Dineout í útrás með aðstoð Tix Eiður Þór Árnason skrifar 4. ágúst 2021 23:47 Inga Tinna Sigurðardóttir, forstjóri Dineout. Aðsend Hugbúnaðarfyrirtækið Dineout hefur tryggt sér fjármögnun frá miðasölufyrirtækinu Tix EU sem kemur inn sem hluthafi. Forstjóri og einn stofnenda Dineout, sem heldur úti hugbúnaðarlausnum fyrir veitingastaði og hótel, segir að samstarfið muni hjálpa fyrirtækinu í útrás sinni á erlenda markaði. „Þetta samstarf mun styrkja okkur gríðarlega, bæði fjárhagslega og einnig er þetta frábær stökkpallur fyrir útrásina. Ísland hefur alltaf verið hugsaður sem prufumarkaður fyrir útrás sem er í raun brostin á,“ er haft eftir Ingu, forstjóra Dineout í tilkynningu. Hún segir í svari við fyrirspurn Vísis að Sindri Már Finnbogason, eigandi og stofnandi Tix, komi inn í stjórn Dineout samhliða viðskiptunum. Hún vildi ekki gefa upp hversu mikla fjármuni Tix EU kemur með inn í fyrirtækið eða hve stór eignarhlutur félagsins verði. Voru hótelgestum í sóttkví innan handar Að sögn Dineout voru lausnir fyrirtækisins teknar í notkun á veitingastöðum á Spáni rúmum tveimur mánuðum áður en Covid-faraldurinn hófst. Þá standi til að taka hugbúnaðinn í notkun á hótelum og golfvöllum á svæðinu. Þá er Dineout komið í samstarf við óperuhúsið í Stavanger í Noregi en næst á dagskrá er að fara inn á aðra markaði Tix sem selur miða í sjö Evrópulöndum. Dineout heldur meðal annars úti vefsíðu og smáforriti þar sem notendur geta pantað borð eða mat á helstu veitingastöðum landsins. Fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu að það hafi einnig þróað hugbúnaðarlausnir fyrir hótel sem geri gestum kleift að panta mat og þjónustu upp á herbergi í gegnum síma sinn. Er lausnin nú í notkun hjá Hilton Reykjavík Nordica, Grand hótel og Centerhotels, að sögn Dineout. Inga Tinna segir að kerfið hafi reynst Hilton Reykjavík Nordica vel þegar hótelið fylltist í byrjun sumars af keppendum á rafíþróttamóti. Allir þurftu þeir að fara í fimm daga sóttkví sem leiddi til mikils álags á herbergisþjónustuna. Tengja saman kerfi Dineout og Tix „Nú er unnið að því að tengja saman lausnir Dineout og Tix. Það mun meðal annars felast í því að hvert skipti sem viðskiptavinir kaupa miða í gegnum Tix, þá fá þeir meðmæli um veitingastaði í nágrenninu sem hægt er að panta borð á í gegnum Dineout fyrir og eftir viðburði. Einnig er unnið að heildstæðu kerfi sem samanstendur af miðasölu-, kassa- og matarpöntunarkerfi fyrir tónlistar- og bíóhús en sú lausn yrði sú eina sinnar tegundar í Evrópu,“ segir í tilkynningu. Að sögn forsvarsmanna fyrirtækisins nota nú um 140 veitingastaðir lausnir Dineout. Markmiðið sé að bjóða upp á heildarlausnir fyrir veitingahús, tónleikahallir og kvikmyndahús sem geti þannig tekið við bókunum, pöntunum og veitt þjónustu í gegnum sama kerfið. Tækni Veitingastaðir Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
„Þetta samstarf mun styrkja okkur gríðarlega, bæði fjárhagslega og einnig er þetta frábær stökkpallur fyrir útrásina. Ísland hefur alltaf verið hugsaður sem prufumarkaður fyrir útrás sem er í raun brostin á,“ er haft eftir Ingu, forstjóra Dineout í tilkynningu. Hún segir í svari við fyrirspurn Vísis að Sindri Már Finnbogason, eigandi og stofnandi Tix, komi inn í stjórn Dineout samhliða viðskiptunum. Hún vildi ekki gefa upp hversu mikla fjármuni Tix EU kemur með inn í fyrirtækið eða hve stór eignarhlutur félagsins verði. Voru hótelgestum í sóttkví innan handar Að sögn Dineout voru lausnir fyrirtækisins teknar í notkun á veitingastöðum á Spáni rúmum tveimur mánuðum áður en Covid-faraldurinn hófst. Þá standi til að taka hugbúnaðinn í notkun á hótelum og golfvöllum á svæðinu. Þá er Dineout komið í samstarf við óperuhúsið í Stavanger í Noregi en næst á dagskrá er að fara inn á aðra markaði Tix sem selur miða í sjö Evrópulöndum. Dineout heldur meðal annars úti vefsíðu og smáforriti þar sem notendur geta pantað borð eða mat á helstu veitingastöðum landsins. Fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu að það hafi einnig þróað hugbúnaðarlausnir fyrir hótel sem geri gestum kleift að panta mat og þjónustu upp á herbergi í gegnum síma sinn. Er lausnin nú í notkun hjá Hilton Reykjavík Nordica, Grand hótel og Centerhotels, að sögn Dineout. Inga Tinna segir að kerfið hafi reynst Hilton Reykjavík Nordica vel þegar hótelið fylltist í byrjun sumars af keppendum á rafíþróttamóti. Allir þurftu þeir að fara í fimm daga sóttkví sem leiddi til mikils álags á herbergisþjónustuna. Tengja saman kerfi Dineout og Tix „Nú er unnið að því að tengja saman lausnir Dineout og Tix. Það mun meðal annars felast í því að hvert skipti sem viðskiptavinir kaupa miða í gegnum Tix, þá fá þeir meðmæli um veitingastaði í nágrenninu sem hægt er að panta borð á í gegnum Dineout fyrir og eftir viðburði. Einnig er unnið að heildstæðu kerfi sem samanstendur af miðasölu-, kassa- og matarpöntunarkerfi fyrir tónlistar- og bíóhús en sú lausn yrði sú eina sinnar tegundar í Evrópu,“ segir í tilkynningu. Að sögn forsvarsmanna fyrirtækisins nota nú um 140 veitingastaðir lausnir Dineout. Markmiðið sé að bjóða upp á heildarlausnir fyrir veitingahús, tónleikahallir og kvikmyndahús sem geti þannig tekið við bókunum, pöntunum og veitt þjónustu í gegnum sama kerfið.
Tækni Veitingastaðir Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira