Átján ára strákur í markinu fram yfir Ögmund Valur Páll Eiríksson skrifar 21. júlí 2021 21:00 Mady Camara skoraði og fékk rautt í sigri kvöldsins hjá Olympiakos. Dimitris Lampropoulos/Anadolu Agency via Getty Images Ögmundur Kristinsson sat á varamannabekk Olympiakos er liðið vann 1-0 sigur á FK Neftchi frá Baku í Aserbaídsjan í 2. umferð í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Átján ára gutti var á milli stanganna hjá Olympiakos á kostnað Ögmundar. Mady Camara skoraði eina mark leiksins í kvöld á 29. mínútu en hann fékk svo að líta rautt spjald skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks. Mert Celik úr liði gestanna var vikið af velli um miðjan síðari hálfleik og luku liðin því leik 10 gegn 10. Tékkneski landsliðsmarkvörðurinn Tomas Vaclik, sem er nýgenginn í raðir Olympiakos frá Sevilla, var ekki í leikmannahópi gríska liðsins í kvöld en þrátt fyrir það þurfti Ögmundur að gera sér bekkjarsetu að góðu í kvöld. Á milli stanganna stóð hinn 18 ára gamli Konstantinos Tzolakis. Ögmundur hefur aðeins spilað tvo deildarleiki fyrir gríska stórliðið frá því að hann var keyptur til þess frá AEL í Grikklandi síðasta sumar. Hann hefur verið varaskeifa fyrir Portúgalann José Sá sem er genginn í raðir Wolves til að fylla skarð Rui Patricio sem fór til Roma á Ítalíu. Tzolakis virðist fyrir framan Ögmund í goggunarröðinni þar sem hann spilaði fimm deildarleiki í fyrra. Sé Ögmundur orðinn þriðji markvörður félagsins er ekki alls ólíklegt að hann hugsi sér til hreyfings í sumar. Fleiri leikir voru á dagskrá í forkeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Stórleikur kvöldsins var milli PSV Eindhoven frá Hollandi og Galatasaray frá Tyrklandi. Þeir hollensku unnu þar öruggan 5-1 heimasigur og eru langt komnir með að tryggja sæti sitt í næstu umferð. Ísraelinn Eran Zahavi skoraði þrennu fyrir PSV og Þjóðverjinn Mario Götze tvö. Úrslit kvöldsins í forkeppni Meistaradeildarinnar: Kairat Almaty 2-1 Rauða stjarnan Malmö FF 2-1 HJK Helsinki Mura 0-0 Ludogorets Razgrad Slovan Bratislava 0-0 Young Boys Legía Varsjá 2-1 Flora Tallinn Olympiakos 1-0 FK Neftchi PSV Eindhoven 5-1 Galatasaray Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Myndasyrpa frá súru tapi Íslands í Póllandi Sport Fleiri fréttir Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Blikar fá heimaleik í Evrópu tveimur dögum fyrir lokaumferð Bestu Diljá mætir Manchester United Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Andri Lucas flytur til Englands Sjá meira
Mady Camara skoraði eina mark leiksins í kvöld á 29. mínútu en hann fékk svo að líta rautt spjald skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks. Mert Celik úr liði gestanna var vikið af velli um miðjan síðari hálfleik og luku liðin því leik 10 gegn 10. Tékkneski landsliðsmarkvörðurinn Tomas Vaclik, sem er nýgenginn í raðir Olympiakos frá Sevilla, var ekki í leikmannahópi gríska liðsins í kvöld en þrátt fyrir það þurfti Ögmundur að gera sér bekkjarsetu að góðu í kvöld. Á milli stanganna stóð hinn 18 ára gamli Konstantinos Tzolakis. Ögmundur hefur aðeins spilað tvo deildarleiki fyrir gríska stórliðið frá því að hann var keyptur til þess frá AEL í Grikklandi síðasta sumar. Hann hefur verið varaskeifa fyrir Portúgalann José Sá sem er genginn í raðir Wolves til að fylla skarð Rui Patricio sem fór til Roma á Ítalíu. Tzolakis virðist fyrir framan Ögmund í goggunarröðinni þar sem hann spilaði fimm deildarleiki í fyrra. Sé Ögmundur orðinn þriðji markvörður félagsins er ekki alls ólíklegt að hann hugsi sér til hreyfings í sumar. Fleiri leikir voru á dagskrá í forkeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Stórleikur kvöldsins var milli PSV Eindhoven frá Hollandi og Galatasaray frá Tyrklandi. Þeir hollensku unnu þar öruggan 5-1 heimasigur og eru langt komnir með að tryggja sæti sitt í næstu umferð. Ísraelinn Eran Zahavi skoraði þrennu fyrir PSV og Þjóðverjinn Mario Götze tvö. Úrslit kvöldsins í forkeppni Meistaradeildarinnar: Kairat Almaty 2-1 Rauða stjarnan Malmö FF 2-1 HJK Helsinki Mura 0-0 Ludogorets Razgrad Slovan Bratislava 0-0 Young Boys Legía Varsjá 2-1 Flora Tallinn Olympiakos 1-0 FK Neftchi PSV Eindhoven 5-1 Galatasaray
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Myndasyrpa frá súru tapi Íslands í Póllandi Sport Fleiri fréttir Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Blikar fá heimaleik í Evrópu tveimur dögum fyrir lokaumferð Bestu Diljá mætir Manchester United Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Andri Lucas flytur til Englands Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki