Tvítugur Íslendingur ákærður fyrir hrottalegt morð í Kaliforníu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. júlí 2021 10:25 Daníel fannst á vettvangi morðsins og var handtekinn samstundis. Myndin er alls ótengd fréttinni. Getty/Jane Tyska Íslenskur karlmaður um tvítugt er grunaður um að hafa myrt og limlest unga konu í bænum Ridgecrest í Kaliforníu í maímánuði. Hann hefur verið ákærður fyrir morð af fyrstu gráðu og er sagður hafa játað morðið. Að morgni dags 18. maí fannst Daníel Gunnarsson í bílskúr á heimili stjúpföður síns í Ridgecrest með lík Katie Pham, 21 árs stúlku, við hlið sér. Samkvæmt dómsgögnum sem fréttastofa 17 News hefur undir höndum voru buxur, hendur og háls Daníels útataðar í blóði. Að mati réttarmeinafræðings var Pham stungin til bana en hún var með fjölda stunguáverka á líkama og höfði. Talið er að Daníel hafi notað ísnál við verknaðinn. Daníel var handtekinn á staðnum og játaði fyrir lögreglumönnum að hafa orðið Pham að bana. Þá hafi hann sagt við lögreglumenn þegar þeir spurðu hann út í áverka á höfði Pham: „Ég veit það ekki, ég hlýt að hafa barið hana í höfuðið.“ Samkvæmt frétt DV um málið fluttist Daníel til Kaliforníu með móður sinni, sem var af tékkneskum uppruna, fyrir nokkrum árum. Hann hafi verið búsettur þar í nokkur ár og gengið í gagnfræðiskóla í bænum en faðir Daníels er íslenskur. Hættu saman stuttu fyrir morðið Haft er eftir stjúpföður Daníels í frétt 17 News að Daníel og Pham, sem var skólasystir hans í gagnfræðiskóla, hafi átt í sambandi í stuttan tíma fyrir morðið. Snemma morguns 18. maí hafi Daníel hins vegar tjáð honum að hann væri að ganga í gegn um sambandsslit. Þá hafi systir stjúpföðurins séð Daníel og Pham saman rétt áður en Pham var myrt. Í skýrslutöku hjá lögreglu greindu tveir vinir Daníels frá því að Daníel og Pham hafi verið að hittast en sambandið hafi þó ekki verið alvarlegt. Daníel hafi þó verið í uppnámi vegna þess að Pham bar ekki sömu tilfinningar til hans og hann bar til hennar. Þá hafi Daníel liðið mjög illa andlega og hafi daginn fyrir morðið gert tilraun til að taka eigið líf með því að keyra á vegg. Þá er haft eftir vinkonu Pham að hún hafi orðið vitni að rifrildi milli Pham og Daníels nokkrum dögum fyrir morðið, þar sem Daníel hafi verið nokkuð orðljótur. Þau hafi keyrt til Las Vegas til að sækja vinkonuna og á leiðinni heim hafi Daníel keyrt eins og óður maður vegna þess að Pham var í símanum og sýndi honum ekki athygli. Að lokum hafi vinkonunni tekist að fá Daníel að stoppa bílinn og keyrði hún sjálf það sem eftir var heimferðarinnar. Gengst undir geðrænt mat fyrir réttarhöldin Grunur er um að Daníel hafi neytt fíkniefna fyrir morðið en hann sagðist sjálfur í skýrslutöku hjá lögreglu vera í vímu eftir að hafa neytt maríjúana. Stjúpfaðir Daníels sagðist aðspurður ekki vita til þess að Daníel hafi nokkurn tíma neytt fíkniefna eða glímt við geðræn vandamál. Leiða átti Daníel fyrir dómara í síðustu viku en því var frestað og ákveðið að Daníel skyldi gangast undir geðrænt mat. Vitnaleiðsla í málinu mun fara fram í byrjun ágúst en Daníel situr nú í gæsluvarðhaldi og á hann ekki möguleika á að vera sleppt gegn tryggingu. Bandaríkin Íslendingar erlendis Mál Daníels Gunnarssonar Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Sjá meira
Að morgni dags 18. maí fannst Daníel Gunnarsson í bílskúr á heimili stjúpföður síns í Ridgecrest með lík Katie Pham, 21 árs stúlku, við hlið sér. Samkvæmt dómsgögnum sem fréttastofa 17 News hefur undir höndum voru buxur, hendur og háls Daníels útataðar í blóði. Að mati réttarmeinafræðings var Pham stungin til bana en hún var með fjölda stunguáverka á líkama og höfði. Talið er að Daníel hafi notað ísnál við verknaðinn. Daníel var handtekinn á staðnum og játaði fyrir lögreglumönnum að hafa orðið Pham að bana. Þá hafi hann sagt við lögreglumenn þegar þeir spurðu hann út í áverka á höfði Pham: „Ég veit það ekki, ég hlýt að hafa barið hana í höfuðið.“ Samkvæmt frétt DV um málið fluttist Daníel til Kaliforníu með móður sinni, sem var af tékkneskum uppruna, fyrir nokkrum árum. Hann hafi verið búsettur þar í nokkur ár og gengið í gagnfræðiskóla í bænum en faðir Daníels er íslenskur. Hættu saman stuttu fyrir morðið Haft er eftir stjúpföður Daníels í frétt 17 News að Daníel og Pham, sem var skólasystir hans í gagnfræðiskóla, hafi átt í sambandi í stuttan tíma fyrir morðið. Snemma morguns 18. maí hafi Daníel hins vegar tjáð honum að hann væri að ganga í gegn um sambandsslit. Þá hafi systir stjúpföðurins séð Daníel og Pham saman rétt áður en Pham var myrt. Í skýrslutöku hjá lögreglu greindu tveir vinir Daníels frá því að Daníel og Pham hafi verið að hittast en sambandið hafi þó ekki verið alvarlegt. Daníel hafi þó verið í uppnámi vegna þess að Pham bar ekki sömu tilfinningar til hans og hann bar til hennar. Þá hafi Daníel liðið mjög illa andlega og hafi daginn fyrir morðið gert tilraun til að taka eigið líf með því að keyra á vegg. Þá er haft eftir vinkonu Pham að hún hafi orðið vitni að rifrildi milli Pham og Daníels nokkrum dögum fyrir morðið, þar sem Daníel hafi verið nokkuð orðljótur. Þau hafi keyrt til Las Vegas til að sækja vinkonuna og á leiðinni heim hafi Daníel keyrt eins og óður maður vegna þess að Pham var í símanum og sýndi honum ekki athygli. Að lokum hafi vinkonunni tekist að fá Daníel að stoppa bílinn og keyrði hún sjálf það sem eftir var heimferðarinnar. Gengst undir geðrænt mat fyrir réttarhöldin Grunur er um að Daníel hafi neytt fíkniefna fyrir morðið en hann sagðist sjálfur í skýrslutöku hjá lögreglu vera í vímu eftir að hafa neytt maríjúana. Stjúpfaðir Daníels sagðist aðspurður ekki vita til þess að Daníel hafi nokkurn tíma neytt fíkniefna eða glímt við geðræn vandamál. Leiða átti Daníel fyrir dómara í síðustu viku en því var frestað og ákveðið að Daníel skyldi gangast undir geðrænt mat. Vitnaleiðsla í málinu mun fara fram í byrjun ágúst en Daníel situr nú í gæsluvarðhaldi og á hann ekki möguleika á að vera sleppt gegn tryggingu.
Bandaríkin Íslendingar erlendis Mál Daníels Gunnarssonar Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Sjá meira