Gylfi sagður neita sök Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. júlí 2021 10:50 Gylfi Þór Sigurðsson er sagður harðneita ásökunum um kynferðisbrot gegn barni. EPA-EFE/Peter Powel Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton í ensku deildinni og landsliðsmaður, er sagður harðneita þeim ásökunum sem bornar eru á hann. Hann er grunaður um kynferðisbrot gegn barni og var handtekinn á föstudaginn í Manchester í Englandi. Þetta kemur fram á vef enska slúðurblaðsins The Sun, sem ekki getur nefnt Gylfa af lagalegum ástæðum. Áreiðanlegar heimildir Vísis staðfestu það í gær að um Gylfa sé að ræða en lögreglan í Manchester sagði í skriflegu svari við Vísi að hún gæti ekki nefnt manninn sem um ræðir. „Ekki er hægt að nefna manninn vegna lagalegra ástæðna – en hann hefur þó verið nefndur í heimalandi sínu og á alþjóðlegum fréttaveitum,“ segir í frétt The Sun. Samkvæmt heimildum The Sun hefur Gylfi harðneitað ásökununum en Everton hafi jafnframt ákveðið að bjóða honum ekki áframhaldandi samning. Everton greindi frá því í byrjun vikunnar að leikmaðurinn hafi verið leystur frá störfum. Í tilkynningu frá lögreglunni í Manchester á mánudag kom fram að 31 árs gamall knattspyrnumaður hafi verið handtekinn grunaður um kynferðisbrot gegn barni. Everton greindi síðar frá því að um væri að ræða leikmann Everton. Tveir leikmenn Everton eru 31 árs, annars vegar Gylfi og hins vegar Englendingurinn Fabian Delph. Daily Mail greindi frá því að á samfélagsmiðlum hafi birst þúsundir skilaboða sem sögðu ranglega að Delph hafi verið handtekinn. Þau skilaboð birtust í kjölfarið á því að á mánudagskvöld var tilkynnt að leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar hefði verið handtekinn. Everton hefur síðan staðfest að Delph muni ekki fara með liðinu til Bandaríkjanna í æfingaferð þar sem hann er í sóttkví. Hann hafi greinst með kórónuveiruna og komist því ekki með liðinu til Flórída en liðið lagði af stað þangað í dag. Fótbolti Enski boltinn Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Íslendingar erlendis Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Þetta kemur fram á vef enska slúðurblaðsins The Sun, sem ekki getur nefnt Gylfa af lagalegum ástæðum. Áreiðanlegar heimildir Vísis staðfestu það í gær að um Gylfa sé að ræða en lögreglan í Manchester sagði í skriflegu svari við Vísi að hún gæti ekki nefnt manninn sem um ræðir. „Ekki er hægt að nefna manninn vegna lagalegra ástæðna – en hann hefur þó verið nefndur í heimalandi sínu og á alþjóðlegum fréttaveitum,“ segir í frétt The Sun. Samkvæmt heimildum The Sun hefur Gylfi harðneitað ásökununum en Everton hafi jafnframt ákveðið að bjóða honum ekki áframhaldandi samning. Everton greindi frá því í byrjun vikunnar að leikmaðurinn hafi verið leystur frá störfum. Í tilkynningu frá lögreglunni í Manchester á mánudag kom fram að 31 árs gamall knattspyrnumaður hafi verið handtekinn grunaður um kynferðisbrot gegn barni. Everton greindi síðar frá því að um væri að ræða leikmann Everton. Tveir leikmenn Everton eru 31 árs, annars vegar Gylfi og hins vegar Englendingurinn Fabian Delph. Daily Mail greindi frá því að á samfélagsmiðlum hafi birst þúsundir skilaboða sem sögðu ranglega að Delph hafi verið handtekinn. Þau skilaboð birtust í kjölfarið á því að á mánudagskvöld var tilkynnt að leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar hefði verið handtekinn. Everton hefur síðan staðfest að Delph muni ekki fara með liðinu til Bandaríkjanna í æfingaferð þar sem hann er í sóttkví. Hann hafi greinst með kórónuveiruna og komist því ekki með liðinu til Flórída en liðið lagði af stað þangað í dag.
Fótbolti Enski boltinn Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Íslendingar erlendis Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira