Hárrétt að efnum sé sprautað í líkama fólks en þau séu öll þekkt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. júlí 2021 19:13 Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ónæmisfræðideildar Landspítalans. Vísir/Vilhelm Prófessor í ónæmisfræðum segir mikilvægt að upplýst umræða um bóluefnin og kórónuveiruna haldi áfram. Hann segir það misskilning að óþekkt efni eða efnasambönd séu í bóluefnum gegn Covid-19, þær upplýsingar séu allar uppi á borðum. „Það sem er mikilvægt í þessu eins og í allri þessari umræðu varðandi bólusetningar er að það sem er svo dásamlegt við lýðræðið er að við verðum að eiga samtal og við verðum að hlusta á alla sem hafa áhyggjur og vilja eiga samtal. En við verðum að eiga það samtal á upplýstum grundvelli og það er kannski það sem ég hef reynt að gera,“ segir Björn Rúnar Lúðvíksson, prófessor í ónæmisfræði og yfirlæknir ónæmislækninga á Landspítalanum, í Reykjavík síðdegis í dag. Einhverjir hafa velt upp spurningum um sóttvarnir og innihald bóluefnanna og telja þó óörugg. Björn Rúnar segir að hann, og aðrir sem helgað hafa líf sitt þessum fræðum séu stöðugt á varðbergi gagnvart því að svona meðferðarúrræði séu örugg. „Við sem erum í þessu og höfum helgað lífi okkar þessum fræðum erum stöðugt á varðbergi gagnvart því að þau úrræði sem er verið að þróa að þau valdi fyrst og fremst betri heilsu og lífslíkum hjá viðkomandi heldur en að valda skaða. Við erum þá fyrst til að tilkynna og aðvara ef svo er,“ segir Björn Rúnar. „Við vitum upp á hár hvaða efni þetta eru“ Hann ítrekar þó að mikilvægt sé að halda umræðunni áfram. „En umræðan er mikilvæg og það er auðvitað skylda okkar sem erum í þessu að hlusta á þessar raddir og bregðast við því og skoða þetta.“ Hann segir þó hárrétt hjá þessu fólki að verið sé að sprauta efnum í líkama fólks. „Það er alveg hárrétt hjá þessu ágæta fólki að það er verið að sprauta þarna efnum í líkama fólks en hins vegar vitum við upp á hár hvaða efni þetta eru og þetta eru efni sem hafa verið notuð í öðrum lyfjum áður,“ segir Björn Rúnar. Bóluefnin séu skoðuð ítarlega í litlum hópi áður en þýðið er stækkað hægt og rólega þegar öruggt er orðið að efnin valdi ekki skaða. „Þannig við vitum alveg upp á hár hvaða efni eru í bóluefnunum og það er ítarlega rannsakað og tekið út af algerlega óvilbærum aðilum sem hafa engra hagsmuna að gæta annarra en að gæta hagsmuna almennings þannig að við vitum það alveg,“ segir Björn Rúnar. Hann hafi sjálfur kynnt sér innihald bóluefnanna mjög vel. „Vegna þess að margir af mínum skjólstæðingum hafa ofnæmi eða óþol fyrir ýmiskonar efnum og efnasamböndum þannig að ég verð að vita þetta upp á hár hvað er í þessu til að geta leiðbeint þeim af einhverju viti,“ segir Björn Rúnar. „Það eru þarna margvísleg efni og efnasambönd sem eru örugg í því magni sem verið er að nota þau þannig að ég held að við getum verið róleg en hins vegar er mikilvægt að halda áfram upplýstri umræðu.“ Bólusetningar Reykjavík síðdegis Heilbrigðismál Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
„Það sem er mikilvægt í þessu eins og í allri þessari umræðu varðandi bólusetningar er að það sem er svo dásamlegt við lýðræðið er að við verðum að eiga samtal og við verðum að hlusta á alla sem hafa áhyggjur og vilja eiga samtal. En við verðum að eiga það samtal á upplýstum grundvelli og það er kannski það sem ég hef reynt að gera,“ segir Björn Rúnar Lúðvíksson, prófessor í ónæmisfræði og yfirlæknir ónæmislækninga á Landspítalanum, í Reykjavík síðdegis í dag. Einhverjir hafa velt upp spurningum um sóttvarnir og innihald bóluefnanna og telja þó óörugg. Björn Rúnar segir að hann, og aðrir sem helgað hafa líf sitt þessum fræðum séu stöðugt á varðbergi gagnvart því að svona meðferðarúrræði séu örugg. „Við sem erum í þessu og höfum helgað lífi okkar þessum fræðum erum stöðugt á varðbergi gagnvart því að þau úrræði sem er verið að þróa að þau valdi fyrst og fremst betri heilsu og lífslíkum hjá viðkomandi heldur en að valda skaða. Við erum þá fyrst til að tilkynna og aðvara ef svo er,“ segir Björn Rúnar. „Við vitum upp á hár hvaða efni þetta eru“ Hann ítrekar þó að mikilvægt sé að halda umræðunni áfram. „En umræðan er mikilvæg og það er auðvitað skylda okkar sem erum í þessu að hlusta á þessar raddir og bregðast við því og skoða þetta.“ Hann segir þó hárrétt hjá þessu fólki að verið sé að sprauta efnum í líkama fólks. „Það er alveg hárrétt hjá þessu ágæta fólki að það er verið að sprauta þarna efnum í líkama fólks en hins vegar vitum við upp á hár hvaða efni þetta eru og þetta eru efni sem hafa verið notuð í öðrum lyfjum áður,“ segir Björn Rúnar. Bóluefnin séu skoðuð ítarlega í litlum hópi áður en þýðið er stækkað hægt og rólega þegar öruggt er orðið að efnin valdi ekki skaða. „Þannig við vitum alveg upp á hár hvaða efni eru í bóluefnunum og það er ítarlega rannsakað og tekið út af algerlega óvilbærum aðilum sem hafa engra hagsmuna að gæta annarra en að gæta hagsmuna almennings þannig að við vitum það alveg,“ segir Björn Rúnar. Hann hafi sjálfur kynnt sér innihald bóluefnanna mjög vel. „Vegna þess að margir af mínum skjólstæðingum hafa ofnæmi eða óþol fyrir ýmiskonar efnum og efnasamböndum þannig að ég verð að vita þetta upp á hár hvað er í þessu til að geta leiðbeint þeim af einhverju viti,“ segir Björn Rúnar. „Það eru þarna margvísleg efni og efnasambönd sem eru örugg í því magni sem verið er að nota þau þannig að ég held að við getum verið róleg en hins vegar er mikilvægt að halda áfram upplýstri umræðu.“
Bólusetningar Reykjavík síðdegis Heilbrigðismál Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira