„Við erum frekar að fylgja svartsýnni spánni“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. ágúst 2021 18:42 Már Kristjánsson er yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans. Vísir/Vilhelm Staðan á Landspítalanum er heldur tekin að líkjast svartsýnni hluta spálíkans um innlagnir og sjúklinga á gjörgæslu, að mati yfirlæknis. Landspítalinn áætlar að um fimm þúsund manns muni smitast af kórónuveirunni á næstu sex vikum. Nú liggur 21 inni á spítala með kórónuveiruna. Það er sami fjöldi og myndi leggjast inn á spítalann síðar í þessum mánuði þegar mest léti, samkvæmt spálíkani sem Landspítalinn styðst við. Samkvæmt svartsýnni spá líkansins næði sá fjöldi hins vegar upp í 30 síðar í þessum mánuði. Líklegur fjöldi innlagna á legudeild á næstunni, borinn saman við svartsýna spá.Vísir/Ragnar Að sama skapi gerir líkanið ráð fyrir tveimur sjúklingum á gjörgæslu, líkt og raunin er nú. Svartsýnni spáin gerir hins vegar ráð fyrir allt upp í sex inniliggjandi á gjörgæslu á sama tíma. Líkleg spá fyrir gjörgæsluinnlagnir gerir ráð fyrir tveimur sjúklingum inni á deildinni á sama tíma. Sú svartsýna er þreföld á við það.Vísir/Ragnar Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans, segir þó ýmsar breytur geta haft áhrif á stöðuna. Til að mynda aldurssamsetning og bólusetningarstaða þeirra þúsunda sem áætlað er að muni smitast, en í líkaninu er ekki gerður greinarmunur á bólusettum og óbólusettum, þar sem gögn til þess liggja ekki fyrir að svo stöddu. „Það sem við erum að sjá núna er að við erum frekar að fylgja svartsýnni spánni,“ segir Már. Már segir líkanið geta verið gagnlegt til þess að leggja einhverskonar mat á mögulegan fjölda innlagna. Aðspurður um getu spítalans til að takast á við fjölda innlagna segir Már það vera afstætt hugtak. Sjúklingum sé alltaf forgangsraðað eftir alvarleika veikinda. „Ef það er ekki hægt að sinna öllum þá líður einhver fyrir það. Hvort maður eigi að túlka það þannig að spítalinn „þoli það ekki“ er síðan svolítið annað mál,“ segir Már. Hann segir um fjögur hundruð bráðapláss til staðar á spítalanum. „Það fer þá bara eftir því hvað við fyllum mikið af þeim hverjir þyrftu þá að víkja.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Ástandið á Landspítala hafi versnað Læknaráð Landspítala skorar á stjórnvöld að slá skjaldborg um starfsemi spítalans. Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknaráðs, sendi frá sér ályktun í dag fyrir hönd stjórnar Læknaráðs vegna alvarlegrar stöðu spítalans í fimmtu bylgju Covid-19 faraldursins 7. ágúst 2021 16:48 Heilbrigðisstofnun Suðurlands hleypur undir bagga með Landspítalanum Þrátt fyrir mikið álag á Heilbrigðisstofnun Suðurlands verða sjúklingar á Landspítalanum meðal annars fluttir á sjúkrahúsið á Selfossi til að létta á álagi á spítalanum. Tíu til fimmtán auka rúmum verður komið fyrir, meðal annars á fæðingardeildinni. 7. ágúst 2021 13:55 Kannast ekki við skort á framleiðni á Landspítalanum Forstjóri Landspítalans kannast ekki við að nokkuð vanti upp á framleiðni á spítalanum. Fjármálaráðherra setta spurningarmerki við framleiðni spítalans eftir að ríkisstjórnin tilkynnti um aðgerðir til þess að koma til móts við álag þar. 6. ágúst 2021 20:26 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Nú liggur 21 inni á spítala með kórónuveiruna. Það er sami fjöldi og myndi leggjast inn á spítalann síðar í þessum mánuði þegar mest léti, samkvæmt spálíkani sem Landspítalinn styðst við. Samkvæmt svartsýnni spá líkansins næði sá fjöldi hins vegar upp í 30 síðar í þessum mánuði. Líklegur fjöldi innlagna á legudeild á næstunni, borinn saman við svartsýna spá.Vísir/Ragnar Að sama skapi gerir líkanið ráð fyrir tveimur sjúklingum á gjörgæslu, líkt og raunin er nú. Svartsýnni spáin gerir hins vegar ráð fyrir allt upp í sex inniliggjandi á gjörgæslu á sama tíma. Líkleg spá fyrir gjörgæsluinnlagnir gerir ráð fyrir tveimur sjúklingum inni á deildinni á sama tíma. Sú svartsýna er þreföld á við það.Vísir/Ragnar Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans, segir þó ýmsar breytur geta haft áhrif á stöðuna. Til að mynda aldurssamsetning og bólusetningarstaða þeirra þúsunda sem áætlað er að muni smitast, en í líkaninu er ekki gerður greinarmunur á bólusettum og óbólusettum, þar sem gögn til þess liggja ekki fyrir að svo stöddu. „Það sem við erum að sjá núna er að við erum frekar að fylgja svartsýnni spánni,“ segir Már. Már segir líkanið geta verið gagnlegt til þess að leggja einhverskonar mat á mögulegan fjölda innlagna. Aðspurður um getu spítalans til að takast á við fjölda innlagna segir Már það vera afstætt hugtak. Sjúklingum sé alltaf forgangsraðað eftir alvarleika veikinda. „Ef það er ekki hægt að sinna öllum þá líður einhver fyrir það. Hvort maður eigi að túlka það þannig að spítalinn „þoli það ekki“ er síðan svolítið annað mál,“ segir Már. Hann segir um fjögur hundruð bráðapláss til staðar á spítalanum. „Það fer þá bara eftir því hvað við fyllum mikið af þeim hverjir þyrftu þá að víkja.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Ástandið á Landspítala hafi versnað Læknaráð Landspítala skorar á stjórnvöld að slá skjaldborg um starfsemi spítalans. Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknaráðs, sendi frá sér ályktun í dag fyrir hönd stjórnar Læknaráðs vegna alvarlegrar stöðu spítalans í fimmtu bylgju Covid-19 faraldursins 7. ágúst 2021 16:48 Heilbrigðisstofnun Suðurlands hleypur undir bagga með Landspítalanum Þrátt fyrir mikið álag á Heilbrigðisstofnun Suðurlands verða sjúklingar á Landspítalanum meðal annars fluttir á sjúkrahúsið á Selfossi til að létta á álagi á spítalanum. Tíu til fimmtán auka rúmum verður komið fyrir, meðal annars á fæðingardeildinni. 7. ágúst 2021 13:55 Kannast ekki við skort á framleiðni á Landspítalanum Forstjóri Landspítalans kannast ekki við að nokkuð vanti upp á framleiðni á spítalanum. Fjármálaráðherra setta spurningarmerki við framleiðni spítalans eftir að ríkisstjórnin tilkynnti um aðgerðir til þess að koma til móts við álag þar. 6. ágúst 2021 20:26 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Ástandið á Landspítala hafi versnað Læknaráð Landspítala skorar á stjórnvöld að slá skjaldborg um starfsemi spítalans. Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknaráðs, sendi frá sér ályktun í dag fyrir hönd stjórnar Læknaráðs vegna alvarlegrar stöðu spítalans í fimmtu bylgju Covid-19 faraldursins 7. ágúst 2021 16:48
Heilbrigðisstofnun Suðurlands hleypur undir bagga með Landspítalanum Þrátt fyrir mikið álag á Heilbrigðisstofnun Suðurlands verða sjúklingar á Landspítalanum meðal annars fluttir á sjúkrahúsið á Selfossi til að létta á álagi á spítalanum. Tíu til fimmtán auka rúmum verður komið fyrir, meðal annars á fæðingardeildinni. 7. ágúst 2021 13:55
Kannast ekki við skort á framleiðni á Landspítalanum Forstjóri Landspítalans kannast ekki við að nokkuð vanti upp á framleiðni á spítalanum. Fjármálaráðherra setta spurningarmerki við framleiðni spítalans eftir að ríkisstjórnin tilkynnti um aðgerðir til þess að koma til móts við álag þar. 6. ágúst 2021 20:26