Fótbolti

Steven Lennon fyrsti Skotinn til að skora í Meistaradeildinni, Evrópudeildinni og Sambandsdeildinni

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Steven Lennon skoraði öll þrjú mörk FH í einvíginu gegn Sligo Rovers. Hér fagnar hann fyrra marki sínu í kvöld.
Steven Lennon skoraði öll þrjú mörk FH í einvíginu gegn Sligo Rovers. Hér fagnar hann fyrra marki sínu í kvöld. Eóin Noonan/Sportsfile via Getty Images

Stevern Lennon, leikmaður FH, varð fyrsti Skotinn til að skora í Meistaradeild Evrópu, Evrópudeildinni og nýstofnaðri Sambandsdeild Evrópu þegar hann skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri FH gegn Sligo Rovers í fyrri leik liðanna í Kaplakrika á dögunum.

Lennon hefur skorað tvö mörk í Meistaradeildinni, bæði fyrir FH. Það fyrra kom árið 2016 gegn sínum gömlu félögum í Dundalk, og það seinna gegn færeyska liðinu Víking tveim árum seinna.

Þá hefur hann skorað þrjú mörk í Evrópudeildinni og hafa þau einnig öll komið fyrir FH. Það fyrsta var gegn sænska liðinu Elfsborg fyrir sjö árum, annað gegn SJK Seinäjoki frá Finnlandi ári seinna og það þriðja gegn FC Lahti, einnig frá Finnlandi.

Markið sem Lennon skoraði gegn Sligo Rovers í seinustu viku gerir það að verkum að han ner fyrsti Skotinn til að skora í öllum þessum þrem stærstu keppnum Evrópu. Lennon bætti svo um betur og skoraði tvö mörk í kvöld, og er því kominn með þrjú mörk í Sambandsdeild Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×