Þakkaði mömmu sérstaklega eftir fyrsta leikinn með aðalliði FCK Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. júlí 2021 13:15 Hákon Arnor Haraldsson samdi við FC København fyrir tveimur árum. getty/Lars Ronbog Skagamaðurinn ungi Hákon Arnar Haraldsson lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið FC København í gær. Hann þakkaði móður sinni eftir frumraunina. FCK vann 0-5 sigur á Torpedo Zhodino frá Hvíta-Rússlandi í seinni leik liðanna í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Danska liðið vann einvígið, 9-1 samanlagt. Hákon kom inn á sem varamaður á 76. mínútu fyrir William Bøving sem var þá nýbúinn að koma FCK í 0-5. „Ég er bara ánægður að hafa spilað minn fyrsta leik fyrir jafn stórt félag og FCK svo þetta er stór dagur,“ sagði hinn átján ára Hákon við heimasíðu FCK eftir leikinn í gær. En glad og stolt Hákon Arnar Haraldsson fik sin officielle debut i 2. halvleg af Torpedo-kampen #fcklive https://t.co/75EXXz3yUn— F.C. København (@FCKobenhavn) July 29, 2021 „Ég vissi ekki fyrirfram að ég myndi spila en þú vonast alltaf til þess þegar þú ert á bekknum og sem betur fer fékk ég tækifæri í dag. Ég skoraði en fékk gult spjald því það var búið að dæma. En það eyðilagði ekkert fyrir mér.“ Hákon þakkaði fjölskyldu sinni fyrir stuðninginn eftir leikinn. „Þetta hvetur mig áfram til að halda áfram að leggja mig allan fram á æfingum og ég verð tilbúinn þegar tækifærið gefst. Ég vil þakka öllum sem hafa stutt við bakið á mér, fyrst og fremst fjölskyldunni og sérstaklega mömmu minni sem flutti til Kaupmannahafnar með mér,“ sagði Hákon. Hann kemur úr mikilli fótboltafjölskyldu. Mamma hans, Jónína Víglundsdóttir, átti farsælan feril með ÍA og var ein besta fótboltakona landsins á sínum tíma. Faðir hans, Haraldur Ingólfsson, var svo einn af máttarstólpunum í liði ÍA sem varð Íslandsmeistari fimm ár í röð á 10. áratug síðustu aldar. Foreldrar Hákons léku bæði fyrir landslið Íslands. Eldri bróðir Hákons er Tryggvi Hrafn, leikmaður Vals, sem hefur einnig leikið með A-landsliðinu og sem atvinnumaður í Noregi og Svíþjóð. Í 3. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar mætir FCK Lokomotiv Plovdiv frá Búlgaríu. Sambandsdeild Evrópu Danski boltinn Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica Sjá meira
FCK vann 0-5 sigur á Torpedo Zhodino frá Hvíta-Rússlandi í seinni leik liðanna í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Danska liðið vann einvígið, 9-1 samanlagt. Hákon kom inn á sem varamaður á 76. mínútu fyrir William Bøving sem var þá nýbúinn að koma FCK í 0-5. „Ég er bara ánægður að hafa spilað minn fyrsta leik fyrir jafn stórt félag og FCK svo þetta er stór dagur,“ sagði hinn átján ára Hákon við heimasíðu FCK eftir leikinn í gær. En glad og stolt Hákon Arnar Haraldsson fik sin officielle debut i 2. halvleg af Torpedo-kampen #fcklive https://t.co/75EXXz3yUn— F.C. København (@FCKobenhavn) July 29, 2021 „Ég vissi ekki fyrirfram að ég myndi spila en þú vonast alltaf til þess þegar þú ert á bekknum og sem betur fer fékk ég tækifæri í dag. Ég skoraði en fékk gult spjald því það var búið að dæma. En það eyðilagði ekkert fyrir mér.“ Hákon þakkaði fjölskyldu sinni fyrir stuðninginn eftir leikinn. „Þetta hvetur mig áfram til að halda áfram að leggja mig allan fram á æfingum og ég verð tilbúinn þegar tækifærið gefst. Ég vil þakka öllum sem hafa stutt við bakið á mér, fyrst og fremst fjölskyldunni og sérstaklega mömmu minni sem flutti til Kaupmannahafnar með mér,“ sagði Hákon. Hann kemur úr mikilli fótboltafjölskyldu. Mamma hans, Jónína Víglundsdóttir, átti farsælan feril með ÍA og var ein besta fótboltakona landsins á sínum tíma. Faðir hans, Haraldur Ingólfsson, var svo einn af máttarstólpunum í liði ÍA sem varð Íslandsmeistari fimm ár í röð á 10. áratug síðustu aldar. Foreldrar Hákons léku bæði fyrir landslið Íslands. Eldri bróðir Hákons er Tryggvi Hrafn, leikmaður Vals, sem hefur einnig leikið með A-landsliðinu og sem atvinnumaður í Noregi og Svíþjóð. Í 3. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar mætir FCK Lokomotiv Plovdiv frá Búlgaríu.
Sambandsdeild Evrópu Danski boltinn Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica Sjá meira