Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Selfoss 2-1 | Úlfa skaut Stjörnukonum upp í 3. sætið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. júlí 2021 21:52 Stjörnukonur unnu verðskuldan sigur á Selfyssingum. vísir/Hulda Margrét Stjarnan komst upp í 3. sæti Pepsi Max-deildar kvenna með 2-1 sigri á Selfossi á Samsung-vellinum í Garðabæ í kvöld. Caity Heap kom Selfossi yfir snemma leiks en Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir tryggði Stjörnunni stigin þrjú með tveimur mörkum í seinni hálfleik. Þetta var hennar síðasti leikur fyrir Stjörnuna í bili en hún er á leið til Bandaríkjanna í háskóla. Selfoss er í 5. sæti deildarinnar en liðið hefur aðeins unnið einn af síðustu níu leikjum sínum í deild og bikar. Selfyssingar hafa ekki alltaf uppskorið eins og þeir hafa sáð að undanförnu en í kvöld fengu þeir nákvæmlega það sem þeir áttu skilið; ekki neitt. Stjarnan var talsvert sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en var samt undir að honum loknum. Heap kom Selfossi yfir með glæsilegu skoti fyrir utan vítateig upp í samskeytin á 15. mínútu. Hún fékk frítt aðhlaup að vítateignum og nýtti sér það til hins ítrasta. Fjórum mínútum síðar átti Gyða Kristín Gunnarsdóttir skot í slá. Katrín Ásbjörnsdóttir komst einnig nálægt því að skora á 9. mínútu þegar hún skallaði framhjá en annars áttu Stjörnukonur fá afgerandi færi í fyrri hálfleik. Þær áttu fjölda skota en Benedicte Håland þurfti ekki að hafa mikið fyrir að verja þau. Stjarnan byrjaði seinni hálfleikinn af krafti og á 51. mínútu fékk Úlfa dauðafæri en skaut framhjá. Þremur mínútum síðar slapp hún aftur í gegn og skoraði þá með föstu skoti. Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss, var ósáttur við að fá ekki aukaspyrnu í aðdraganda marksins og hafði ýmislegt til síns máls og rúmlega það. Markið kom eftir slaka sendingu Selfyssinga út úr vörninni en þær voru allmargar í leiknum í kvöld. Úlfa var áfram ógnandi og á 75. mínútu slapp hún í gegn en Kristrún Rut Antonsdóttir elti hana uppi og komst fyrir skotið. Fimm mínútum seinna slapp Úlfa aftur í gegn eftir sendingu Ingibjargar Lúcíu Ragnarsdóttur. Úlfa sá að Benedicte var of framarlega í markinu og lyfti boltanum glæsilega yfir hana og skoraði sitt annað mark. Það sem eftir lifði leiks voru Stjörnukonur nær því að bæta við mörkum en Selfyssingar að jafna. Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir slapp í gegn en Benedicte varði og hún bjargaði svo aftur frá Katrínu. Selfoss vaknaði aðeins til lífsins undir lokin og fékk tvö hálffæri en meira var það ekki. Lokatölur 2-1, Stjörnunni í vil. Af hverju vann Stjarnan? Þrátt fyrir að vera undir eftir fyrri hálfleikinn spilaði Stjarnan vel í honum og enn betur í þeim seinni. Þá voru Garðbæingar rólegri og yfirvegaðri á síðasta þriðungnum og sköpuðu sér fleiri og betri færi en í fyrri hálfleik. Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, breytti aðeins uppleggi sínu í hálfleik og færði Úlfu Dís framar á völlinn sem heppnaðist fullkomlega. Hverjar stóðu upp úr? Gyða var besti leikmaður Stjörnunnar í fyrri hálfleik og í þeim seinni tók Úlfa við keflinu. Hún var síógnandi og skoraði tvö afar lagleg mörk. Það síðara var sérstaklega gott. Alma Mathiesen lék vel á vinstri kantinum í fyrri hálfleik, Stjörnuvörnin var góð og Ingibjörg öflug á miðjunni. Þá var Halla Margrét Hinriksdóttir örugg í sínum fyrsta leik í marki Garðbæinga. Benedicte var með tölfræði sem handboltamarkvörður hefði verið stoltur af en var gripin í bólinu í sigurmarkinu. Hvað gekk illa? Vandræði Selfyssinga í leiknum voru að stórum hluta heimatilbúin. Þeir voru afar klaufalegir í sínu uppspili og voru heppnir að Stjörnukonur refsuðu ekki enn frekar fyrir öll mistökin sem þeir gerðu. Sóknarleikur Selfoss var svo mjög bitlaus og Brenna Lovera, þeirra fremsti maður, fékk úr litlu að moða. Hvað gerist næst? Næsti leikur Stjörnunnar er föstudaginn 6. ágúst gegn Þór/KA á Samsung-vellinum. Mánudaginn 9. ágúst fær Selfoss Þrótt í heimsókn í mikilvægum leik í baráttunni um 3. sætið. Úlfa: Vissum allan tímann að við myndum koma til baka Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir skoraði sín fyrstu, og síðustu, mörk í sumar gegn Selfossi.vísir/vilhelm Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir skoraði bæði mörk Stjörnunnar þegar liðið sigraði Selfoss, 2-1, í kvöld. Þetta var síðasti leikur Úlfu fyrir Stjörnuna í bili en hún er á leið til Bandaríkjanna í háskólanám. Hún var að vonum ánægð eftir kveðjuleikinn og sagði að frammistaða Stjörnukvenna í kvöld hafi verið ein þeirra besta í sumar. „Mér fannst það. Þetta spilaðist mjög vel,“ sagði Úlfa. Stjarnan lenti undir á 15. mínútu en lét það ekki á sig fá. „Við vissum allan tímann að við myndum koma til baka og vorum með stjórn á leiknum,“ sagði Úlfa. Hún var færð framar í seinni hálfleik og var mjög ógnandi. „Við lögðum upp með þetta og þetta gekk mjög vel. Mér leið mjög vel í þessari stöðu og ég fékk mörg færi,“ sagði Úlfa. Hún skoraði sigurmark Stjörnunnar tíu mínútum fyrir leikslok. Hún lyfti boltanum þá laglega yfir Benedicte Håland í marki Selfoss. „Ég sá að hún sneri baki í mig og ákvað að láta smella honum í markið,“ sagði Úlfa. Hún fer til Bandaríkjanna á morgun og þar ætlar hún að fylgjast vel með liðsfélögunum sínum í síðustu leikjum tímabilsins. „Ég mun styðja þær, horfa á alla leikina og hvetja þær áfram,“ sagði Úlfa að endingu. Alfreð: Er svolítið sjokkeraður Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss, viðurkenndi að sitt lið hefði ekki átt neitt skilið út úr leiknum gegn Stjörnunni.vísir/Hulda Margrét Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss, var svekktur eftir leikinn gegn Stjörnunni og eiginlega frekar brugðið. „Við áttum ekkert skilið úr þessum leik, vorum mjög slakar og undir í öllum atriðum fótboltans,“ sagði Alfreð. Selfyssingar komu sér oft og ítrekað í vandræði með slökum sendingum út úr vörninni. „Við áttum í bölvuðum vandræðum með að tengja saman sendingar. Þetta var mjög erfiður og mjög slakur leikur að okkar hálfu,“ sagði Alfreð. Þrátt fyrir frekar slaka spilamennsku var Selfoss yfir í hálfleik. En hvaða skilaboðum kom Alfreð áleiðis í hálfleiksræðu sinni? „Að gera betur og þora að gera mistök en samt ekki sömu mistökin aftur og aftur. Það sást langar leiðir að við áttum í bölvuðum vandræðum. Þetta var mjög slakt,“ sagði Alfreð. Selfoss tapaði einnig síðasta leik gegn Breiðabliki en spilaði miklu betur þá en í kvöld. „Þetta var klárlega skref aftur á bak. Þótt þetta sé þriðji leikurinn á átta dögum er það engin afsökun. Við áttum að geta komið hingað og spila á fullri orku en ég er svolítið sjokkeraður,“ sagði Alfreð. Hann var ekki sáttur með að jöfnunarmark Stjörnunnar hafi fengið að standa. „Í fyrsta lagi fannst mér brotið á mínum leikmanni og í öðru lagi fór þetta í höndina á leikmanni Stjörnunnar. En dómarinn dæmdi ekki og hann var ekkert búinn að dæma í leiknum. Þetta var línan hjá okkur. Hann dæmdi ekki neitt,“ sagði Alfreð að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Stjarnan UMF Selfoss
Stjarnan komst upp í 3. sæti Pepsi Max-deildar kvenna með 2-1 sigri á Selfossi á Samsung-vellinum í Garðabæ í kvöld. Caity Heap kom Selfossi yfir snemma leiks en Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir tryggði Stjörnunni stigin þrjú með tveimur mörkum í seinni hálfleik. Þetta var hennar síðasti leikur fyrir Stjörnuna í bili en hún er á leið til Bandaríkjanna í háskóla. Selfoss er í 5. sæti deildarinnar en liðið hefur aðeins unnið einn af síðustu níu leikjum sínum í deild og bikar. Selfyssingar hafa ekki alltaf uppskorið eins og þeir hafa sáð að undanförnu en í kvöld fengu þeir nákvæmlega það sem þeir áttu skilið; ekki neitt. Stjarnan var talsvert sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en var samt undir að honum loknum. Heap kom Selfossi yfir með glæsilegu skoti fyrir utan vítateig upp í samskeytin á 15. mínútu. Hún fékk frítt aðhlaup að vítateignum og nýtti sér það til hins ítrasta. Fjórum mínútum síðar átti Gyða Kristín Gunnarsdóttir skot í slá. Katrín Ásbjörnsdóttir komst einnig nálægt því að skora á 9. mínútu þegar hún skallaði framhjá en annars áttu Stjörnukonur fá afgerandi færi í fyrri hálfleik. Þær áttu fjölda skota en Benedicte Håland þurfti ekki að hafa mikið fyrir að verja þau. Stjarnan byrjaði seinni hálfleikinn af krafti og á 51. mínútu fékk Úlfa dauðafæri en skaut framhjá. Þremur mínútum síðar slapp hún aftur í gegn og skoraði þá með föstu skoti. Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss, var ósáttur við að fá ekki aukaspyrnu í aðdraganda marksins og hafði ýmislegt til síns máls og rúmlega það. Markið kom eftir slaka sendingu Selfyssinga út úr vörninni en þær voru allmargar í leiknum í kvöld. Úlfa var áfram ógnandi og á 75. mínútu slapp hún í gegn en Kristrún Rut Antonsdóttir elti hana uppi og komst fyrir skotið. Fimm mínútum seinna slapp Úlfa aftur í gegn eftir sendingu Ingibjargar Lúcíu Ragnarsdóttur. Úlfa sá að Benedicte var of framarlega í markinu og lyfti boltanum glæsilega yfir hana og skoraði sitt annað mark. Það sem eftir lifði leiks voru Stjörnukonur nær því að bæta við mörkum en Selfyssingar að jafna. Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir slapp í gegn en Benedicte varði og hún bjargaði svo aftur frá Katrínu. Selfoss vaknaði aðeins til lífsins undir lokin og fékk tvö hálffæri en meira var það ekki. Lokatölur 2-1, Stjörnunni í vil. Af hverju vann Stjarnan? Þrátt fyrir að vera undir eftir fyrri hálfleikinn spilaði Stjarnan vel í honum og enn betur í þeim seinni. Þá voru Garðbæingar rólegri og yfirvegaðri á síðasta þriðungnum og sköpuðu sér fleiri og betri færi en í fyrri hálfleik. Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, breytti aðeins uppleggi sínu í hálfleik og færði Úlfu Dís framar á völlinn sem heppnaðist fullkomlega. Hverjar stóðu upp úr? Gyða var besti leikmaður Stjörnunnar í fyrri hálfleik og í þeim seinni tók Úlfa við keflinu. Hún var síógnandi og skoraði tvö afar lagleg mörk. Það síðara var sérstaklega gott. Alma Mathiesen lék vel á vinstri kantinum í fyrri hálfleik, Stjörnuvörnin var góð og Ingibjörg öflug á miðjunni. Þá var Halla Margrét Hinriksdóttir örugg í sínum fyrsta leik í marki Garðbæinga. Benedicte var með tölfræði sem handboltamarkvörður hefði verið stoltur af en var gripin í bólinu í sigurmarkinu. Hvað gekk illa? Vandræði Selfyssinga í leiknum voru að stórum hluta heimatilbúin. Þeir voru afar klaufalegir í sínu uppspili og voru heppnir að Stjörnukonur refsuðu ekki enn frekar fyrir öll mistökin sem þeir gerðu. Sóknarleikur Selfoss var svo mjög bitlaus og Brenna Lovera, þeirra fremsti maður, fékk úr litlu að moða. Hvað gerist næst? Næsti leikur Stjörnunnar er föstudaginn 6. ágúst gegn Þór/KA á Samsung-vellinum. Mánudaginn 9. ágúst fær Selfoss Þrótt í heimsókn í mikilvægum leik í baráttunni um 3. sætið. Úlfa: Vissum allan tímann að við myndum koma til baka Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir skoraði sín fyrstu, og síðustu, mörk í sumar gegn Selfossi.vísir/vilhelm Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir skoraði bæði mörk Stjörnunnar þegar liðið sigraði Selfoss, 2-1, í kvöld. Þetta var síðasti leikur Úlfu fyrir Stjörnuna í bili en hún er á leið til Bandaríkjanna í háskólanám. Hún var að vonum ánægð eftir kveðjuleikinn og sagði að frammistaða Stjörnukvenna í kvöld hafi verið ein þeirra besta í sumar. „Mér fannst það. Þetta spilaðist mjög vel,“ sagði Úlfa. Stjarnan lenti undir á 15. mínútu en lét það ekki á sig fá. „Við vissum allan tímann að við myndum koma til baka og vorum með stjórn á leiknum,“ sagði Úlfa. Hún var færð framar í seinni hálfleik og var mjög ógnandi. „Við lögðum upp með þetta og þetta gekk mjög vel. Mér leið mjög vel í þessari stöðu og ég fékk mörg færi,“ sagði Úlfa. Hún skoraði sigurmark Stjörnunnar tíu mínútum fyrir leikslok. Hún lyfti boltanum þá laglega yfir Benedicte Håland í marki Selfoss. „Ég sá að hún sneri baki í mig og ákvað að láta smella honum í markið,“ sagði Úlfa. Hún fer til Bandaríkjanna á morgun og þar ætlar hún að fylgjast vel með liðsfélögunum sínum í síðustu leikjum tímabilsins. „Ég mun styðja þær, horfa á alla leikina og hvetja þær áfram,“ sagði Úlfa að endingu. Alfreð: Er svolítið sjokkeraður Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss, viðurkenndi að sitt lið hefði ekki átt neitt skilið út úr leiknum gegn Stjörnunni.vísir/Hulda Margrét Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss, var svekktur eftir leikinn gegn Stjörnunni og eiginlega frekar brugðið. „Við áttum ekkert skilið úr þessum leik, vorum mjög slakar og undir í öllum atriðum fótboltans,“ sagði Alfreð. Selfyssingar komu sér oft og ítrekað í vandræði með slökum sendingum út úr vörninni. „Við áttum í bölvuðum vandræðum með að tengja saman sendingar. Þetta var mjög erfiður og mjög slakur leikur að okkar hálfu,“ sagði Alfreð. Þrátt fyrir frekar slaka spilamennsku var Selfoss yfir í hálfleik. En hvaða skilaboðum kom Alfreð áleiðis í hálfleiksræðu sinni? „Að gera betur og þora að gera mistök en samt ekki sömu mistökin aftur og aftur. Það sást langar leiðir að við áttum í bölvuðum vandræðum. Þetta var mjög slakt,“ sagði Alfreð. Selfoss tapaði einnig síðasta leik gegn Breiðabliki en spilaði miklu betur þá en í kvöld. „Þetta var klárlega skref aftur á bak. Þótt þetta sé þriðji leikurinn á átta dögum er það engin afsökun. Við áttum að geta komið hingað og spila á fullri orku en ég er svolítið sjokkeraður,“ sagði Alfreð. Hann var ekki sáttur með að jöfnunarmark Stjörnunnar hafi fengið að standa. „Í fyrsta lagi fannst mér brotið á mínum leikmanni og í öðru lagi fór þetta í höndina á leikmanni Stjörnunnar. En dómarinn dæmdi ekki og hann var ekkert búinn að dæma í leiknum. Þetta var línan hjá okkur. Hann dæmdi ekki neitt,“ sagði Alfreð að lokum.
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti