Skiptin til Everton tefjast vegna Brexit Valur Páll Eiríksson skrifar 25. júlí 2021 11:31 Cecilía Rán var valin efnilegasti leikmaður Íslandsmótsins í fyrra eftir góða frammistöðu með Fylki. vísir/bára Nýjar atvinnuleyfisreglur á Bretlandi eftir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu hafa sett strik í reikninginn fyrir félagsskipti landsliðsmarkvarðarins Cecilíu Ránar Rúnarsdóttur til enska úrvalsdeildarfélagsins Everton. Cecilía er aðeins 17 ára gömul en hefur þrátt fyrir það spilað fjölmarga deildarleiki hér á landi. Fyrst með Aftureldingu/Fram í C- og B-deild árin 2017 og 2018 og síðar með Fylki í Pepsi Max-deild kvenna 2018 til 2020. Cecilía var valin efnilegasti leikmaður Íslandsmótsins í fyrra og voru fjölmörg stórlið þá farin að bera í hana víurnar. Cecilía fór til Örebro í Svíþjóð eftir sumarið í fyrra og hefur leikið fjóra leiki fyrir félagið í sænsku úrvalsdeildinni síðan. Þar ber hæst stórleikur sem hún átti gegn toppliði Rosengard í markalausu jafntefli liðanna í upphafi þessa mánaðar. Hún átti að ganga í raðir Everton á Englandi eftir að hún varð 18 ára, sem hún verður á miðvikudaginn kemur, 28. júlí. Örebro 0-0 RosengårdGreat goalkeeping from young Cecilia Ran Runarsdottir and a yellow for time wasting earned Örebro a point. And often 10 players in own penalty area. https://t.co/1gogP53Yc7— Daniel (@DandalBs) July 3, 2021 Goal greinir hins vegar frá því að Cecilía uppfylli ekki kröfur sem gerðar eru til erlendra fótboltamanna til að hljóta atvinnuleyfi á Englandi. Leikmenn þurfa að fá ákveðinn fjölda stiga samkvæmt nýjum reglum sem tóku gildi eftir Brexit. Fjöldi landsleikja auk styrkleiki liðs og deildar sem leikmaður kemur frá eru á meðal þátta sem ákvarða þann stigafjölda. Samkvæmt frétt Goal var hugmyndin að Cecilía myndi safna slíkum stigum á meðan hún væri á mála hjá Örebro en það hefur ekki gengið eftir. Vera má því að skipti hennar til Liverpool-borgar frestist fram í janúar á næsta ári. Cecilía var fyrst valin í A-landsliðshóp af Jóni Þór Haukssyni sumarið 2019 og hefur spilað tvo landsleiki fyrir Íslands hönd. Hún varð yngsti markvörður til að spila fyrir Ísland þegar hún lék í 1-0 sigri Íslands á Norður-Írum í mars á síðasta ári og bætti þar met Þóru B. Helgadóttur um 148 daga. Sænski boltinn Enski boltinn Brexit Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Fleiri fréttir Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Ísak Bergmann skoraði í slæmu tapi Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira
Cecilía er aðeins 17 ára gömul en hefur þrátt fyrir það spilað fjölmarga deildarleiki hér á landi. Fyrst með Aftureldingu/Fram í C- og B-deild árin 2017 og 2018 og síðar með Fylki í Pepsi Max-deild kvenna 2018 til 2020. Cecilía var valin efnilegasti leikmaður Íslandsmótsins í fyrra og voru fjölmörg stórlið þá farin að bera í hana víurnar. Cecilía fór til Örebro í Svíþjóð eftir sumarið í fyrra og hefur leikið fjóra leiki fyrir félagið í sænsku úrvalsdeildinni síðan. Þar ber hæst stórleikur sem hún átti gegn toppliði Rosengard í markalausu jafntefli liðanna í upphafi þessa mánaðar. Hún átti að ganga í raðir Everton á Englandi eftir að hún varð 18 ára, sem hún verður á miðvikudaginn kemur, 28. júlí. Örebro 0-0 RosengårdGreat goalkeeping from young Cecilia Ran Runarsdottir and a yellow for time wasting earned Örebro a point. And often 10 players in own penalty area. https://t.co/1gogP53Yc7— Daniel (@DandalBs) July 3, 2021 Goal greinir hins vegar frá því að Cecilía uppfylli ekki kröfur sem gerðar eru til erlendra fótboltamanna til að hljóta atvinnuleyfi á Englandi. Leikmenn þurfa að fá ákveðinn fjölda stiga samkvæmt nýjum reglum sem tóku gildi eftir Brexit. Fjöldi landsleikja auk styrkleiki liðs og deildar sem leikmaður kemur frá eru á meðal þátta sem ákvarða þann stigafjölda. Samkvæmt frétt Goal var hugmyndin að Cecilía myndi safna slíkum stigum á meðan hún væri á mála hjá Örebro en það hefur ekki gengið eftir. Vera má því að skipti hennar til Liverpool-borgar frestist fram í janúar á næsta ári. Cecilía var fyrst valin í A-landsliðshóp af Jóni Þór Haukssyni sumarið 2019 og hefur spilað tvo landsleiki fyrir Íslands hönd. Hún varð yngsti markvörður til að spila fyrir Ísland þegar hún lék í 1-0 sigri Íslands á Norður-Írum í mars á síðasta ári og bætti þar met Þóru B. Helgadóttur um 148 daga.
Sænski boltinn Enski boltinn Brexit Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Fleiri fréttir Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Ísak Bergmann skoraði í slæmu tapi Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“