Sport

Gull og silfur til Vésteins

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Daniel Stahl.
Daniel Stahl. vísir/Getty

Þó Ísland hafi ekki átt neina keppendur þegar keppt var til úrslita í frjálsum íþróttum á Ólympíuleikunum í Tókýó í dag var íslenskur þjálfari í eldlínunni.

Selfyssingurinn Vésteinn Hafsteinsson þjálfar sænsku kringlukastarana Daniel Stahl og Simon Petterson og þeir áttu aldeilis góðan dag.

Daniel Stahl hreppti gullverðlaun en hann kastaði kringlunni 68,90 metra í öðru kasti sínu.

Simon Petterson kastaði lengst 67,39 metra í fimmta kasti sínu sem skilaði honum silfurverðlaunum en Austurríkismaðurinn Lukas Weisshaidinger varð þriðji.

Eru Svíarnir báðir þjálfaðir af Vésteini sem sjálfur var afburða kringlukastari á sínum yngri árum og keppti fjórum sinnum fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×