Innlent

Stærsta bylgja faraldursins í aðsigi

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir stærstu bylgju faraldursins í uppsiglingu. 
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir stærstu bylgju faraldursins í uppsiglingu.  Vísir/Vilhelm

Hlutfall bólusettra sem veikjast alvarlega eftir að hafa smitast af kórónuveirunni er það sama hér á landi og í Ísrael eða eitt prósent. 122 greindust smitaðir af veirunni innanlands í gær, þar af einn sem lá á krabbameinslækningadeild Landspítalans auk tveggja starfsmanna. Deildinni hefur verið lokað tíma­bundið fyrir inn­lögnum á meðan allir sjúk­lingar og starfs­fólk bíða eftir niður­stöðum skimunar.

Af þeim sem greindust í gær voru um 34 óbólusettir og rúmur helmingur var utan sóttkvíar

Tveir 90 ára og eldri hafa greinst með Covid og fjórir á aldrinum 80 til 89.

Um ellefu prósent fullorðinna sem hafa greinst með Covid síðustu tvær vikur eru óbólusettir samkvæmt upplýsingum fréttastofu. 

91 starfsmaður Landspítalans er í einangrun og eitt smit greindist hjá inniliggjandi sjúklingi á blóð- og krabbameinslækningadeild. Deildinni hefur nú verið lokað tímabundið meðan skimun er í gangi. 

Sóttvarnayfirvöld hafa horft til Ísraels þar sem faraldurinn geysar einnig hjá bólusettri þjóð en þar hefur um 1% af þeim sem smitast veikst alvarlega. Það er einmitt staða hér á landi. 

Ísland er appelsínugultu á litakóðunarkorti sóttvarnastofnunar Evrópu en væri rautt ef miðað er við nýgengi smita í dag. Yfirlögregluþjónn hjá ríkislögrglustjóra segir útbreiðsla faraldursins mun meiri nú í samfélaginu en áður. 

„Við erum að sjá smit um allt land í öllum póstnúmerum og víða innan þeirra svæða og miklu útbreiddara og stefnir í að vera miklu stærri bylgja en við höfum séð áður,“ segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra.


Tengdar fréttir

Sjúk­lingur á krabba­meins­deild er smitaður

Sjúk­lingur sem er inni­liggjandi á blóð- og krabba­meins­lækninga­deild 11EG á Land­spítalanum greindist ó­vænt með Co­vid-19 smit í gær. Tveir starfs­menn deildarinnar eru einnig smitaðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×