Fór úr því að geta varla gengið í að vinna Ólympíugull Valur Páll Eiríksson skrifar 27. júlí 2021 23:31 Tom Dean þurfti að yfirstíga margt til að ná gullinu í dag. Jean Catuffe/Getty Images Bretinn Tom Dean hlaut í dag gullverðlaun á Ólympíuleikunum eftir hafa komið fyrstur í bakkann í 200 metra skriðsundi í lauginni í Tókýó. Dean átti erfiða leið á leikana. Hinn 21 árs gamli Dean sigraðist á miklu mótlæti til að komast á leikana og hvað þá að fagna sigri. Hann smitaðist tvisvar af kórónuveirunni á síðasta ári sem lagðist töluvert illa í hann í bæði skiptin. Breska ríkisútvarpið, BBC, greinir frá því að hann hafi verið svo illa haldinn að hann hafi varla getið gengið upp stiga án þess að glíma við mikinn hósta og öndunarvandamál. Dean var frá æfingum í þrjár vikur í báðum tilfellum og segir það hafa verið erfitt bæði líkamlega og andlega í aðdraganda leikanna. „Þriggja vikna aðlögun mín áður en ég gat hafið æfingar á ný þurfti að vera vel skipulögð til að koma í veg fyrir langtíma skaða á hjarta og lungu, svo það var ógnvekjandi,“ sagði Dean. „Það olli mér uppnámi því að enginn tekur sér sex vikna pásu í aðdraganda Ólympíuleika. Þetta var mikið áfall fyrir allt kerfið.“ Þrátt fyrir áföllin kom Dean fyrstur í bakkann í úrslitasundinu í 200 metra skriðsundi í morgun, aðeins 0,04 sekúndum á undan landa sínum Duncan Scott sem hlaut silfur. Dean kom í bakkann á einni mínútu og 44,22 sekúndum sem er nýtt landsmet og næst besti tími ársins í greininni. „Þegar ég sat í einangrun í íbúðinni minni virtist Ólympíugull vera milljón mílur í burtu,“ segir Dean sem sannarlega vann fyrir gullinu. Sund Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Bretland Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sjá meira
Hinn 21 árs gamli Dean sigraðist á miklu mótlæti til að komast á leikana og hvað þá að fagna sigri. Hann smitaðist tvisvar af kórónuveirunni á síðasta ári sem lagðist töluvert illa í hann í bæði skiptin. Breska ríkisútvarpið, BBC, greinir frá því að hann hafi verið svo illa haldinn að hann hafi varla getið gengið upp stiga án þess að glíma við mikinn hósta og öndunarvandamál. Dean var frá æfingum í þrjár vikur í báðum tilfellum og segir það hafa verið erfitt bæði líkamlega og andlega í aðdraganda leikanna. „Þriggja vikna aðlögun mín áður en ég gat hafið æfingar á ný þurfti að vera vel skipulögð til að koma í veg fyrir langtíma skaða á hjarta og lungu, svo það var ógnvekjandi,“ sagði Dean. „Það olli mér uppnámi því að enginn tekur sér sex vikna pásu í aðdraganda Ólympíuleika. Þetta var mikið áfall fyrir allt kerfið.“ Þrátt fyrir áföllin kom Dean fyrstur í bakkann í úrslitasundinu í 200 metra skriðsundi í morgun, aðeins 0,04 sekúndum á undan landa sínum Duncan Scott sem hlaut silfur. Dean kom í bakkann á einni mínútu og 44,22 sekúndum sem er nýtt landsmet og næst besti tími ársins í greininni. „Þegar ég sat í einangrun í íbúðinni minni virtist Ólympíugull vera milljón mílur í burtu,“ segir Dean sem sannarlega vann fyrir gullinu.
Sund Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Bretland Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sjá meira