Inga Sæland krefst þess að Alþingi komi saman vegna faraldursins Heimir Már Pétursson skrifar 29. júlí 2021 12:08 Inga Sæland segir álagið á heilbrigðisstarfsfólk hafa verið gríðarlegt og ganga þurfi ákveðið til verks til að fjölga starfsfólki Landspítalans. Vísir/Vilhelm Inga Sæland formaður Flokks fólksins krefst þess að Alþingi verði þegar kallað saman vegna þeirrar stöðu sem komin er upp í kórónuveirufaraldrinum. Neyðarástand ríki í samfélaginu og styrkja þurfi sóttvarnaráðstafanir og heilbrigðiskerfið. Útbeireiðsla kórónuveirunnar hefur verið í veldisvexti hér á landi undanfarnar tvær vikur og met slegið í fjölda smitaðra undanfarna tvo daga. Enn sem komið er hefur hærra hlutfall óbólusettra smitast en fólk úr báðum hópum hefur verið lagt inn á sjúkrahús þó aðeins einn óbólusettur á gjörgæsludeild og er hann undir sextíu ára aldri. Inga Sæland er þessa stundina að senda öllum þingmönnum bréf til að afla fylgis þeirra við að Alþingi verði kallað saman nú þegar vegna stöðunnar í kórónuveirufaraldrinum.Vísir/Vilhelm Inga Sæland formaður Flokks fólksins er þessa stundina að senda öllum þingmönnum bréf með áskorun um að þeir taki undir með henni að Alþingi verði nú þegar kallað saman vegna stöðunnar. „Ef einhvern tíma hefur verið þörf á að blása kjark í þjóðina og axla ábyrgð sem kjörinn fulltrúi er það akkúrat nú í þessum fordæmalausa heimsfaraldri sem er í veldisvexti hér innanlands. Alvarleikinn er þetta gríðarlega álag á starfsmenn Landspítalans sem er í rauninni búinn að vera á hættustigi síðan 23. júlí síðast liðinn. Þannig að ég tel ástandið einfaldlega lífshættulegt,“ segir Inga. Það verði því að gera eitthvað róttækt fyrir Landspítalann því starfsfólk sé undir gríðarlegu álagi og ástandið komi niður á þjónustu við aðra sjúklinga en þá sem væru veikir af covid. En hluti erfiðrar stöðu spítalans er mönnunarvandi. Heilbrigðisstarfsfólk verður kannski ekki tínt upp af götunni? „Það er bara akkúrat það sem við verðum að fara að reyna að gera. Það er bara svoleiðis. Við verðum að sækja fólkið og vera skilvirkari í því. Borga almennilega fyrir það í krónum talið ef það er það sem stendur í veginum. Við verðum einfaldlega að tryggja heilbrigðiskerfið okkar. Við erum ekki farin að sjá fyrir endann og það er talað um að engum hátíndi hafi verið náð hvað það varðar. Smitaðir hér á annað hundrað dag eftir dag. Þannig að ástandið er þannig finnst mér að ég gæti engan veginn skilið hvernig hægt væri að réttlæta að Alþingi kæmi ekki saman á þessari stundu,“ segir Inga Sæland. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Ísland er appelsínugult á nýju korti Ísland er appelsínugult á nýútgefnu korti Sóttvarnarstofnunar Evrópu sem gefið var út rétt í þessu. 29. júlí 2021 11:31 Tíu á sjúkrahúsi og tveir á gjörgæslu Tíu sjúklingar liggja nú inni á Landspítala vegna Covid-19, þar af tveir á gjörgæsludeild. Þrír hafa verið lagðir inn frá því snemma í gær og fjölgaði um einn á gjörgæslu. 29. júlí 2021 11:09 118 greindust innanlands Í gær greindust minnst 118 einstaklingar innanlands með Covid-19. Þar af voru 34 óbólusettir og fjórir hálfbólusettir. 67 eða rúmur helmingur var utan sóttkvíar við greiningu. 29. júlí 2021 10:43 Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Fleiri fréttir Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Sjá meira
Útbeireiðsla kórónuveirunnar hefur verið í veldisvexti hér á landi undanfarnar tvær vikur og met slegið í fjölda smitaðra undanfarna tvo daga. Enn sem komið er hefur hærra hlutfall óbólusettra smitast en fólk úr báðum hópum hefur verið lagt inn á sjúkrahús þó aðeins einn óbólusettur á gjörgæsludeild og er hann undir sextíu ára aldri. Inga Sæland er þessa stundina að senda öllum þingmönnum bréf til að afla fylgis þeirra við að Alþingi verði kallað saman nú þegar vegna stöðunnar í kórónuveirufaraldrinum.Vísir/Vilhelm Inga Sæland formaður Flokks fólksins er þessa stundina að senda öllum þingmönnum bréf með áskorun um að þeir taki undir með henni að Alþingi verði nú þegar kallað saman vegna stöðunnar. „Ef einhvern tíma hefur verið þörf á að blása kjark í þjóðina og axla ábyrgð sem kjörinn fulltrúi er það akkúrat nú í þessum fordæmalausa heimsfaraldri sem er í veldisvexti hér innanlands. Alvarleikinn er þetta gríðarlega álag á starfsmenn Landspítalans sem er í rauninni búinn að vera á hættustigi síðan 23. júlí síðast liðinn. Þannig að ég tel ástandið einfaldlega lífshættulegt,“ segir Inga. Það verði því að gera eitthvað róttækt fyrir Landspítalann því starfsfólk sé undir gríðarlegu álagi og ástandið komi niður á þjónustu við aðra sjúklinga en þá sem væru veikir af covid. En hluti erfiðrar stöðu spítalans er mönnunarvandi. Heilbrigðisstarfsfólk verður kannski ekki tínt upp af götunni? „Það er bara akkúrat það sem við verðum að fara að reyna að gera. Það er bara svoleiðis. Við verðum að sækja fólkið og vera skilvirkari í því. Borga almennilega fyrir það í krónum talið ef það er það sem stendur í veginum. Við verðum einfaldlega að tryggja heilbrigðiskerfið okkar. Við erum ekki farin að sjá fyrir endann og það er talað um að engum hátíndi hafi verið náð hvað það varðar. Smitaðir hér á annað hundrað dag eftir dag. Þannig að ástandið er þannig finnst mér að ég gæti engan veginn skilið hvernig hægt væri að réttlæta að Alþingi kæmi ekki saman á þessari stundu,“ segir Inga Sæland.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Ísland er appelsínugult á nýju korti Ísland er appelsínugult á nýútgefnu korti Sóttvarnarstofnunar Evrópu sem gefið var út rétt í þessu. 29. júlí 2021 11:31 Tíu á sjúkrahúsi og tveir á gjörgæslu Tíu sjúklingar liggja nú inni á Landspítala vegna Covid-19, þar af tveir á gjörgæsludeild. Þrír hafa verið lagðir inn frá því snemma í gær og fjölgaði um einn á gjörgæslu. 29. júlí 2021 11:09 118 greindust innanlands Í gær greindust minnst 118 einstaklingar innanlands með Covid-19. Þar af voru 34 óbólusettir og fjórir hálfbólusettir. 67 eða rúmur helmingur var utan sóttkvíar við greiningu. 29. júlí 2021 10:43 Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Fleiri fréttir Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Sjá meira
Ísland er appelsínugult á nýju korti Ísland er appelsínugult á nýútgefnu korti Sóttvarnarstofnunar Evrópu sem gefið var út rétt í þessu. 29. júlí 2021 11:31
Tíu á sjúkrahúsi og tveir á gjörgæslu Tíu sjúklingar liggja nú inni á Landspítala vegna Covid-19, þar af tveir á gjörgæsludeild. Þrír hafa verið lagðir inn frá því snemma í gær og fjölgaði um einn á gjörgæslu. 29. júlí 2021 11:09
118 greindust innanlands Í gær greindust minnst 118 einstaklingar innanlands með Covid-19. Þar af voru 34 óbólusettir og fjórir hálfbólusettir. 67 eða rúmur helmingur var utan sóttkvíar við greiningu. 29. júlí 2021 10:43