Dineout í útrás með aðstoð Tix Eiður Þór Árnason skrifar 4. ágúst 2021 23:47 Inga Tinna Sigurðardóttir, forstjóri Dineout. Aðsend Hugbúnaðarfyrirtækið Dineout hefur tryggt sér fjármögnun frá miðasölufyrirtækinu Tix EU sem kemur inn sem hluthafi. Forstjóri og einn stofnenda Dineout, sem heldur úti hugbúnaðarlausnum fyrir veitingastaði og hótel, segir að samstarfið muni hjálpa fyrirtækinu í útrás sinni á erlenda markaði. „Þetta samstarf mun styrkja okkur gríðarlega, bæði fjárhagslega og einnig er þetta frábær stökkpallur fyrir útrásina. Ísland hefur alltaf verið hugsaður sem prufumarkaður fyrir útrás sem er í raun brostin á,“ er haft eftir Ingu, forstjóra Dineout í tilkynningu. Hún segir í svari við fyrirspurn Vísis að Sindri Már Finnbogason, eigandi og stofnandi Tix, komi inn í stjórn Dineout samhliða viðskiptunum. Hún vildi ekki gefa upp hversu mikla fjármuni Tix EU kemur með inn í fyrirtækið eða hve stór eignarhlutur félagsins verði. Voru hótelgestum í sóttkví innan handar Að sögn Dineout voru lausnir fyrirtækisins teknar í notkun á veitingastöðum á Spáni rúmum tveimur mánuðum áður en Covid-faraldurinn hófst. Þá standi til að taka hugbúnaðinn í notkun á hótelum og golfvöllum á svæðinu. Þá er Dineout komið í samstarf við óperuhúsið í Stavanger í Noregi en næst á dagskrá er að fara inn á aðra markaði Tix sem selur miða í sjö Evrópulöndum. Dineout heldur meðal annars úti vefsíðu og smáforriti þar sem notendur geta pantað borð eða mat á helstu veitingastöðum landsins. Fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu að það hafi einnig þróað hugbúnaðarlausnir fyrir hótel sem geri gestum kleift að panta mat og þjónustu upp á herbergi í gegnum síma sinn. Er lausnin nú í notkun hjá Hilton Reykjavík Nordica, Grand hótel og Centerhotels, að sögn Dineout. Inga Tinna segir að kerfið hafi reynst Hilton Reykjavík Nordica vel þegar hótelið fylltist í byrjun sumars af keppendum á rafíþróttamóti. Allir þurftu þeir að fara í fimm daga sóttkví sem leiddi til mikils álags á herbergisþjónustuna. Tengja saman kerfi Dineout og Tix „Nú er unnið að því að tengja saman lausnir Dineout og Tix. Það mun meðal annars felast í því að hvert skipti sem viðskiptavinir kaupa miða í gegnum Tix, þá fá þeir meðmæli um veitingastaði í nágrenninu sem hægt er að panta borð á í gegnum Dineout fyrir og eftir viðburði. Einnig er unnið að heildstæðu kerfi sem samanstendur af miðasölu-, kassa- og matarpöntunarkerfi fyrir tónlistar- og bíóhús en sú lausn yrði sú eina sinnar tegundar í Evrópu,“ segir í tilkynningu. Að sögn forsvarsmanna fyrirtækisins nota nú um 140 veitingastaðir lausnir Dineout. Markmiðið sé að bjóða upp á heildarlausnir fyrir veitingahús, tónleikahallir og kvikmyndahús sem geti þannig tekið við bókunum, pöntunum og veitt þjónustu í gegnum sama kerfið. Tækni Veitingastaðir Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
„Þetta samstarf mun styrkja okkur gríðarlega, bæði fjárhagslega og einnig er þetta frábær stökkpallur fyrir útrásina. Ísland hefur alltaf verið hugsaður sem prufumarkaður fyrir útrás sem er í raun brostin á,“ er haft eftir Ingu, forstjóra Dineout í tilkynningu. Hún segir í svari við fyrirspurn Vísis að Sindri Már Finnbogason, eigandi og stofnandi Tix, komi inn í stjórn Dineout samhliða viðskiptunum. Hún vildi ekki gefa upp hversu mikla fjármuni Tix EU kemur með inn í fyrirtækið eða hve stór eignarhlutur félagsins verði. Voru hótelgestum í sóttkví innan handar Að sögn Dineout voru lausnir fyrirtækisins teknar í notkun á veitingastöðum á Spáni rúmum tveimur mánuðum áður en Covid-faraldurinn hófst. Þá standi til að taka hugbúnaðinn í notkun á hótelum og golfvöllum á svæðinu. Þá er Dineout komið í samstarf við óperuhúsið í Stavanger í Noregi en næst á dagskrá er að fara inn á aðra markaði Tix sem selur miða í sjö Evrópulöndum. Dineout heldur meðal annars úti vefsíðu og smáforriti þar sem notendur geta pantað borð eða mat á helstu veitingastöðum landsins. Fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu að það hafi einnig þróað hugbúnaðarlausnir fyrir hótel sem geri gestum kleift að panta mat og þjónustu upp á herbergi í gegnum síma sinn. Er lausnin nú í notkun hjá Hilton Reykjavík Nordica, Grand hótel og Centerhotels, að sögn Dineout. Inga Tinna segir að kerfið hafi reynst Hilton Reykjavík Nordica vel þegar hótelið fylltist í byrjun sumars af keppendum á rafíþróttamóti. Allir þurftu þeir að fara í fimm daga sóttkví sem leiddi til mikils álags á herbergisþjónustuna. Tengja saman kerfi Dineout og Tix „Nú er unnið að því að tengja saman lausnir Dineout og Tix. Það mun meðal annars felast í því að hvert skipti sem viðskiptavinir kaupa miða í gegnum Tix, þá fá þeir meðmæli um veitingastaði í nágrenninu sem hægt er að panta borð á í gegnum Dineout fyrir og eftir viðburði. Einnig er unnið að heildstæðu kerfi sem samanstendur af miðasölu-, kassa- og matarpöntunarkerfi fyrir tónlistar- og bíóhús en sú lausn yrði sú eina sinnar tegundar í Evrópu,“ segir í tilkynningu. Að sögn forsvarsmanna fyrirtækisins nota nú um 140 veitingastaðir lausnir Dineout. Markmiðið sé að bjóða upp á heildarlausnir fyrir veitingahús, tónleikahallir og kvikmyndahús sem geti þannig tekið við bókunum, pöntunum og veitt þjónustu í gegnum sama kerfið.
Tækni Veitingastaðir Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira