Lukkan að snúast hjá Skagamönnum? Valur Páll Eiríksson skrifar 19. júlí 2021 21:00 Jóhannes Karl Guðjónsson er þjálfari ÍA. Vísir/Bára Dröfn ÍA vann mikilvægan og óvæntan 2-1 sigur á Íslandsmeisturum Vals í Pepsi Max-deild karla í fótbolta á laugardag. Farið var yfir fórnfýsi leikmanna Skagaliðsins í varnarleik sínum í Pepsi Max stúkunni, og velti Baldur Sigurðsson því upp hvort lukkan væri að snúast hjá Skagamönnum. ÍA hafði aðeins unnið einn leik í deildinni fyrir þann gegn Val, en sá kom 21. maí gegn HK. Því var um að ræða þeirra fyrsta sigur í tæpa tvo mánuði en þeir höfðu oftar en einu sinni misst sigurstöður niður í jafntefli eða tap á þeim tíma. „Þeir hafa verið að brotna, Keflavíkurleikurinn sem maður man eftir, þar sem þeir komust 2-1 yfir, en það varð 2-2 nánast strax. Víkingsleikurinn þar sem þeir voru með þá í 0-0 en missa það undir lokin. Þetta hefur verið að brotna, en þeir vörðust alveg með kjafti og klóm í þessum leik og ætluðu ekki að gefa þetta frá sér,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson um Skagamenn eftir sigur þeirra á laugardag. Klippa: ÍA vörn „Þetta var bara virkilega vel gert hjá þeim og það gefur þeim sjálfstraust að komast í 1-0, og hvað þá 2-0. Maður varð smá hræddur þegar Valur síðan skorar, um hvað myndi gerast. Valur náttúrulega fær færið í lokin hjá Patrick [Pedersen] sem að hefði getað gert nákvæmlega það sem þú varst að tala um að setja leikinn í eitt stig, sem hefði gert rosalega lítið fyrir Skagann,“ sagði sérfræðingurinn Baldur Sigurðsson um ÍA og bætti við: „En það er bara guð og lukka, sem hjálpar oft liðum, og ef það er einmitt að snúast, maður skapar sína eigin lukku, og ef það snýst fyrir Skagann þá gæti verið bjart fram undan hjá þeim.“ Færi Patricks Pedersen, sem Baldur nefndi, fékk hann á 94. mínútu þegar hann setti boltann í stöngina eftir að boltinn féll fyrir fætur hans á markteig. Um klúður þess danska segir Baldur: „Þetta er skemmtilega gert hjá honum, en hann á að klára þetta. Hornið er opið, en ég veit ekki hvort hann er byrjaður að hugsa um markmanninn, verður dálítið hræddur og vill klára þetta sem fyrst til að lenda ekki í tæklingunni frá Árna [markverði ÍA]. En hann á bara að klára þetta.“ Varnarleik ÍA auk færis Pedersens og umræðu þeirra Kjartans og Baldurs má sjá að ofan. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla ÍA Valur Pepsi Max stúkan Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Sjá meira
ÍA hafði aðeins unnið einn leik í deildinni fyrir þann gegn Val, en sá kom 21. maí gegn HK. Því var um að ræða þeirra fyrsta sigur í tæpa tvo mánuði en þeir höfðu oftar en einu sinni misst sigurstöður niður í jafntefli eða tap á þeim tíma. „Þeir hafa verið að brotna, Keflavíkurleikurinn sem maður man eftir, þar sem þeir komust 2-1 yfir, en það varð 2-2 nánast strax. Víkingsleikurinn þar sem þeir voru með þá í 0-0 en missa það undir lokin. Þetta hefur verið að brotna, en þeir vörðust alveg með kjafti og klóm í þessum leik og ætluðu ekki að gefa þetta frá sér,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson um Skagamenn eftir sigur þeirra á laugardag. Klippa: ÍA vörn „Þetta var bara virkilega vel gert hjá þeim og það gefur þeim sjálfstraust að komast í 1-0, og hvað þá 2-0. Maður varð smá hræddur þegar Valur síðan skorar, um hvað myndi gerast. Valur náttúrulega fær færið í lokin hjá Patrick [Pedersen] sem að hefði getað gert nákvæmlega það sem þú varst að tala um að setja leikinn í eitt stig, sem hefði gert rosalega lítið fyrir Skagann,“ sagði sérfræðingurinn Baldur Sigurðsson um ÍA og bætti við: „En það er bara guð og lukka, sem hjálpar oft liðum, og ef það er einmitt að snúast, maður skapar sína eigin lukku, og ef það snýst fyrir Skagann þá gæti verið bjart fram undan hjá þeim.“ Færi Patricks Pedersen, sem Baldur nefndi, fékk hann á 94. mínútu þegar hann setti boltann í stöngina eftir að boltinn féll fyrir fætur hans á markteig. Um klúður þess danska segir Baldur: „Þetta er skemmtilega gert hjá honum, en hann á að klára þetta. Hornið er opið, en ég veit ekki hvort hann er byrjaður að hugsa um markmanninn, verður dálítið hræddur og vill klára þetta sem fyrst til að lenda ekki í tæklingunni frá Árna [markverði ÍA]. En hann á bara að klára þetta.“ Varnarleik ÍA auk færis Pedersens og umræðu þeirra Kjartans og Baldurs má sjá að ofan. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla ÍA Valur Pepsi Max stúkan Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Sjá meira