Norðmenn með gull í strandblaki - fjölskyldan keyrði bílhlöss af sandi frá Danmörku Valur Páll Eiríksson skrifar 7. ágúst 2021 11:00 Þeir félagar fögnu innilega sögulegum árangri Noregs í greininni. Elsa/Getty Images Norðmennirnir Anders Mol og Christian Sandlie Sörum urðu í nótt Ólympíumeistarar karla í strandblaki eftir sigur á Viacheslav Krasilnikov og Oleg Stoyanovskiy frá Rússlandi í úrslitum. Mol er af miklum strandblaksættum og bætti árangur móður sinnar frá leikunum í Atlanta 1996. Þeir norsku unnu fyrsta sett leiksins 21-17 til að ná yfirhöndinni og var spennan mikil í öðru setti. Aftur höfðu þeir norsku hins vegar betur, í þetta sinn 21-18, og Ólympíugullið því víst. Um er að ræða fyrstu verðlaun Noregs í greininni á Ólympíuleikum. Mol var himinlifandi með sigurinn, og ekki síður að gera betur en móðir hans, Merita Mol, á leikunum í Atlanta í Bandaríkjunum fyrir 25 árum. „Mig dreymdi alltaf um að gera betur en mamma mín á Ólympíuleikunum. Hún lenti í níunda sæti. Ég var í raun virkilega glaður þegar við komumst í átta liða úrslit því þar með náðum við sögulegum árangri með því að tryggja fimmta sætið, hið minnsta,“ Foreldrar hans eiga þá mikið í árangri félaganna eftir því sem kemur fram í frétt norska ríkisútvarpsins, NRK. Faðir hans, Kåre, er einnig fyrrum strandblakmaður líkt og móðir hans og mörgu hefur verið til tjaldað til að börn þeirra nái árangri. Öll fimm eru þau í strandblaki og því þurfti til þess almennilegar aðstæður, sem ekki voru til staðar í Strandvik í Noregi, hvar fjölskyldan býr. „Við höfum gert ótrúlegustu hluti. Meðal annars keyrt bílhlöss af sandi til ferja til Strandvíkur til að setja upp velli,“ segir faðirinn Kåre. „Þetta er algjörlega fáránlegt. Þau hafa hætt í vinnunni sinni. Það er svo mikið á bakvið þennan árangur, því það er bara toppurinn á ísjakanum. Við erum stoltir, en það eru svo margir sem hafa lagt hönd á plóg,“ segir sonur hans og gullverðlauna hafinn Anders. „Þetta hefur verið löng leið að Ólympíugulli. Þau eiga þetta skilið svo miklu meira en ég. Það er ótrúlegt hvað þau hafa lagt í þetta. Fjölskyldur okkar beggja og vinir. Það eru svo margir sem eiga skilinn hluta í þessu gulli,“ er haft eftir félaga hans Sörum. Blak Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Noregur Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Enski boltinn Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Sjá meira
Þeir norsku unnu fyrsta sett leiksins 21-17 til að ná yfirhöndinni og var spennan mikil í öðru setti. Aftur höfðu þeir norsku hins vegar betur, í þetta sinn 21-18, og Ólympíugullið því víst. Um er að ræða fyrstu verðlaun Noregs í greininni á Ólympíuleikum. Mol var himinlifandi með sigurinn, og ekki síður að gera betur en móðir hans, Merita Mol, á leikunum í Atlanta í Bandaríkjunum fyrir 25 árum. „Mig dreymdi alltaf um að gera betur en mamma mín á Ólympíuleikunum. Hún lenti í níunda sæti. Ég var í raun virkilega glaður þegar við komumst í átta liða úrslit því þar með náðum við sögulegum árangri með því að tryggja fimmta sætið, hið minnsta,“ Foreldrar hans eiga þá mikið í árangri félaganna eftir því sem kemur fram í frétt norska ríkisútvarpsins, NRK. Faðir hans, Kåre, er einnig fyrrum strandblakmaður líkt og móðir hans og mörgu hefur verið til tjaldað til að börn þeirra nái árangri. Öll fimm eru þau í strandblaki og því þurfti til þess almennilegar aðstæður, sem ekki voru til staðar í Strandvik í Noregi, hvar fjölskyldan býr. „Við höfum gert ótrúlegustu hluti. Meðal annars keyrt bílhlöss af sandi til ferja til Strandvíkur til að setja upp velli,“ segir faðirinn Kåre. „Þetta er algjörlega fáránlegt. Þau hafa hætt í vinnunni sinni. Það er svo mikið á bakvið þennan árangur, því það er bara toppurinn á ísjakanum. Við erum stoltir, en það eru svo margir sem hafa lagt hönd á plóg,“ segir sonur hans og gullverðlauna hafinn Anders. „Þetta hefur verið löng leið að Ólympíugulli. Þau eiga þetta skilið svo miklu meira en ég. Það er ótrúlegt hvað þau hafa lagt í þetta. Fjölskyldur okkar beggja og vinir. Það eru svo margir sem eiga skilinn hluta í þessu gulli,“ er haft eftir félaga hans Sörum.
Blak Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Noregur Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Enski boltinn Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Sjá meira