Endurræsing símtækja geti gert símaþrjótum erfiðara fyrir Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 28. júlí 2021 17:02 Í handbók starfsmanna þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna er mælt með því að starfsfólk endurræsi símana sína að lágmarki einu sinni í viku. Getty/Sean Gallup Fulltrúi leyniþjónustunefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings hefur deilt ráði sem á að gera óprúttnum aðilum erfiðara fyrir brjótast inn í síma og stela upplýsingum. Ráðið er athyglisvert fyrir þær sakir að það gæti ekki verið einfaldara. Angus King, fulltrúi leyniþjónustunefndarinnar, deildi ráðinu á öryggisfundi með starfsfólki sínu. Á stafrænum tímum eins og við lifum á, þar sem síma- og tölvuþrjótar leynast víða, mætti ætla að ráðið fæli í sér flóknar aðgerðir - en svo er ekki. Ráð Kings felst einfaldlega í því að slökkva á símanum og kveikja á honum aftur. Í handbók starfsmanna þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna er mælt með því að starfsfólk endurræsi símana sína að lágmarki einu sinni í viku. Patrick Wardle, öryggissérfræðingur hjá stofnuninni segir síma vera eins konar stafrænar sálir. Þeir eru nánast alltaf við hönd og geyma gífurlegt magn persónulegra og viðkvæmra upplýsinga sem óprúttnir aðilar gætu notfært sér. Það er til að mynda hægt að kveikja á myndavél og hljóðnema símans og fylgjast með staðsetningu. Breyttar aðferðir síma- og tölvuþrjóta Tölvu- og símaþrjótar eru ekki undanskildir þeirri stafrænu þróun sem hefur átt sér stað síðustu ár og áratugi. Hér áður fyrr sendu þeir gjarnan hlekk sem eigandi símans þurfti að smella á til þess að þeir fengju aðgang að tækinu. Í dag virðast þrjótarnir geta fengið aðgang að tækinu án nokkurra afskipta eigandans. Þessar nýju aðferðir símaþrjótanna virðast þó ráða illa við það að símarnir séu endurræstir. Þrjótunum þykir það þó eflaust ekki stór galli, þar sem sárafáir hafa tileinkað sér það að endurræsa símana sína reglulega. Það skal þó tekið fram að það að endurræsa símann getur ekki komið alfarið í veg fyrir að hægt sé að brjótast inn í hann. Það getur hins vegar gert jafnvel reyndustu þrjótum erfiðara fyrir, bæði að brjótast inn og að stela gögnum. Tækni Netöryggi Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Angus King, fulltrúi leyniþjónustunefndarinnar, deildi ráðinu á öryggisfundi með starfsfólki sínu. Á stafrænum tímum eins og við lifum á, þar sem síma- og tölvuþrjótar leynast víða, mætti ætla að ráðið fæli í sér flóknar aðgerðir - en svo er ekki. Ráð Kings felst einfaldlega í því að slökkva á símanum og kveikja á honum aftur. Í handbók starfsmanna þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna er mælt með því að starfsfólk endurræsi símana sína að lágmarki einu sinni í viku. Patrick Wardle, öryggissérfræðingur hjá stofnuninni segir síma vera eins konar stafrænar sálir. Þeir eru nánast alltaf við hönd og geyma gífurlegt magn persónulegra og viðkvæmra upplýsinga sem óprúttnir aðilar gætu notfært sér. Það er til að mynda hægt að kveikja á myndavél og hljóðnema símans og fylgjast með staðsetningu. Breyttar aðferðir síma- og tölvuþrjóta Tölvu- og símaþrjótar eru ekki undanskildir þeirri stafrænu þróun sem hefur átt sér stað síðustu ár og áratugi. Hér áður fyrr sendu þeir gjarnan hlekk sem eigandi símans þurfti að smella á til þess að þeir fengju aðgang að tækinu. Í dag virðast þrjótarnir geta fengið aðgang að tækinu án nokkurra afskipta eigandans. Þessar nýju aðferðir símaþrjótanna virðast þó ráða illa við það að símarnir séu endurræstir. Þrjótunum þykir það þó eflaust ekki stór galli, þar sem sárafáir hafa tileinkað sér það að endurræsa símana sína reglulega. Það skal þó tekið fram að það að endurræsa símann getur ekki komið alfarið í veg fyrir að hægt sé að brjótast inn í hann. Það getur hins vegar gert jafnvel reyndustu þrjótum erfiðara fyrir, bæði að brjótast inn og að stela gögnum.
Tækni Netöryggi Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira