Óvæntur 18 ára meistari, langþráður heimasigur og systur settu heimsmet Valur Páll Eiríksson skrifar 25. júlí 2021 09:46 Hafnaoui var áttundi í undanrásum og vann því óvæntan sigur. Jean Catuffe/Getty Images Nóg var um að vera í sundinu á öðrum degi Ólympíuleikanna í Tókýó í nótt. 18 ára Túnisbúi vann gull og áströlsk sveit setti heimsmet. Túnisbúinn Ahmed Hafnaoui átti frábært sund í úrslitum 400 metra skriðsunds í Japan í nótt. Eftir að hafa verið áttundi í undanrásum kom hann, sá og sigraði í úrslitasundinu þar sem lengi vel var útlit fyrir að ungi maðurinn ætlaði að setja heimsmet. Það dró aðeins af honum í seinni hluta 400 metra sundsins en þó kom hann fyrstur í bakkann á tímanum 3:43,36 mínútum, 16 hundraðshlutum úr sekúndu á undan Ástralanum Jack McLoghlin sem hlaut silfur. Hafnaoui er aðeins fjórði Túnisinn til að vinna til gullverðlauna á Ólympíuleikunum og annar sundmaðurinn til þess, á eftir Oussama Mellouili sem hlaut gull í 1500m skriðsundi karla í Peking 2008. Missti af Ríó en vann á heimavelli Kom sterk til baka.Jean Catuffe/Getty Images Í sömu grein í kvennaflokki vann hin japanska Yui Ohashi nokkuð öruggan sigur er hún kom í mark á 4:32,08 mínútum. Hinar bandarísku Emma Weyant og Hali Flickinger komu næstar og hlutu silfur og brons. Ohashi varð veik í aðdraganda leikanna í Ríó 2016 og sagði í kjölfar sundsins að hún hefði unnið að þessum draumi undanfarin fimm ár, sérstaklega sætt væri að vinna gullið á heimavelli. Fyrsta heimsmetið til þessa Fyrsta heimsmetið til þessa.Xavier Laine/Getty Images Sveit Ástralíu í 4x100 metra skirðsundi setti þá fyrsta heimsmet leikanna í Tókýó í nótt. Emma McKeon, Meg Harris og systurnar Bronte og Cate Campbell mönnuðu sveit Ástralíu sem synti á 3:29,69 mínútum og bættu fyrra með 36 hundraðhluta úr sekúndu. Ástralía átti fyrra met, sem sett var á Samveldisleikunum 2018. Kanada hlaut silfur í greininni en Bandaríkin brons. Sund Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Sjá meira
Túnisbúinn Ahmed Hafnaoui átti frábært sund í úrslitum 400 metra skriðsunds í Japan í nótt. Eftir að hafa verið áttundi í undanrásum kom hann, sá og sigraði í úrslitasundinu þar sem lengi vel var útlit fyrir að ungi maðurinn ætlaði að setja heimsmet. Það dró aðeins af honum í seinni hluta 400 metra sundsins en þó kom hann fyrstur í bakkann á tímanum 3:43,36 mínútum, 16 hundraðshlutum úr sekúndu á undan Ástralanum Jack McLoghlin sem hlaut silfur. Hafnaoui er aðeins fjórði Túnisinn til að vinna til gullverðlauna á Ólympíuleikunum og annar sundmaðurinn til þess, á eftir Oussama Mellouili sem hlaut gull í 1500m skriðsundi karla í Peking 2008. Missti af Ríó en vann á heimavelli Kom sterk til baka.Jean Catuffe/Getty Images Í sömu grein í kvennaflokki vann hin japanska Yui Ohashi nokkuð öruggan sigur er hún kom í mark á 4:32,08 mínútum. Hinar bandarísku Emma Weyant og Hali Flickinger komu næstar og hlutu silfur og brons. Ohashi varð veik í aðdraganda leikanna í Ríó 2016 og sagði í kjölfar sundsins að hún hefði unnið að þessum draumi undanfarin fimm ár, sérstaklega sætt væri að vinna gullið á heimavelli. Fyrsta heimsmetið til þessa Fyrsta heimsmetið til þessa.Xavier Laine/Getty Images Sveit Ástralíu í 4x100 metra skirðsundi setti þá fyrsta heimsmet leikanna í Tókýó í nótt. Emma McKeon, Meg Harris og systurnar Bronte og Cate Campbell mönnuðu sveit Ástralíu sem synti á 3:29,69 mínútum og bættu fyrra með 36 hundraðhluta úr sekúndu. Ástralía átti fyrra met, sem sett var á Samveldisleikunum 2018. Kanada hlaut silfur í greininni en Bandaríkin brons.
Sund Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Sjá meira