Lögregluþjónar þingsins segja sögu sína: „Þú munt deyja á hnjánum“ Samúel Karl Ólason og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 27. júlí 2021 23:00 Lögregluþjónarnir fjórir í myndatöku eftir nefndarfundinn í dag. Frá vinstri: Aquilino Gonell, Michael Fanone, Harry Dunn og Daniel Hodges. AP/Bill O'Leary Yfirheyrslur hófust í dag fyrir rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings vegna árásarinnar á þinghúsið í Washington DC í byrjun árs. Lögregluþjónar sem voru á vakt þann dag voru þeir fyrstu sem mættu fyrir þingnefnd sem ætlað er að rannsaka árásina á þinghúsið þann dag. Þá brutu stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, sér leið inn í þinghúsið með því markmiði að stöðva formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna í fyrra, sem Trump tapaði. Áhlaupinu hefur verið lýst sem fordæmalausri árás á lýðræðið og hófust yfirheyrslur fyrir rannsóknarnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í dag. „Sumir reyna að afneita því sem gerðist, hvítþvo það, breyta uppreisnarmönnum í píslarvotta, en allur heimurinn sá raunveruleika þess sem gerðist 6. janúar, gálgana standa þarna fyrir utan þinghúsið, “ sagði Bennie Thompson, formaður rannsóknarnefndarinnar, í dag. Nefndin leggur áherslu á mikilvægi þess að komast til botns í málinu og vinna gegn skipulegum lygum um atburðarásina sem enn eigi sér stað. „Við þurfum að vita, mínútu fyrir mínútu, hvað gerðist 6. janúar. Við þurfum að skilja hvernig hin herfilega lygi um 6.janúar hefur haldið áfram að dreifast og næra þau öfl sem vilja grafa undan bandarísku lýðræði. Og við þurfum að finna leið til að bæta skaðann,“ sagði Thompson. Lýstu ofbeldi og fordómum Fjórir lögregluþjónar mættu á fund nefndarinnar í dag og voru þeir mjög harðorðir í garð óeirðaseggja sem réðust á þá og Repúblikana sem hafa ítrekað gert lítið úr árásinni og jafnvel neitað því að ofbeldi hafi átt sér stað. Þá lýstu þeir alvarlegu ofbeldi og kynþáttafordómum sem þeir urðu fyrir. Meðal lögregluþjónanna var Michael Fanone, sem sagði frá því að hann hefði verið barinn, gefið raflost og kallaður svikari. Læknar sögðu honum eftir á að hann hefði fengið vægt hjartaáfall í átökunum, samkvæmt AP fréttaveitunni. Hann sagði að þegar hann var dreginn úr varnarlínu lögregluþjóna af óeirðaseggjum hefði hann verið meðvitundarlaus í um það bil fjórar mínútur. Nokkrir hefðu reynt að ná byssunni af honum og jafnvel lagt til að skjóta hann með byssunni. Officer Fanone on getting pulled off the line of law enforcement officers by insurrectionists on January 6: "I knew that I was in -- I was up shit creek without a paddle ... based off the body-worn camera footage, it's believed that I was unconscious for approximately 4 minutes" pic.twitter.com/6R0OPYnKyR— Aaron Rupar (@atrupar) July 27, 2021 Daniel Hodges sagði óeirðaseggina hafa froðufellt af reiði á meðan þeir krömdu hann milli tveggja hurða og börðu hann í höfuðið með hans eigin kylfu. Hann sagði mann hafa öskrað á sig að hann myndi deyja á hnjánum. Harry Dunn sagðist ítrekað hafa verið kallaður n-orðinu af óeirðaseggjum þegar hann var að verja inngang þingsals fulltrúadeildarinnar. Aquilino Gonell sagðist hafa verið fullviss um að hann yrði drepinn af fólkinu sem réðst á þinghúsið og sagði meðal annars frá því að hann hefði næstum því kafnað þegar hópurinn kramdi hann. Hér má sjá hluta af ræðu Gonell. Þar á meðal þegar hann segist hafa verið nærri því að kafna. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafði samþykkt frumvarp um að stofna óháða rannsóknarnefnd til að fara í saumana á árásinni á þinghúsið. Það frumvarp var fellt af Repúblikönum í öldungadeildinni. Forsvarsmenn Demókrata í fulltrúadeildinni, sem eru með meirihluta þar, stofnuðu þá rannsóknarnefnd sem átti að vera skipuð fulltrúum beggja flokka. Sjá einnig: Repúblikanar felldu frumvarp um rannsókn á árásinni á þinghúsið Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni, tilnefndi fimm þingmenn flokksins til nefndarinnar en dró tilnefningarnar til baka þegar Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, neitaði að veita þeim Jim Jordan og Jim Banks sæti í nefndinni. Það gerði hún á grundvelli þess að þeir hafa báðir tekið virkan þátt í viðleitni Trumps til að snúa niðurstöðum kosninganna í fyrra og tekið undir innihaldslausar ásakanir forsetans fyrrverandi um að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur. McCarthy og Repúblikanar brugðust reiðir við og dró hann allar tilnefningarnar til baka. Þá hótaði hann því að svipta alla þingmenn flokksins sem sætu í nefndinni öðrum nefndarsætum. Þrátt fyrir mótmæli forsvarsmanna Repúblikana þáðu þau Liz Chaney og Adam Kinzinger, sem bæði eru Repúblikanar, sæti í nefndinni. Þau hafa bæði verið harðorð í garð Repúblikana vegna stuðnings þeirra við Trump og það að þeir vilji ekki rannsaka árásina, svo eitthvað sé nefnt. Cheny dró ekkert undan í málfutningi sínum. „Ef þeir sem bera ábyrgðina eru ekki látnir sæta ábyrgð og ef þingið bregst ekki við með ábyrgð verður þetta áfram krabbamein í okkar þingbundna lýðveldi. Það grefur undan friðsamlegum valdaskiptum sem eru kjarninn í lýðræðiskerfi okkar. Við munum takast á við ógnina af meira ofbeldi á komandi mánuðum og öðrum 6. janúar á fjögurra ára fresti,“ sagði Cheney. Sagði fyrst að Trump bæri ábyrgð McCarthy sagði upprunalega að Trump ætti sök á árásinni á þinghúsið en snerist svo fljótt hugur. Síðan þá hefur hann gert lítið úr árásinni. Í dag gagnrýndi hann rannsóknina og kallaði hanna sjónarspil. Pelosi vildi bara spyrja eigin spurninga. Sjá einnig: Repúblikanar leita á náðir Trumps Hér má sjá Kinzinger ræða við lögregluþjónana sem mættu á nefndarfundinn í dag. Hann hrósaði þeim í hástert og sagði fundinn hafa tekið meira á tilfinningar hans en hann hafi átt von á. Í samtali við blaðamenn í dag sagði McCarthy að rannsaka ætti Pelosi sjálfa vegna þess hve illa undirbúnir lögregluþjónar hefðu verið fyrir árásina. Þegar hann var spurður um Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana í öldungadeildinni, sem fer með sama vald og Pelosi yfir lögreglu þingsins, hunsaði McCarthy þær spurningar, samkvæmt AP fréttaveitunni. Lögregluþjónarnir gagnrýndu Repúblikana harðlega á fundinum í dag. Fanone sagði hafa lagt mikið á sig til að verja þingmenn og aðra í þinghúsinu. „Mér finnst eins og ég hafi farið til helvítis og til baka fyrir þá og fólkið í þessu herbergi,“ sagði Fanone. Hann barði svo í borðið og hélt áfram: „Of margir eru nú að segja mér að helvíti sé ekki til eða þá að helvítið hafi ekki verið svo slæmt í alvörunni.“ Þetta sagði hann vera mikið skeytingarleysi í garð hans og annarra lögregluþjóna. Ný yfirmaður þinglögreglunnar sendi frá sér tilkynningu undir kvöld þar sem hann lofaði lögregluþjónana fjóra og aðra sem hefðu barist til að „verja lýðræði“ Bandaríkjanna. pic.twitter.com/LeT7KhBDdj— U.S. Capitol Police (@CapitolPolice) July 27, 2021 Til stendur að halda anna nefndarfund í næsta mánuði. Thompson sagði í dag að vitnum yrði stefnt von bráðar, samkvæmt Washington Post. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Tengdar fréttir Hefur safnað 9,5 milljörðum króna í sjóð sinn Save America, pólitísk aðgerðanefnd (PAC) Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, safnaði um 75 milljónum dala á fyrri hluta þessu árs. Það samsvarar tæplega níu og hálfum milljarði króna, lauslega reiknað. 23. júlí 2021 08:51 Sá fyrsti til að vera dæmdur fyrir árásina á þinghúsið Karlmaður frá Flórídafylki var í dag dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir að hafa rutt sér leið inn í sal öldungadeildar Bandaríkjaþings þegar staðfesta átti niðurstöður forsetakosninganna í byrjun þessa árs. Hann er sá fyrsti til að hljóta dóm fyrir glæp í tengslum við árásina á þinghúsið. 19. júlí 2021 23:32 Höfðu spurnir af áformum stuðningsmanna Trump vikum fyrir árásina Bandaríska þinglögreglan hafði njósnir af því að stuðningsmenn Donalds Trump forseta ætluðu sér að fara með vopnum í þinghúsið að minnsta kosti tveimur vikum áður en æstur múgur réðst þar inn í janúar. Þeim upplýsingum var þó aldrei komið til lögregluliðsins í framlínunni. 8. júní 2021 15:20 Segja falsfréttir Trumps hafa leitt til þátttöku í árásinni á þinghúsið Lögmenn þriggja manna, sem ákærðir eru fyrir þátttöku sína í árásinni á Bandaríska þinghúsið í janúar, segja að falsfréttum sé um að kenna að mennirnir hafi tekið þátt í árásinni. Þeir vonast til þess að kviðdómendur sjái aumur yfir mönnunum vegna trúgirni þeirra. 30. maí 2021 10:40 Tugir repúblikana studdu rannsókn á árásinni Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti frumvarp um stofnun þverpólitískrar rannsóknarnefndar á árásinni á þinghúsið í janúar í gær. Á fjórða tug repúblikana óhlýðnaðist leiðtogum flokksins og greiddi atkvæði með frumvarpinu. 20. maí 2021 10:59 Trump segist stefna aftur á framboð Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur sagt bandamönnum sínum að hann stefni á að bjóða sig aftur fram til forseta fyrir kosningarnar 2024, verði hann enn við góða heilsu. 27. maí 2021 13:53 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Sjá meira
Þá brutu stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, sér leið inn í þinghúsið með því markmiði að stöðva formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna í fyrra, sem Trump tapaði. Áhlaupinu hefur verið lýst sem fordæmalausri árás á lýðræðið og hófust yfirheyrslur fyrir rannsóknarnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í dag. „Sumir reyna að afneita því sem gerðist, hvítþvo það, breyta uppreisnarmönnum í píslarvotta, en allur heimurinn sá raunveruleika þess sem gerðist 6. janúar, gálgana standa þarna fyrir utan þinghúsið, “ sagði Bennie Thompson, formaður rannsóknarnefndarinnar, í dag. Nefndin leggur áherslu á mikilvægi þess að komast til botns í málinu og vinna gegn skipulegum lygum um atburðarásina sem enn eigi sér stað. „Við þurfum að vita, mínútu fyrir mínútu, hvað gerðist 6. janúar. Við þurfum að skilja hvernig hin herfilega lygi um 6.janúar hefur haldið áfram að dreifast og næra þau öfl sem vilja grafa undan bandarísku lýðræði. Og við þurfum að finna leið til að bæta skaðann,“ sagði Thompson. Lýstu ofbeldi og fordómum Fjórir lögregluþjónar mættu á fund nefndarinnar í dag og voru þeir mjög harðorðir í garð óeirðaseggja sem réðust á þá og Repúblikana sem hafa ítrekað gert lítið úr árásinni og jafnvel neitað því að ofbeldi hafi átt sér stað. Þá lýstu þeir alvarlegu ofbeldi og kynþáttafordómum sem þeir urðu fyrir. Meðal lögregluþjónanna var Michael Fanone, sem sagði frá því að hann hefði verið barinn, gefið raflost og kallaður svikari. Læknar sögðu honum eftir á að hann hefði fengið vægt hjartaáfall í átökunum, samkvæmt AP fréttaveitunni. Hann sagði að þegar hann var dreginn úr varnarlínu lögregluþjóna af óeirðaseggjum hefði hann verið meðvitundarlaus í um það bil fjórar mínútur. Nokkrir hefðu reynt að ná byssunni af honum og jafnvel lagt til að skjóta hann með byssunni. Officer Fanone on getting pulled off the line of law enforcement officers by insurrectionists on January 6: "I knew that I was in -- I was up shit creek without a paddle ... based off the body-worn camera footage, it's believed that I was unconscious for approximately 4 minutes" pic.twitter.com/6R0OPYnKyR— Aaron Rupar (@atrupar) July 27, 2021 Daniel Hodges sagði óeirðaseggina hafa froðufellt af reiði á meðan þeir krömdu hann milli tveggja hurða og börðu hann í höfuðið með hans eigin kylfu. Hann sagði mann hafa öskrað á sig að hann myndi deyja á hnjánum. Harry Dunn sagðist ítrekað hafa verið kallaður n-orðinu af óeirðaseggjum þegar hann var að verja inngang þingsals fulltrúadeildarinnar. Aquilino Gonell sagðist hafa verið fullviss um að hann yrði drepinn af fólkinu sem réðst á þinghúsið og sagði meðal annars frá því að hann hefði næstum því kafnað þegar hópurinn kramdi hann. Hér má sjá hluta af ræðu Gonell. Þar á meðal þegar hann segist hafa verið nærri því að kafna. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafði samþykkt frumvarp um að stofna óháða rannsóknarnefnd til að fara í saumana á árásinni á þinghúsið. Það frumvarp var fellt af Repúblikönum í öldungadeildinni. Forsvarsmenn Demókrata í fulltrúadeildinni, sem eru með meirihluta þar, stofnuðu þá rannsóknarnefnd sem átti að vera skipuð fulltrúum beggja flokka. Sjá einnig: Repúblikanar felldu frumvarp um rannsókn á árásinni á þinghúsið Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni, tilnefndi fimm þingmenn flokksins til nefndarinnar en dró tilnefningarnar til baka þegar Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, neitaði að veita þeim Jim Jordan og Jim Banks sæti í nefndinni. Það gerði hún á grundvelli þess að þeir hafa báðir tekið virkan þátt í viðleitni Trumps til að snúa niðurstöðum kosninganna í fyrra og tekið undir innihaldslausar ásakanir forsetans fyrrverandi um að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur. McCarthy og Repúblikanar brugðust reiðir við og dró hann allar tilnefningarnar til baka. Þá hótaði hann því að svipta alla þingmenn flokksins sem sætu í nefndinni öðrum nefndarsætum. Þrátt fyrir mótmæli forsvarsmanna Repúblikana þáðu þau Liz Chaney og Adam Kinzinger, sem bæði eru Repúblikanar, sæti í nefndinni. Þau hafa bæði verið harðorð í garð Repúblikana vegna stuðnings þeirra við Trump og það að þeir vilji ekki rannsaka árásina, svo eitthvað sé nefnt. Cheny dró ekkert undan í málfutningi sínum. „Ef þeir sem bera ábyrgðina eru ekki látnir sæta ábyrgð og ef þingið bregst ekki við með ábyrgð verður þetta áfram krabbamein í okkar þingbundna lýðveldi. Það grefur undan friðsamlegum valdaskiptum sem eru kjarninn í lýðræðiskerfi okkar. Við munum takast á við ógnina af meira ofbeldi á komandi mánuðum og öðrum 6. janúar á fjögurra ára fresti,“ sagði Cheney. Sagði fyrst að Trump bæri ábyrgð McCarthy sagði upprunalega að Trump ætti sök á árásinni á þinghúsið en snerist svo fljótt hugur. Síðan þá hefur hann gert lítið úr árásinni. Í dag gagnrýndi hann rannsóknina og kallaði hanna sjónarspil. Pelosi vildi bara spyrja eigin spurninga. Sjá einnig: Repúblikanar leita á náðir Trumps Hér má sjá Kinzinger ræða við lögregluþjónana sem mættu á nefndarfundinn í dag. Hann hrósaði þeim í hástert og sagði fundinn hafa tekið meira á tilfinningar hans en hann hafi átt von á. Í samtali við blaðamenn í dag sagði McCarthy að rannsaka ætti Pelosi sjálfa vegna þess hve illa undirbúnir lögregluþjónar hefðu verið fyrir árásina. Þegar hann var spurður um Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana í öldungadeildinni, sem fer með sama vald og Pelosi yfir lögreglu þingsins, hunsaði McCarthy þær spurningar, samkvæmt AP fréttaveitunni. Lögregluþjónarnir gagnrýndu Repúblikana harðlega á fundinum í dag. Fanone sagði hafa lagt mikið á sig til að verja þingmenn og aðra í þinghúsinu. „Mér finnst eins og ég hafi farið til helvítis og til baka fyrir þá og fólkið í þessu herbergi,“ sagði Fanone. Hann barði svo í borðið og hélt áfram: „Of margir eru nú að segja mér að helvíti sé ekki til eða þá að helvítið hafi ekki verið svo slæmt í alvörunni.“ Þetta sagði hann vera mikið skeytingarleysi í garð hans og annarra lögregluþjóna. Ný yfirmaður þinglögreglunnar sendi frá sér tilkynningu undir kvöld þar sem hann lofaði lögregluþjónana fjóra og aðra sem hefðu barist til að „verja lýðræði“ Bandaríkjanna. pic.twitter.com/LeT7KhBDdj— U.S. Capitol Police (@CapitolPolice) July 27, 2021 Til stendur að halda anna nefndarfund í næsta mánuði. Thompson sagði í dag að vitnum yrði stefnt von bráðar, samkvæmt Washington Post.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Tengdar fréttir Hefur safnað 9,5 milljörðum króna í sjóð sinn Save America, pólitísk aðgerðanefnd (PAC) Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, safnaði um 75 milljónum dala á fyrri hluta þessu árs. Það samsvarar tæplega níu og hálfum milljarði króna, lauslega reiknað. 23. júlí 2021 08:51 Sá fyrsti til að vera dæmdur fyrir árásina á þinghúsið Karlmaður frá Flórídafylki var í dag dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir að hafa rutt sér leið inn í sal öldungadeildar Bandaríkjaþings þegar staðfesta átti niðurstöður forsetakosninganna í byrjun þessa árs. Hann er sá fyrsti til að hljóta dóm fyrir glæp í tengslum við árásina á þinghúsið. 19. júlí 2021 23:32 Höfðu spurnir af áformum stuðningsmanna Trump vikum fyrir árásina Bandaríska þinglögreglan hafði njósnir af því að stuðningsmenn Donalds Trump forseta ætluðu sér að fara með vopnum í þinghúsið að minnsta kosti tveimur vikum áður en æstur múgur réðst þar inn í janúar. Þeim upplýsingum var þó aldrei komið til lögregluliðsins í framlínunni. 8. júní 2021 15:20 Segja falsfréttir Trumps hafa leitt til þátttöku í árásinni á þinghúsið Lögmenn þriggja manna, sem ákærðir eru fyrir þátttöku sína í árásinni á Bandaríska þinghúsið í janúar, segja að falsfréttum sé um að kenna að mennirnir hafi tekið þátt í árásinni. Þeir vonast til þess að kviðdómendur sjái aumur yfir mönnunum vegna trúgirni þeirra. 30. maí 2021 10:40 Tugir repúblikana studdu rannsókn á árásinni Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti frumvarp um stofnun þverpólitískrar rannsóknarnefndar á árásinni á þinghúsið í janúar í gær. Á fjórða tug repúblikana óhlýðnaðist leiðtogum flokksins og greiddi atkvæði með frumvarpinu. 20. maí 2021 10:59 Trump segist stefna aftur á framboð Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur sagt bandamönnum sínum að hann stefni á að bjóða sig aftur fram til forseta fyrir kosningarnar 2024, verði hann enn við góða heilsu. 27. maí 2021 13:53 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Sjá meira
Hefur safnað 9,5 milljörðum króna í sjóð sinn Save America, pólitísk aðgerðanefnd (PAC) Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, safnaði um 75 milljónum dala á fyrri hluta þessu árs. Það samsvarar tæplega níu og hálfum milljarði króna, lauslega reiknað. 23. júlí 2021 08:51
Sá fyrsti til að vera dæmdur fyrir árásina á þinghúsið Karlmaður frá Flórídafylki var í dag dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir að hafa rutt sér leið inn í sal öldungadeildar Bandaríkjaþings þegar staðfesta átti niðurstöður forsetakosninganna í byrjun þessa árs. Hann er sá fyrsti til að hljóta dóm fyrir glæp í tengslum við árásina á þinghúsið. 19. júlí 2021 23:32
Höfðu spurnir af áformum stuðningsmanna Trump vikum fyrir árásina Bandaríska þinglögreglan hafði njósnir af því að stuðningsmenn Donalds Trump forseta ætluðu sér að fara með vopnum í þinghúsið að minnsta kosti tveimur vikum áður en æstur múgur réðst þar inn í janúar. Þeim upplýsingum var þó aldrei komið til lögregluliðsins í framlínunni. 8. júní 2021 15:20
Segja falsfréttir Trumps hafa leitt til þátttöku í árásinni á þinghúsið Lögmenn þriggja manna, sem ákærðir eru fyrir þátttöku sína í árásinni á Bandaríska þinghúsið í janúar, segja að falsfréttum sé um að kenna að mennirnir hafi tekið þátt í árásinni. Þeir vonast til þess að kviðdómendur sjái aumur yfir mönnunum vegna trúgirni þeirra. 30. maí 2021 10:40
Tugir repúblikana studdu rannsókn á árásinni Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti frumvarp um stofnun þverpólitískrar rannsóknarnefndar á árásinni á þinghúsið í janúar í gær. Á fjórða tug repúblikana óhlýðnaðist leiðtogum flokksins og greiddi atkvæði með frumvarpinu. 20. maí 2021 10:59
Trump segist stefna aftur á framboð Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur sagt bandamönnum sínum að hann stefni á að bjóða sig aftur fram til forseta fyrir kosningarnar 2024, verði hann enn við góða heilsu. 27. maí 2021 13:53