Lögregla tengt innbrot í heimahús við færslur á samfélagsmiðlum Eiður Þór Árnason skrifar 15. júlí 2021 14:49 Mörgum þykir freistandi að birta ljósmyndir úr fríinu á samfélagsmiðlum. Vísir/vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur tengt innbrot í heimahús við færslur á samfélagsmiðlum þar sem íbúar greina frá því að þeir séu í fríi og þar með að heiman. Töluvert hefur verið um innbrot og þjófnaði á höfuðborgarsvæðinu undanfarið og telur lögregla fulla ástæðu til að vera á varðbergi. Meðal annars er um að ræða þjófnaði á reiðhjólum, rafmagnshlaupahjólum og vespum, auk þess sem nokkuð hefur verið um innbrot í bíla, heimili, geymslur og á byggingarsvæði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni en ítarlega verður fjallað um stöðuna í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þar verður meðal annars rætt við yfirlögregluþjón sem lýsir ástandinu sem faraldri. Lögreglan brýnir fyrir fólki að fara varlega í að birta ljósmyndir á samfélagsmiðlum sem gefa til kynna að það sé að heiman. Þá er fólk hvatt til þess að geyma reiðhjól og vespur innandyra, ef það hefur tök á. Einnig eru umráðamenn ökutækja minntir á að hafa ekki hluti í augsýn, sem kunna að freista þjófa. Mikilvægt að ganga tryggilega frá „Viðbúið er að hinir illa fengnu hlutir séu boðnir til kaups og því nauðsynlegt að hafa varan á. Lögreglan ítrekar jafnframt að fólk láti vita um grunsamlegar mannaferðir (taki ljósmyndir ef slíkt er mögulegt) og að það skrifi líka hjá sér, t.d. bílnúmer eða jafnvel lýsingar á fólki, ef eitthvað óvenjulegt á sér stað í umhverfi þess,“ segir í færslu á Facebook-síðu lögreglu. Vill lögreglan einnig minna á mikilvægi þess að ganga tryggilega frá heimilum þegar fólk er að heiman í lengri eða skemmri tíma. Þá sé mælt með því að tilkynna nágrönnum um slíkt þar sem nágrannavarsla geti oft á tíðum skipt sköpum þegar kemur að því að koma í veg fyrir innbrot eða upplýsa þau. „Innbrotsþjófar fylgjast gjarnan með húsum áður en þeir láta til skarar skríða, fara inn í garða og hringja jafnvel dyrabjöllunni og þykjast vera að spyrja eftir einhverjum og því er mikilvægt að hafa þessi atriði í huga. Munið að það er betra að hringja einum sinni of oft í lögregluna með upplýsingar af þessu tagi en einu sinni of sjaldan.“ Lögreglumál Mest lesið Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Fleiri fréttir Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Sjá meira
Meðal annars er um að ræða þjófnaði á reiðhjólum, rafmagnshlaupahjólum og vespum, auk þess sem nokkuð hefur verið um innbrot í bíla, heimili, geymslur og á byggingarsvæði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni en ítarlega verður fjallað um stöðuna í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þar verður meðal annars rætt við yfirlögregluþjón sem lýsir ástandinu sem faraldri. Lögreglan brýnir fyrir fólki að fara varlega í að birta ljósmyndir á samfélagsmiðlum sem gefa til kynna að það sé að heiman. Þá er fólk hvatt til þess að geyma reiðhjól og vespur innandyra, ef það hefur tök á. Einnig eru umráðamenn ökutækja minntir á að hafa ekki hluti í augsýn, sem kunna að freista þjófa. Mikilvægt að ganga tryggilega frá „Viðbúið er að hinir illa fengnu hlutir séu boðnir til kaups og því nauðsynlegt að hafa varan á. Lögreglan ítrekar jafnframt að fólk láti vita um grunsamlegar mannaferðir (taki ljósmyndir ef slíkt er mögulegt) og að það skrifi líka hjá sér, t.d. bílnúmer eða jafnvel lýsingar á fólki, ef eitthvað óvenjulegt á sér stað í umhverfi þess,“ segir í færslu á Facebook-síðu lögreglu. Vill lögreglan einnig minna á mikilvægi þess að ganga tryggilega frá heimilum þegar fólk er að heiman í lengri eða skemmri tíma. Þá sé mælt með því að tilkynna nágrönnum um slíkt þar sem nágrannavarsla geti oft á tíðum skipt sköpum þegar kemur að því að koma í veg fyrir innbrot eða upplýsa þau. „Innbrotsþjófar fylgjast gjarnan með húsum áður en þeir láta til skarar skríða, fara inn í garða og hringja jafnvel dyrabjöllunni og þykjast vera að spyrja eftir einhverjum og því er mikilvægt að hafa þessi atriði í huga. Munið að það er betra að hringja einum sinni of oft í lögregluna með upplýsingar af þessu tagi en einu sinni of sjaldan.“
Lögreglumál Mest lesið Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Fleiri fréttir Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Sjá meira