„Það verður gaman að berjast á hinum enda töflunnar“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. júlí 2021 19:31 Guðrún Arnardóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við sænska liðið Rosengård. Mynd/Skjáskot Guðrún Arnardóttir mun fylla skarð Glódísar Perlu Viggósdóttir hjá Rosengård, en hún skrifaði undir tveggja ára samning við sænska félagið í dag. „Þetta gerðist allt frekar hratt,“ sagði Guðrún í samtali við Helenu Ólafsdóttir í dag. „Ég heyrði bara af áhuganum fyrir þrem viku eða svo og ég var náttúrulega samningsbundin Djurgården út tímabilið þannig að þeir þurftu að komast að samkomulagi um að leyfa mér að fara.“ Guðrún er að fara frá liði sem situr í áttunda sæti sænsku úrvalsdeildarinnar og yfir í lið sem itur á toppi deildarinnar. Hún segir að markmið Rosengård sé að vinna deildina. „Það er auðvitað markmiðið hjá klúbbnum og ég vona að ég geti hjálpað til við að ná því markmiði. Það verður gaman að prófa það, maður er búin að vera í botnbaráttunni síðan maður kom til Svíþjóðar þannig að það verður gaman að prófa að vera á hinum enda töflunnar. Vonandi náum við að taka bikarinn.“ Eins og áður segir er Guðrún að fylla í skarð Glódísar Perlu sem á dögunum samdi við Þýskalandsmeistara Bayern München. Hún segir að þrátt fyrir að Rosengård hafi misst þrjá leikmenn sé liðið virkilega sterkt. „Auðvitað er pressa, en ég er að koma inn í rosalega sterkt lið þó að þær hafi misst Glódísi og tvo aðra leikmenn núna. En að sama skapi hafa þær líka fengið fleiri nýja inn þannig að það verður rosaleg samkeppni.“ „Ég verð bara að fókusa á að standa mig vel og koma mér inn í liðið.“ Guðrún hefur nú spilað í Svíþjóð í tvö og hálft ár. Hún segir að deildin úti í Svíþjóð sé mjög jöfn og að þar liggi munurinn á sænska og íslenska boltanum. „Deildin úti er náttúrulega rosalega jöfn, og hefur einhvernvegin alltaf verið. Þó að kannski seinustu tvö ár hafi það veri Rosengård og Häkken þarna á toppnum þá geta öll lið tekið stig af hvort öðru. Það gerir deildina svo skemmtilega, að allir leikir eru alvöru leikir, sama hvort þú ert að mæta botnliðinu eða toppliðinu.“ Viðtalið við Guðrúnu má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Guðrún Arnardóttir Sænska úrvalsdeildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Sænski boltinn er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Sænski boltinn Tengdar fréttir Guðrún fyllir skarð Glódísar hjá Rosengård Guðrún Arnardóttir hefur samið við Rosengård. Hún kemur til liðsins frá Djurgården. 22. júlí 2021 09:21 Glódís Perla semur við Þýskalandsmeistara Bayern Landsliðsmiðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir hefur samið við Þýskalandsmeistara Bayern München. Skrifar hún undir samning til ársins 2024. 9. júlí 2021 11:09 Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Haltur Mahomes skoraði snertimark Sport Fleiri fréttir Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Ísak Bergmann skoraði í slæmu tapi Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira
„Þetta gerðist allt frekar hratt,“ sagði Guðrún í samtali við Helenu Ólafsdóttir í dag. „Ég heyrði bara af áhuganum fyrir þrem viku eða svo og ég var náttúrulega samningsbundin Djurgården út tímabilið þannig að þeir þurftu að komast að samkomulagi um að leyfa mér að fara.“ Guðrún er að fara frá liði sem situr í áttunda sæti sænsku úrvalsdeildarinnar og yfir í lið sem itur á toppi deildarinnar. Hún segir að markmið Rosengård sé að vinna deildina. „Það er auðvitað markmiðið hjá klúbbnum og ég vona að ég geti hjálpað til við að ná því markmiði. Það verður gaman að prófa það, maður er búin að vera í botnbaráttunni síðan maður kom til Svíþjóðar þannig að það verður gaman að prófa að vera á hinum enda töflunnar. Vonandi náum við að taka bikarinn.“ Eins og áður segir er Guðrún að fylla í skarð Glódísar Perlu sem á dögunum samdi við Þýskalandsmeistara Bayern München. Hún segir að þrátt fyrir að Rosengård hafi misst þrjá leikmenn sé liðið virkilega sterkt. „Auðvitað er pressa, en ég er að koma inn í rosalega sterkt lið þó að þær hafi misst Glódísi og tvo aðra leikmenn núna. En að sama skapi hafa þær líka fengið fleiri nýja inn þannig að það verður rosaleg samkeppni.“ „Ég verð bara að fókusa á að standa mig vel og koma mér inn í liðið.“ Guðrún hefur nú spilað í Svíþjóð í tvö og hálft ár. Hún segir að deildin úti í Svíþjóð sé mjög jöfn og að þar liggi munurinn á sænska og íslenska boltanum. „Deildin úti er náttúrulega rosalega jöfn, og hefur einhvernvegin alltaf verið. Þó að kannski seinustu tvö ár hafi það veri Rosengård og Häkken þarna á toppnum þá geta öll lið tekið stig af hvort öðru. Það gerir deildina svo skemmtilega, að allir leikir eru alvöru leikir, sama hvort þú ert að mæta botnliðinu eða toppliðinu.“ Viðtalið við Guðrúnu má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Guðrún Arnardóttir Sænska úrvalsdeildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Sænski boltinn er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Sænska úrvalsdeildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Sænski boltinn er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Sænski boltinn Tengdar fréttir Guðrún fyllir skarð Glódísar hjá Rosengård Guðrún Arnardóttir hefur samið við Rosengård. Hún kemur til liðsins frá Djurgården. 22. júlí 2021 09:21 Glódís Perla semur við Þýskalandsmeistara Bayern Landsliðsmiðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir hefur samið við Þýskalandsmeistara Bayern München. Skrifar hún undir samning til ársins 2024. 9. júlí 2021 11:09 Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Haltur Mahomes skoraði snertimark Sport Fleiri fréttir Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Ísak Bergmann skoraði í slæmu tapi Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira
Guðrún fyllir skarð Glódísar hjá Rosengård Guðrún Arnardóttir hefur samið við Rosengård. Hún kemur til liðsins frá Djurgården. 22. júlí 2021 09:21
Glódís Perla semur við Þýskalandsmeistara Bayern Landsliðsmiðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir hefur samið við Þýskalandsmeistara Bayern München. Skrifar hún undir samning til ársins 2024. 9. júlí 2021 11:09
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“