Guð gefi mér æðruleysi til þess að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli Kári Stefánsson skrifar 6. ágúst 2021 16:30 Það er erfitt að vera sóttvarnaryfirvald á Íslandi akkúrat núna eins og það var auðvelt handhöfum embættisins frá byrjun faraldursins og fram til dagsins í dag. Það tók erfiðar ákvarðanir með bros á vör og byggði þær á þekkingu, skilningi og væntumþykju. Og ríkisstjórnin og þjóðin treystu yfirvaldinu og fóru að ráðum þess í einu og öllu. Við sem heild í hugsun og verki höfðum kjark til þess að gera eitthvað af viti til þess að hafa áhrif á gang mála. Nú erum við hins vegar kominn á þann stað að við þurfum æðruleysi til þess að sætta okkur við ástand. Það er nýstárlegt og ekki auðvelt. Nú skal ég útskýra hvað ég á við: Það er ljóst að bólusetningin veitir góða vörn gegn alvarlegum sjúkdómi ef menn sýkjast en miklu minni vörn gegn smiti en vonast var til. Þetta þýðir að við verðum að reikna með því að það hver bylgjan á fætur annarri muni ganga yfir þjóðina þangað til 75-80% af henni hefur smitast og við höfum náð hjarðónæmi. Þar af leiðandi er eitt af verkefnum sóttvarnaryfirvalda að sjá til þess að engin af þessum bylgjum verði svo stór að hún sligi heilbrigðiskerfið (Landspítalann) og/eða atvinnuvegi þjóðarinnar. Því harðari sem aðgerðirnar eru sem við notum til þess að hemja bylgjurnar þeim mun lengri tími mun líða þangað til við höfum náð hjarðónæmi. Sligun heilbrigðiskerfisins er afstætt hugtak en í miðjum faraldri ætlumst við til þess að allir í því kerfi séu reiðubúnir til þess að leggja töluvert á sig. Það sem meira er samfélagið í heild sinni á að vera reiðubúið til þess að leggja miklu meira að mörkum til heilbrigðiskerfisins í faraldrinum en á friðartímum. Á þessu augnabliki eigum við að: i. Bæta við annarri gjörgæsludeild við Landspítalann, ii. Hefja bólusetningarherferð: bæta skammti við Jansen, hefja bólusetningu barna, þriðja skammt handa fólki með alvarlega sjúkdóma og öldruðum. Takmarka að einhverju leyti frelsi þeirra sem vilja ekki bólusetningu til umgengni við aðra í samfélaginu. iii. Skima alla íbúa landsins þegar þeir koma frá útlöndum án tillits til bólusetningar vegna þess að raðgreiningarniðurstöður benda til þess að það sé stöðugt flæði veirunnar inn í landið. Við verðum að fylgjast grannt með ferðum veirunnar um samfélagið og sjúkdómum sem hún veldur og því hvernig heilbrigðiskerfinu gengur að sinna þeim sem þurfa á aðstoð þess að halda. Og við verðum að vera í aðstöðu til þess að bregðast hratt við ef aðstæður kalla á það. Fyrir bólusetningu var nokkuð ljóst hvað við áttum að gera til þess að takmarka útbreiðslu veirunnar, minnka umgengni einstaklinga við aðra meðlimi dýrategundarinnar og einangra sérstaklega þá sem eru veikir fyrir vegna aldurs og sjúkdóma. Þess utan var sjálfsagt að nota alls konar aðferðir til þess að takmarka líkur á því að fólk flytti veiruna með sér frá útlöndum. Kostnaður af þessum aðgerðum var mikill bæði í fé og frelsi. Að mínu mati er ekki réttlætanlegt að grípa til samskonar aðgerða í dag vegna þess að í fyrsta lagi er mikill meiri hluti þjóðarinnar vel varinn gegn alvarlegum sjúkdómi með bólusetningu og í öðru lagi er líklegt að núverandi ástand vari í allt að tveimur árum þannig að við getum ekki haldið niður í okkur andanum uns það hverfur. Þetta er ástand sem kallar á vilja, getu og kjark til þess að horfast í augu við veiruna án þess að depla auga. Stundum er ekkert hvorki erfiðara né skynsamlegra en að láta hendur hvíla í skauti sér. Nú erum við í ástandi sem kallar á æðruleysi. Höfundur er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Stefánsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Það er erfitt að vera sóttvarnaryfirvald á Íslandi akkúrat núna eins og það var auðvelt handhöfum embættisins frá byrjun faraldursins og fram til dagsins í dag. Það tók erfiðar ákvarðanir með bros á vör og byggði þær á þekkingu, skilningi og væntumþykju. Og ríkisstjórnin og þjóðin treystu yfirvaldinu og fóru að ráðum þess í einu og öllu. Við sem heild í hugsun og verki höfðum kjark til þess að gera eitthvað af viti til þess að hafa áhrif á gang mála. Nú erum við hins vegar kominn á þann stað að við þurfum æðruleysi til þess að sætta okkur við ástand. Það er nýstárlegt og ekki auðvelt. Nú skal ég útskýra hvað ég á við: Það er ljóst að bólusetningin veitir góða vörn gegn alvarlegum sjúkdómi ef menn sýkjast en miklu minni vörn gegn smiti en vonast var til. Þetta þýðir að við verðum að reikna með því að það hver bylgjan á fætur annarri muni ganga yfir þjóðina þangað til 75-80% af henni hefur smitast og við höfum náð hjarðónæmi. Þar af leiðandi er eitt af verkefnum sóttvarnaryfirvalda að sjá til þess að engin af þessum bylgjum verði svo stór að hún sligi heilbrigðiskerfið (Landspítalann) og/eða atvinnuvegi þjóðarinnar. Því harðari sem aðgerðirnar eru sem við notum til þess að hemja bylgjurnar þeim mun lengri tími mun líða þangað til við höfum náð hjarðónæmi. Sligun heilbrigðiskerfisins er afstætt hugtak en í miðjum faraldri ætlumst við til þess að allir í því kerfi séu reiðubúnir til þess að leggja töluvert á sig. Það sem meira er samfélagið í heild sinni á að vera reiðubúið til þess að leggja miklu meira að mörkum til heilbrigðiskerfisins í faraldrinum en á friðartímum. Á þessu augnabliki eigum við að: i. Bæta við annarri gjörgæsludeild við Landspítalann, ii. Hefja bólusetningarherferð: bæta skammti við Jansen, hefja bólusetningu barna, þriðja skammt handa fólki með alvarlega sjúkdóma og öldruðum. Takmarka að einhverju leyti frelsi þeirra sem vilja ekki bólusetningu til umgengni við aðra í samfélaginu. iii. Skima alla íbúa landsins þegar þeir koma frá útlöndum án tillits til bólusetningar vegna þess að raðgreiningarniðurstöður benda til þess að það sé stöðugt flæði veirunnar inn í landið. Við verðum að fylgjast grannt með ferðum veirunnar um samfélagið og sjúkdómum sem hún veldur og því hvernig heilbrigðiskerfinu gengur að sinna þeim sem þurfa á aðstoð þess að halda. Og við verðum að vera í aðstöðu til þess að bregðast hratt við ef aðstæður kalla á það. Fyrir bólusetningu var nokkuð ljóst hvað við áttum að gera til þess að takmarka útbreiðslu veirunnar, minnka umgengni einstaklinga við aðra meðlimi dýrategundarinnar og einangra sérstaklega þá sem eru veikir fyrir vegna aldurs og sjúkdóma. Þess utan var sjálfsagt að nota alls konar aðferðir til þess að takmarka líkur á því að fólk flytti veiruna með sér frá útlöndum. Kostnaður af þessum aðgerðum var mikill bæði í fé og frelsi. Að mínu mati er ekki réttlætanlegt að grípa til samskonar aðgerða í dag vegna þess að í fyrsta lagi er mikill meiri hluti þjóðarinnar vel varinn gegn alvarlegum sjúkdómi með bólusetningu og í öðru lagi er líklegt að núverandi ástand vari í allt að tveimur árum þannig að við getum ekki haldið niður í okkur andanum uns það hverfur. Þetta er ástand sem kallar á vilja, getu og kjark til þess að horfast í augu við veiruna án þess að depla auga. Stundum er ekkert hvorki erfiðara né skynsamlegra en að láta hendur hvíla í skauti sér. Nú erum við í ástandi sem kallar á æðruleysi. Höfundur er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun