Spjöldin vinni gegn hlýnun jarðar Valur Páll Eiríksson skrifar 29. júlí 2021 23:31 Eitt af 122 rauðum spjöldum síðustu leiktíðar í tyrknesku úrvalsdeildinni fer á loft. Arif Hudaverdi Yaman/Anadolu Agency via Getty Images Knattspyrnusamband Tyrklands kynnti til sögunnar athyglisverða herferð í dag. Sambandið ætlar að standa að plöntun trjáa fyrir hvert spjald sem gefið er í fótboltadeildum í landinu. Tyrkneski fótboltinn hefur löngum verið þekktur fyrir fjölda spjalda. Hvort um sé að kenna spjaldaglöðum dómurum eða sérstaklega grófum fótbolta skal ósagt látið. Tyrkneska fótboltasambandið virðist vilja að spjaldagleðin fái jákvæðari ímynd, þar sem ákvörðun var tekin á stjórnarfundi þess að hefja skildi gróðursetningarverkefni. Fyrir hvert gult spjald sem gefið er hyggst sambandið gróðusetja eitt tré og fimm skuli gróðursett fyrir hvert rautt spjald. Türkiye Futbol Federasyonu Yönetim Kurulu 29.07.2021 tarihli toplant s nda, 2021-2022 sezonundan ba lamak üzere, liglerde görülen her sar kart için 1, her k rm z kart için de 5 adet fidan dikilmesine ili kin TFF Orman Projesi çal malar n n ba lat lmas na karar vermi tir. pic.twitter.com/Rgv4VlR48V— TFF (@TFF_Org) July 29, 2021 Skóglendi hefur minnkað á heimsvísu undanfarin ár, þar sem Amazon-frumskógurinn í Brasilíu hefur til að mynda dregist saman um 8% frá aldamótum. Það á hlut að máli í hlýnun jarðar en tré ljóstillífa, sem felst í því að þau draga til sín kolefni og losa súrefni. Í efstu deild Tyrklands fór 1631 gult spjald á loft á síðustu leiktíð og 122 rauð spjöld, að meðaltali tæplega 41 gult spjald og þrjú rauð í hverri umferð. Hefði verkefnið verið virkt þá væri búið að gróðursetja 2241 tré vegna spjaldanna. Ljóst er að verkefnið mun líkast til ekki hafa fráhrindandi áhrif þegar kemur að spjöldum en áhugavert verður að sjá hvort Tyrkland verði skógi vaxið þökk sé grófum fótboltamönnum landsins að nokkrum árum liðnum. Tyrkland Loftslagsmál Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Sjá meira
Tyrkneski fótboltinn hefur löngum verið þekktur fyrir fjölda spjalda. Hvort um sé að kenna spjaldaglöðum dómurum eða sérstaklega grófum fótbolta skal ósagt látið. Tyrkneska fótboltasambandið virðist vilja að spjaldagleðin fái jákvæðari ímynd, þar sem ákvörðun var tekin á stjórnarfundi þess að hefja skildi gróðursetningarverkefni. Fyrir hvert gult spjald sem gefið er hyggst sambandið gróðusetja eitt tré og fimm skuli gróðursett fyrir hvert rautt spjald. Türkiye Futbol Federasyonu Yönetim Kurulu 29.07.2021 tarihli toplant s nda, 2021-2022 sezonundan ba lamak üzere, liglerde görülen her sar kart için 1, her k rm z kart için de 5 adet fidan dikilmesine ili kin TFF Orman Projesi çal malar n n ba lat lmas na karar vermi tir. pic.twitter.com/Rgv4VlR48V— TFF (@TFF_Org) July 29, 2021 Skóglendi hefur minnkað á heimsvísu undanfarin ár, þar sem Amazon-frumskógurinn í Brasilíu hefur til að mynda dregist saman um 8% frá aldamótum. Það á hlut að máli í hlýnun jarðar en tré ljóstillífa, sem felst í því að þau draga til sín kolefni og losa súrefni. Í efstu deild Tyrklands fór 1631 gult spjald á loft á síðustu leiktíð og 122 rauð spjöld, að meðaltali tæplega 41 gult spjald og þrjú rauð í hverri umferð. Hefði verkefnið verið virkt þá væri búið að gróðursetja 2241 tré vegna spjaldanna. Ljóst er að verkefnið mun líkast til ekki hafa fráhrindandi áhrif þegar kemur að spjöldum en áhugavert verður að sjá hvort Tyrkland verði skógi vaxið þökk sé grófum fótboltamönnum landsins að nokkrum árum liðnum.
Tyrkland Loftslagsmál Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Sjá meira