenville til kaldra kola í vikunni. Þar brunnu minnst 370 heimili og aðrar byggingar og eldurinn ógnar um fjórtán þúsund byggingum til viðbótar. AP segir eldtímabil ársins stefna í að verða verra en tímabilið í fyrra, sem var það versta í skráðri sögu Kaliforníu. Í Bandaríkjunum brenna nú 107 gróðureldar í fjórtán ríkjum. Þurrkar, hitabylgjur og veðurfarsbreytingar af mannavöldum hafa gert gróðurelda erfiðari viðeignar í Bandaríkjunum og víðar. Vísindamenn segja að vesturhluti Bandaríkjanna hafi orðið hlýrri og þurrari á síðustu áratugum og það geri öfgar í veðurfari algengari og gróðurelda stærri og umfangsmeiri. Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, heimsótti rústir Greenville í dag. VIDEO: California Governor Gavin Newsom visits the burned remains of #Greenville in the state's north after the #DixieFire, the largest active wildfire in the US, left the town charred and in ruins pic.twitter.com/MQQigtJ1mc— AFP News Agency (@AFP) August 8, 2021 Bandaríkin Gróðureldar í Kaliforníu Umhverfismál Tengdar fréttir Tveir handteknir fyrir að kveikja vísvitandi elda á Grikklandi Sumrinu á Grikklandi hefur verið líkt og martröð af forsætisráðherra landsins. Gróðureldar hafa leikið landið grátt í einhverri verstu hitabylgju sem gengið hefur yfir Grikkland á síðustu áratugum. 8. ágúst 2021 12:45 „Hvert eigum við að fara?“ Þúsundum íbúa og ferðamanna í grennd við Aþenu, höfuðborg Grikklands, hefur verið skipað að yfirgefa heimili sín og dvalarstaði vegna mikilla gróðureldra sem þar geisa. 7. ágúst 2021 20:27 Telja hringrás í Atlantshafi óstöðuga vegna hnattrænnar hlýnunar Vísbendingar eru um að lykilhringrás sjávar í Atlantshafinu hafi hægt á sér og ekki er loku fyrir það skotið að hún gæti stöðvast alveg haldi hnattræn hlýnun áfram að raska jafnvægi hafsins. Það hefði gríðarlega áhrif á veðurfar víða um heim, þar á meðal á Íslandi. 6. ágúst 2021 23:47 Hamfararigningar í kjölfar hitabylgju og þurrks í Norður-Kóreu Hamfararigningar og flóð hafa valdið miklu tjóni í Norður-Kóreu. Minnst ellefu hundruð heimili hafa skemmst og þúsundir hafa þurft að flýja undan flóðum. Þá hafa miklar skemmdir orðið á ræktunarlandi, vegum og brúm. 6. ágúst 2021 11:03 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Fleiri fréttir Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Sjá meira
Eldurinn hefur brennt minnst 1.813 ferkílómetra svæði en samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar telja slökkviliðsmenn sig einungis hafa stjórn á rétt rúmum fimmtungi hans. Fjögurra er saknað á svæðinu sem eldurinn hefur farið yfir. Talið er að Dixie-eldurinn hafi kviknað þegar tré féll á raflínur en það hefur ekki verið staðfest. Hann kviknaði nokkrum kílómetrum frá upphafsstað Camp-eldsins svokallaða sem kviknaði árið 2018. Sá eldur er sá mannskæðasti sem kviknað hefur í Kaliforníu og sá eldur sem olli mestu tjóni, samkvæmt frétt Politico. Sjá einnig: Mun fleiri saknað en áður var talið Dixie eldurinn brenndi bæinn Greenville til kaldra kola í vikunni. Þar brunnu minnst 370 heimili og aðrar byggingar og eldurinn ógnar um fjórtán þúsund byggingum til viðbótar. AP segir eldtímabil ársins stefna í að verða verra en tímabilið í fyrra, sem var það versta í skráðri sögu Kaliforníu. Í Bandaríkjunum brenna nú 107 gróðureldar í fjórtán ríkjum. Þurrkar, hitabylgjur og veðurfarsbreytingar af mannavöldum hafa gert gróðurelda erfiðari viðeignar í Bandaríkjunum og víðar. Vísindamenn segja að vesturhluti Bandaríkjanna hafi orðið hlýrri og þurrari á síðustu áratugum og það geri öfgar í veðurfari algengari og gróðurelda stærri og umfangsmeiri. Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, heimsótti rústir Greenville í dag. VIDEO: California Governor Gavin Newsom visits the burned remains of #Greenville in the state's north after the #DixieFire, the largest active wildfire in the US, left the town charred and in ruins pic.twitter.com/MQQigtJ1mc— AFP News Agency (@AFP) August 8, 2021
Bandaríkin Gróðureldar í Kaliforníu Umhverfismál Tengdar fréttir Tveir handteknir fyrir að kveikja vísvitandi elda á Grikklandi Sumrinu á Grikklandi hefur verið líkt og martröð af forsætisráðherra landsins. Gróðureldar hafa leikið landið grátt í einhverri verstu hitabylgju sem gengið hefur yfir Grikkland á síðustu áratugum. 8. ágúst 2021 12:45 „Hvert eigum við að fara?“ Þúsundum íbúa og ferðamanna í grennd við Aþenu, höfuðborg Grikklands, hefur verið skipað að yfirgefa heimili sín og dvalarstaði vegna mikilla gróðureldra sem þar geisa. 7. ágúst 2021 20:27 Telja hringrás í Atlantshafi óstöðuga vegna hnattrænnar hlýnunar Vísbendingar eru um að lykilhringrás sjávar í Atlantshafinu hafi hægt á sér og ekki er loku fyrir það skotið að hún gæti stöðvast alveg haldi hnattræn hlýnun áfram að raska jafnvægi hafsins. Það hefði gríðarlega áhrif á veðurfar víða um heim, þar á meðal á Íslandi. 6. ágúst 2021 23:47 Hamfararigningar í kjölfar hitabylgju og þurrks í Norður-Kóreu Hamfararigningar og flóð hafa valdið miklu tjóni í Norður-Kóreu. Minnst ellefu hundruð heimili hafa skemmst og þúsundir hafa þurft að flýja undan flóðum. Þá hafa miklar skemmdir orðið á ræktunarlandi, vegum og brúm. 6. ágúst 2021 11:03 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Fleiri fréttir Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Sjá meira
Tveir handteknir fyrir að kveikja vísvitandi elda á Grikklandi Sumrinu á Grikklandi hefur verið líkt og martröð af forsætisráðherra landsins. Gróðureldar hafa leikið landið grátt í einhverri verstu hitabylgju sem gengið hefur yfir Grikkland á síðustu áratugum. 8. ágúst 2021 12:45
„Hvert eigum við að fara?“ Þúsundum íbúa og ferðamanna í grennd við Aþenu, höfuðborg Grikklands, hefur verið skipað að yfirgefa heimili sín og dvalarstaði vegna mikilla gróðureldra sem þar geisa. 7. ágúst 2021 20:27
Telja hringrás í Atlantshafi óstöðuga vegna hnattrænnar hlýnunar Vísbendingar eru um að lykilhringrás sjávar í Atlantshafinu hafi hægt á sér og ekki er loku fyrir það skotið að hún gæti stöðvast alveg haldi hnattræn hlýnun áfram að raska jafnvægi hafsins. Það hefði gríðarlega áhrif á veðurfar víða um heim, þar á meðal á Íslandi. 6. ágúst 2021 23:47
Hamfararigningar í kjölfar hitabylgju og þurrks í Norður-Kóreu Hamfararigningar og flóð hafa valdið miklu tjóni í Norður-Kóreu. Minnst ellefu hundruð heimili hafa skemmst og þúsundir hafa þurft að flýja undan flóðum. Þá hafa miklar skemmdir orðið á ræktunarlandi, vegum og brúm. 6. ágúst 2021 11:03