Mexíkóar ætla að höfða mál gegn byssuframleiðendum í Bandaríkjunum Samúel Karl Ólason skrifar 4. ágúst 2021 16:51 Meðal þeirra fyrirtækja sem lögsóknin beinist gegn eru Smith & Wesson, Barret Firearms Manufacturing, Beretta USA, Glock og Colt‘s Manufacturing. AP/John Locher Ríkisstjórn Mexíkó ætlar að höfða mál gegn byssuframleiðendum í Bandaríkjunum vegna þess hve mörg skotvopn berast ólöglega frá Bandaríkjunum til Mexíkó. Lögsóknin beinist ekki gegn yfirvöldum Bandaríkjanna. Mexíkóar telja bandarískar byssur hafa ýtt undir ofbeldið sem hefur einkennt landið undanfarin ár. Samkvæmt frétt Washington Post telja ráðamenn í Mexíkó að á undanförnum áratug hafi um 2,5 milljónir skotvopna verið flutt ólöglega til Mexíkó, þar sem reglur varðandi sölu og eign skotvopna eru mun strangari en í Bandaríkjunum. Í lögsókninni segir að bandarískir byssuframleiðendur séu meðvitaðir um að vopnum þeirra sé smyglað ólöglega til Mexíkó og þar séu þau notuð af glæpagengjum gegn almennum borgurum og yfirvöldum. Í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneyti Mexíkó segir að þrátt fyrir það haldi fyrirtækin áfram að framleiða og markaðssetja skotvopn sem séu sífellt meira banvænni og án öryggisbúnaðar eða að hægt sé að rekja þau. Meðal þeirra fyrirtækja sem lögsóknin beinist gegn eru Smith & Wesson, Barret Firearms Manufacturing, Beretta USA, Glock og Colt‘s Manufacturing. Ríkisstjórn Mexíkó fer fram á ótilgreindar skaðabætur, að reglur varðandi sölur verði hertar og öryggi skotvopna aukið. Þar að auki er þess krafist að byssuframleiðendur framkvæmi rannsóknir og herferðir til að draga úr smygli skotvopna. Ólíklegt er að lögsóknin muni skila árangri, þar sem bandarísk lög skýla byssuframleiðendum gegn lögsóknum. Til stendur að höfða málið í Boston, þar sem höufuðstöðvar nokkra byssuframleiðenda eru í Massachusetts. Bogarar lenda milli glæpagengja Til marks um ofbeldið í Mexíkó má benda á átök Sinaloa og Jalisco new Generation glæpagengjanna í Zacatecas-héraði. Þar voru 746 morð framin, svo vitað sé, á fyrri hluta þessa árs. Allt síðasta ár voru framin 1.065 morð. AP fréttaveitan sagði nýverið frá hörðum átökum hundruð glæpamanna í bænum San Juan Capistrano. Um tvö hundruð menn rændu þar bensínstöð og sambærilegur fjöldi manna réðst á þá. Skotbardaginn stóð yfir í nokkrar klukkustundir en lögregluþjóna bar ekki að garði fyrr en degi seinna. Þá kom í ljós að átján lágu í valnum. Þetta var þann 24. júní en enn hefur enginn verið handtekinn og í frétt AP segir að fjöldi fólks hafi verið myrtur í millitíðinni. Gengin eru að berjast um yfirráð á sölu fantanýls til Bandaríkjanna. Efnin eru framleidd í Mexíkó og flutt til Bandaríkjanna í skiptum fyrir fúlgur fjár. árið 2020 er talið að um 93 þúsund manns hafi dáið í Bandaríkjunum eftir að hafa tekið of stóran skammt fentanýls. Mexíkó Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotvopn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira
Mexíkóar telja bandarískar byssur hafa ýtt undir ofbeldið sem hefur einkennt landið undanfarin ár. Samkvæmt frétt Washington Post telja ráðamenn í Mexíkó að á undanförnum áratug hafi um 2,5 milljónir skotvopna verið flutt ólöglega til Mexíkó, þar sem reglur varðandi sölu og eign skotvopna eru mun strangari en í Bandaríkjunum. Í lögsókninni segir að bandarískir byssuframleiðendur séu meðvitaðir um að vopnum þeirra sé smyglað ólöglega til Mexíkó og þar séu þau notuð af glæpagengjum gegn almennum borgurum og yfirvöldum. Í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneyti Mexíkó segir að þrátt fyrir það haldi fyrirtækin áfram að framleiða og markaðssetja skotvopn sem séu sífellt meira banvænni og án öryggisbúnaðar eða að hægt sé að rekja þau. Meðal þeirra fyrirtækja sem lögsóknin beinist gegn eru Smith & Wesson, Barret Firearms Manufacturing, Beretta USA, Glock og Colt‘s Manufacturing. Ríkisstjórn Mexíkó fer fram á ótilgreindar skaðabætur, að reglur varðandi sölur verði hertar og öryggi skotvopna aukið. Þar að auki er þess krafist að byssuframleiðendur framkvæmi rannsóknir og herferðir til að draga úr smygli skotvopna. Ólíklegt er að lögsóknin muni skila árangri, þar sem bandarísk lög skýla byssuframleiðendum gegn lögsóknum. Til stendur að höfða málið í Boston, þar sem höufuðstöðvar nokkra byssuframleiðenda eru í Massachusetts. Bogarar lenda milli glæpagengja Til marks um ofbeldið í Mexíkó má benda á átök Sinaloa og Jalisco new Generation glæpagengjanna í Zacatecas-héraði. Þar voru 746 morð framin, svo vitað sé, á fyrri hluta þessa árs. Allt síðasta ár voru framin 1.065 morð. AP fréttaveitan sagði nýverið frá hörðum átökum hundruð glæpamanna í bænum San Juan Capistrano. Um tvö hundruð menn rændu þar bensínstöð og sambærilegur fjöldi manna réðst á þá. Skotbardaginn stóð yfir í nokkrar klukkustundir en lögregluþjóna bar ekki að garði fyrr en degi seinna. Þá kom í ljós að átján lágu í valnum. Þetta var þann 24. júní en enn hefur enginn verið handtekinn og í frétt AP segir að fjöldi fólks hafi verið myrtur í millitíðinni. Gengin eru að berjast um yfirráð á sölu fantanýls til Bandaríkjanna. Efnin eru framleidd í Mexíkó og flutt til Bandaríkjanna í skiptum fyrir fúlgur fjár. árið 2020 er talið að um 93 þúsund manns hafi dáið í Bandaríkjunum eftir að hafa tekið of stóran skammt fentanýls.
Mexíkó Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotvopn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira