„Menningarnótt er ekki þannig að hægt sé að hólfa hana niður“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. ágúst 2021 07:36 Aðalheiður Santos Sveinsdóttir, verkefnastjóri viðburða hjá Reykjavíkurborg, . Stöð 2 Öllum viðburðum Menningarnætur í Reykjavík hefur verið aflýst. Dagskráin átti að fara fram 21. ágúst og þá hefur Reykjavíkurmaraþoninu, sem jafnan fer fram á Menningarnótt, verið frestað til 18. september. Neyðarstjórn Reykjavíkurborgar ákvað á fundi sínum í gær að aflýsa Menningarnótt vegna útbreiðslu kórónuveirunnar og þeirrar óvissu sem ríkir vegna Delta-afbrigðisins á börn, unglinga og viðkvæma hópa. Menningarnótt fór síðast fram 2019 þar sem henni var einnig aflýst á síðasta ári. Aðalheiður Santos Sveinsdóttir, verkefnastjóri viðburða hjá Reykjavíkurborg, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að það hafi kannski ekki komið á óvart að þetta hafi gerst en staðan sé fúl þrátt fyrir það. „Maður bjóst kannski við því að þetta myndi gerast og þetta var það eina í stöðunni sem við gátum gert núna á meðan smitum er að fjölga í þjóðfélaginu og við viljum auðvitað að börnin komist í skóla í haust að eðlilegum hætti. Þetta er fúlt en alveg skiljanlegt,“ sagði Aðalheiður. Hún segir að skipuleggjendur hafi hugsað um að halda hátíðina bara með breyttu sniði, með fleiri viðburðum og smærri hópum en niðurstaðan hafi samt verið þessi. „Við hugsuðum það að einhverju leyti en Menningarnótt er þannig að það er eiginlega ekki hægt að hólfa hana niður. Þetta er hundrað þúsund manna hátíð, þetta er afmælishátíð Reykjavíkur og okkur finnst það bara ekki alveg í þeim anda að breyta henni á einhvern hátt,“ sagði Aðalheiður. „Þannig að næst ár verður bara vonandi betra!“ Reykjavíkurmaraþon Reykjavík Menningarnótt Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Mikilvægt að halda lífi í menningunni í faraldrinum Formaður Bandalags íslenskra listamanna segir mikilvægt að halda lífi í menningunni í kórónuveirufaraldrinum og vill opna samfélagið eins mikið og hægt er. Stjórnvöld funda nú stíft með sérfræðingum og hagsmunahópum áður en ákvörðun verður tekin um næstu sóttvarnaaðgerðir. 4. ágúst 2021 22:13 Menningarnótt aflýst Öllum viðburðum Menningarnætur í Reykjavík, sem fram átti að fara 21. ágúst næstkomandi, hefur verið aflýst. 4. ágúst 2021 12:51 Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Semja um vopnahlé Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Neyðarstjórn Reykjavíkurborgar ákvað á fundi sínum í gær að aflýsa Menningarnótt vegna útbreiðslu kórónuveirunnar og þeirrar óvissu sem ríkir vegna Delta-afbrigðisins á börn, unglinga og viðkvæma hópa. Menningarnótt fór síðast fram 2019 þar sem henni var einnig aflýst á síðasta ári. Aðalheiður Santos Sveinsdóttir, verkefnastjóri viðburða hjá Reykjavíkurborg, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að það hafi kannski ekki komið á óvart að þetta hafi gerst en staðan sé fúl þrátt fyrir það. „Maður bjóst kannski við því að þetta myndi gerast og þetta var það eina í stöðunni sem við gátum gert núna á meðan smitum er að fjölga í þjóðfélaginu og við viljum auðvitað að börnin komist í skóla í haust að eðlilegum hætti. Þetta er fúlt en alveg skiljanlegt,“ sagði Aðalheiður. Hún segir að skipuleggjendur hafi hugsað um að halda hátíðina bara með breyttu sniði, með fleiri viðburðum og smærri hópum en niðurstaðan hafi samt verið þessi. „Við hugsuðum það að einhverju leyti en Menningarnótt er þannig að það er eiginlega ekki hægt að hólfa hana niður. Þetta er hundrað þúsund manna hátíð, þetta er afmælishátíð Reykjavíkur og okkur finnst það bara ekki alveg í þeim anda að breyta henni á einhvern hátt,“ sagði Aðalheiður. „Þannig að næst ár verður bara vonandi betra!“
Reykjavíkurmaraþon Reykjavík Menningarnótt Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Mikilvægt að halda lífi í menningunni í faraldrinum Formaður Bandalags íslenskra listamanna segir mikilvægt að halda lífi í menningunni í kórónuveirufaraldrinum og vill opna samfélagið eins mikið og hægt er. Stjórnvöld funda nú stíft með sérfræðingum og hagsmunahópum áður en ákvörðun verður tekin um næstu sóttvarnaaðgerðir. 4. ágúst 2021 22:13 Menningarnótt aflýst Öllum viðburðum Menningarnætur í Reykjavík, sem fram átti að fara 21. ágúst næstkomandi, hefur verið aflýst. 4. ágúst 2021 12:51 Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Semja um vopnahlé Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Mikilvægt að halda lífi í menningunni í faraldrinum Formaður Bandalags íslenskra listamanna segir mikilvægt að halda lífi í menningunni í kórónuveirufaraldrinum og vill opna samfélagið eins mikið og hægt er. Stjórnvöld funda nú stíft með sérfræðingum og hagsmunahópum áður en ákvörðun verður tekin um næstu sóttvarnaaðgerðir. 4. ágúst 2021 22:13
Menningarnótt aflýst Öllum viðburðum Menningarnætur í Reykjavík, sem fram átti að fara 21. ágúst næstkomandi, hefur verið aflýst. 4. ágúst 2021 12:51