Innlent

Tuttugu og átta börn í eftirliti á Covid-göngudeild

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Þrír eru inniliggjandi á Landspítalanum og 369 í eftirliti á Covid-göngudeild spítalans, þar af 28 börn.
Þrír eru inniliggjandi á Landspítalanum og 369 í eftirliti á Covid-göngudeild spítalans, þar af 28 börn. Vísir/Vilhelm

Þrír eru inniliggjandi á Landspítalanum og 369 í eftirliti á Covid-göngudeild spítalans, þar af 28 börn. Sjö starfsmenn eru í einangrun, fjórtán í sóttkví A og 229 í vinnusóttkví.

Tveir þeirra sem hafa verið lagðir inn á sjúkrahús með Covid-19 voru bólusettir með bóluefni Pfizer og einn með bóluefni Astrazeneca. Einn var óbólusettur.

Í tilkynningu frá farsóttanefnd spítalans segir að inniliggjandi Covid-19 sjúklingum fjölgi og að viðbúnaður sé mikill. Landspítalinn var færður yfir á hættustig í gær.

Má Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga Landspítalans sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að nú væri margt komið í sama far og áður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×