Hættan á nýrri bylgju hræðir fjárfesta víða um heim Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. júlí 2021 19:45 Hlutabréf féllu í verði víða í dag, miðlurum sem og öðrum til mæðu. AP Photo/Richard Drew Það var víðar en á Íslandi þar sem rauður dagur sást í kauphöllum. Hlutabréfavísitölur víða um heim féllu í dag, ástæðan er rakin til ótta fjárfesta við að ný bylgja kórónuveirufaraldursins geti farið af stað, auk vaxandi spennu í samskiptum Kína og Bandaríkjanna. Í kauphöllinni hér á landi lækkuðu öll fyrirtækin sem skráð eru á aðalmarkað Kauphallarinnar, Arion banki mest eða um 3,59 prósent í viðskiptum upp á 292 milljónir. Hlutabréf í Icelandair lækkuðu um 2,60 prósent en alls lækkaði úrvalsvísitalan um 1,89 prósent í dag. Þetta er þó dropi í hafið miðað við þær hækkanir sem orðið á íslenskum hlutabréfamörkuðum undanfarin misseri. Sömu sögu er að segja erlendis frá. Í London lækkaði FTSE-100 vísitalan um 2,6 prósent þar sem hlutabréf í sjónvarpsfyrirtækinu ITV og IAG, móðurfélagi British Airways og fleiri flugfélaga. Vestan hafs hafa vísitölur einnig farið lækkandi, S&P 500 hefur til að mynda lækkað um tvö prósent það sem af er degi. Tölurnar voru rauðar í dag.Mynd/Keldan Í frétt BBC eru lækkanir á mörkuðum helst raktar til þess að fjárfestar hafi áhyggjur af því að nýjar bylgjur kórónuveirufaraldursins séu að fara að stað sökum útbreiðslu delta-afbrigðisins svokallaða. Smituðum fer fjölgandi í Bretlandi þar sem um 50 þúsund greinast daglega, þrátt fyrir að um 70 prósent Breta hafi fengið bóluefni við kórónuveirunni. Í frétt Bloomberg þar sem vendingar dagsins á markaði eru raktar segir að fjárfestar virðist hafa áhyggjur af því að yfirvöld í ríkjum þar sem smitum fer fjölgandi gætu hert aðgerðir innan landamæra sinna, með tilheyrandi áhrifum á efnahag þeirra. Þá er einnig talið að aukin spenna í samskiptum Kína og Bandaríkjanna hafi hrætt fjárfesta. Bandaríkin, Bretland og Evrópusambandið sökuðu kínversk yfirvöld í dag um að hafa staðið að baki tölvuárás á bandaríska tæknirisann Microsoft. Kauphöllin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Bandaríkin Tengdar fréttir Margfalt fleiri hlutabréfaeigendur og gengi rýkur upp Hlutabréfaeigendur eru fjórfalt fleiri en þeir voru í lok árs 2019, en þeir hafa farið úr átta þúsund í 32 þúsund. Þá hefur gengið hlutabréfa rokið upp á síðustu tólf mánuðum og aðeins eitt félag á markaði sýnir neikvæða ávöxtun. Almenningur sýnir stöðugt meiri áhuga á hlutabréfaviðskiptum. 15. júlí 2021 19:00 Mest lesið Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Samstarf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Í kauphöllinni hér á landi lækkuðu öll fyrirtækin sem skráð eru á aðalmarkað Kauphallarinnar, Arion banki mest eða um 3,59 prósent í viðskiptum upp á 292 milljónir. Hlutabréf í Icelandair lækkuðu um 2,60 prósent en alls lækkaði úrvalsvísitalan um 1,89 prósent í dag. Þetta er þó dropi í hafið miðað við þær hækkanir sem orðið á íslenskum hlutabréfamörkuðum undanfarin misseri. Sömu sögu er að segja erlendis frá. Í London lækkaði FTSE-100 vísitalan um 2,6 prósent þar sem hlutabréf í sjónvarpsfyrirtækinu ITV og IAG, móðurfélagi British Airways og fleiri flugfélaga. Vestan hafs hafa vísitölur einnig farið lækkandi, S&P 500 hefur til að mynda lækkað um tvö prósent það sem af er degi. Tölurnar voru rauðar í dag.Mynd/Keldan Í frétt BBC eru lækkanir á mörkuðum helst raktar til þess að fjárfestar hafi áhyggjur af því að nýjar bylgjur kórónuveirufaraldursins séu að fara að stað sökum útbreiðslu delta-afbrigðisins svokallaða. Smituðum fer fjölgandi í Bretlandi þar sem um 50 þúsund greinast daglega, þrátt fyrir að um 70 prósent Breta hafi fengið bóluefni við kórónuveirunni. Í frétt Bloomberg þar sem vendingar dagsins á markaði eru raktar segir að fjárfestar virðist hafa áhyggjur af því að yfirvöld í ríkjum þar sem smitum fer fjölgandi gætu hert aðgerðir innan landamæra sinna, með tilheyrandi áhrifum á efnahag þeirra. Þá er einnig talið að aukin spenna í samskiptum Kína og Bandaríkjanna hafi hrætt fjárfesta. Bandaríkin, Bretland og Evrópusambandið sökuðu kínversk yfirvöld í dag um að hafa staðið að baki tölvuárás á bandaríska tæknirisann Microsoft.
Kauphöllin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Bandaríkin Tengdar fréttir Margfalt fleiri hlutabréfaeigendur og gengi rýkur upp Hlutabréfaeigendur eru fjórfalt fleiri en þeir voru í lok árs 2019, en þeir hafa farið úr átta þúsund í 32 þúsund. Þá hefur gengið hlutabréfa rokið upp á síðustu tólf mánuðum og aðeins eitt félag á markaði sýnir neikvæða ávöxtun. Almenningur sýnir stöðugt meiri áhuga á hlutabréfaviðskiptum. 15. júlí 2021 19:00 Mest lesið Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Samstarf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Margfalt fleiri hlutabréfaeigendur og gengi rýkur upp Hlutabréfaeigendur eru fjórfalt fleiri en þeir voru í lok árs 2019, en þeir hafa farið úr átta þúsund í 32 þúsund. Þá hefur gengið hlutabréfa rokið upp á síðustu tólf mánuðum og aðeins eitt félag á markaði sýnir neikvæða ávöxtun. Almenningur sýnir stöðugt meiri áhuga á hlutabréfaviðskiptum. 15. júlí 2021 19:00