Hin ástralska Emma McKeon hélt áfram að slá í gegn í nótt en hún kom fyrst í mark í 50 metra skriðsundi og bætti um leið Ólympíumet, sem hún hafði áður eignað sér í undanrásunum, með því að synda á 23,81 sekúndu í úrslitasundinu. Sara Sjöström frá Svíþjóð varð önnur og hin danska Pernille Blume þriðja.
McKeon var svo hluti af boðsundssveit Ástralíu ásamt þeim Kaylee McKeown, Chelsea Hodges og Cate Campbell sem unnu 4x100 metra fjórsund, einnig á nýju Ólympíumeti.
Hin 27 ára gamla McKeon tók þátt í sjö greinum á mótinu og vann til verðlauna í þeim öllum. Hún fer heim frá Tókýó með fjórar gullmedalíur og þrjár bronsmedalíur.
Er það metjöfnun en aðeins einu sinni í sögu Ólympíuleikana hefur kona unnið jafn margar medalíur á einum leikum. Það gerði sovéska fimleikakonan Mariya Gorokhovskaya á Ólympíuleikunum í Helsingi 1952.
McKeon's 7 medals are also tied for the most by a female in any sport at a single Olympics. She tied gymnast Mariya Gorokhovskaya, who won 7 medals in the 1952 Olympics. https://t.co/H2TxQCRGoH
— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) August 1, 2021
Dressel kom fyrstur í mark í 50 metra skriðsundi í nótt og bætti um leið Ólympíumet frá því í Peking 2008 en Dressel synti á 21,07 sekúndu og bætti þar með met Cesar Cielo.
Dressel ásamt Ryan Murphy, Michael Andrew og Zach Apple skipuðu sveit Bandaríkjanna í 4x100 metra fjórsundi og þeir gerðu sér lítið fyrir og bættu heimsmet sem sett var í Ríó 2018. Dressel vann því fimm af þeim sex greinum sem hann tók þátt í á leikunum í ár.
The only male swimmers with five gold medals at a single Olympics:
— #TokyoOlympics (@NBCOlympics) August 1, 2021
Mark Spitz
Matt Biondi
Michael Phelps
Caeleb Dressel
That's the list. Legendary. #TokyoOlympics