Fullyrðingar um sakfellingar á samfélagsmiðlum standist ekki Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. júlí 2021 07:26 Gunnar Ingi (t.v.) spyr hvort Helgi hefði í grein sinni ekki átt að segjast vera sjálfur Joseph McCarthy, frekar en Ingó Veðurguð. Vísir/Samsett Hæstaréttarlögmaðurinn Gunnar Ingi Jóhannsson segir því fara fjarri að ásökunum kvenna á hendur Ingólfi Þórarinssyni tónlistarmanni, um kynferðisofbeldi, og viðbrögðum almennings við því megi líkja við réttarfar miðalda og jafna við sakfellingar. Þetta segir hann í grein sem birtist hér á Vísi, og virðist ákveðið svar við grein sem lögfræðingurinn Helgi Áss Grétarsson birti fyrir viku síðan. Í upphafi greinar sinnar fjallar Gunnar Ingi um bandaríska öldungadeildarþingmanninn Joseph McCarthy, sem ofsótti kommúnista í Bandaríkjunum á fimmta og sjötta áratug síðustu aldar. Helgi Áss hafði sjálfur líkt ásökunum kvennanna á hendur Ingólfi við athafnir McCarthys og notað orðalagið „réttarfar miðalda og sakfellingar á samfélagsmiðlum.“ Þetta segir Gunnar Ingi vera af og frá. „Staðreyndin er hins vegar sú að ásakanir kvennanna á hendur tónlistarmanninum byggja ekki á stjórnmálaskoðunum hans, trú, kynþætti eða öðru slíku. Þær saka tónlistarmanninn um kynferðisofbeldi. Þessar ásakanir eru settar fram í nafni tjáningarfrelsis, sem einnig er varið af stjórnarskrá þessa lands. Í 73. gr. hennar segir að allir séu frjálsir skoðana sinna og sannfæringar og eigi rétt á að láta í ljós hugsanir sínar. Viðbrögð Helga og annarra við tjáningu kvennanna eru sett fram á sömu forsendum. Hvorki er um að ræða pólitískar ofsóknir né hafa sambærileg mál sem upp hafa komið nýlega reynst byggð á sandi, þvert á móti,“ skrifar Gunnar Ingi. Ekkert eins og réttarfar miðalda Hann segir það fara fjarri að ásökununum og viðbrögðum almennings megi líkja við réttarfar miðalda eða jafna við sakfellingar. Það hafa engin réttarhöld verið haldin og enginn hefur verið sakfelldur. Ásakanir hafi komið fram og viðbrögðin við þeim hafi ýmist verið jákvæð eða neikvæð. „Réttarfar miðalda voru athafnir sem efnt var til af opinberu valdi, andlegu og veraldlegu, þar sem réttindi ákærðra voru lítil sem engin og miðuðu fyrst og fremst að því að fá hinn ákærða til að játa. Hvort sem þeim lauk með játningu eða ekki var hinn sakaði hvort sem er sakfelldur og mátti þá þola refsingu, oftar en ekki gjalda með lífi sínu. Þetta á ekkert skylt við það þegar einstaklingur sakar annan einstakling um refsiverða háttsemi,“ skrifar Gunnar Ingi og bendir á að Mannréttindadómstóll Evrópu hafi í dómum sínum slegið því föstu að ásökun einstaklings verði ekki lögð að jöfnu við ákæru hins opinbera, þar sem raunveruleg sakfelling um refsiverðan verknað er möguleiki. Spyr hvort ásakanir á hendur konunum séu ekki ósanngjarnar Gunnar Ingi segir það þó rétt að til sé farvegur fyrir mál þeirra sem telji sig hafa sætt afbroti af hendi annars manns, nefnilega að kæra málið og von að það fari alla leið hjá yfirvöldum. Hann segir það virðast sem svo að Helgi telji þennan farveg sem hið opinbera býður upp á, vera þann eina rétta. „Hins vegar verður að árétta það sem að framan segir að ásakanir og umræður um þær eru settar fram í nafni tjáningarfrelsis sem varið er af stjórnarskrá. Stjórnarskrárákvæðið gerir meðal annars ráð fyrir því að sá sem tjáir sig ábyrgist tjáningu sína fyrir dómi. Í þessu sambandi skal bent á að til er farvegur í 242. gr. almennra hegningarlaga fyrir þá sem telja sig sæta óréttmætum og meiðandi nafnlausum ásökunum af hendi annarra. Rétturinn felst í því að kæra ummælin til lögreglu og vonast eftir að málið dagi þar ekki uppi á borðum, sem reyndar er algengara en hitt.“ Gunnar Ingi segir það vel mögulegt að þær konur sem hafi sakað Ingólf um kynferðisbrot hafi einfaldlega nýtt stjórnarskrárvarinn rétt sinn til þess að tjá sannfæringu sína og hugsanir, og segir hann að miðað við nýlega dómaframkvæmd kunni réttur einstaklings til þess að tjá upplifun sína af ofbeldi að vera mjög sterkur. Því sé alls óvíst hvort konunum sem um ræðir hafi verið óheimilt að tjá sig með þeim hætti sem þær hafa gert. „Þannig kunna þeir sem hafa haldið því fram að konurnar hafi framið lögbrot, þar á meðal fólk með lögfræðipróf upp á vasann eins og McCarthy, því að hafa tekið þátt í ósanngjörnum og röngum ásökunum á hendur konunum. Kannski þarf sá sem veitist að konum fyrir notkun þeirra á tjáningarfrelsi og líkir tjáningu þeirra við pólitískan rétttrúnað og nornaveiðar fyrri tíma, að líta sér nær enda hafa konurnar ekki verið sakfelldar fyrir að hafa meitt æru tónlistarmannsins með tjáningu sinni.“ Helgi Áss lauk grein sinni á orðunum „Ég er Ingó Veðurguð.“ Gunnar Ingi veltir því upp hvort betur hefði farið á því ef þar undir hefði staðið „Ég er Joseph McCarthy.“ Mál Ingólfs Þórarinssonar MeToo Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent Fleiri fréttir Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Sjá meira
Í upphafi greinar sinnar fjallar Gunnar Ingi um bandaríska öldungadeildarþingmanninn Joseph McCarthy, sem ofsótti kommúnista í Bandaríkjunum á fimmta og sjötta áratug síðustu aldar. Helgi Áss hafði sjálfur líkt ásökunum kvennanna á hendur Ingólfi við athafnir McCarthys og notað orðalagið „réttarfar miðalda og sakfellingar á samfélagsmiðlum.“ Þetta segir Gunnar Ingi vera af og frá. „Staðreyndin er hins vegar sú að ásakanir kvennanna á hendur tónlistarmanninum byggja ekki á stjórnmálaskoðunum hans, trú, kynþætti eða öðru slíku. Þær saka tónlistarmanninn um kynferðisofbeldi. Þessar ásakanir eru settar fram í nafni tjáningarfrelsis, sem einnig er varið af stjórnarskrá þessa lands. Í 73. gr. hennar segir að allir séu frjálsir skoðana sinna og sannfæringar og eigi rétt á að láta í ljós hugsanir sínar. Viðbrögð Helga og annarra við tjáningu kvennanna eru sett fram á sömu forsendum. Hvorki er um að ræða pólitískar ofsóknir né hafa sambærileg mál sem upp hafa komið nýlega reynst byggð á sandi, þvert á móti,“ skrifar Gunnar Ingi. Ekkert eins og réttarfar miðalda Hann segir það fara fjarri að ásökununum og viðbrögðum almennings megi líkja við réttarfar miðalda eða jafna við sakfellingar. Það hafa engin réttarhöld verið haldin og enginn hefur verið sakfelldur. Ásakanir hafi komið fram og viðbrögðin við þeim hafi ýmist verið jákvæð eða neikvæð. „Réttarfar miðalda voru athafnir sem efnt var til af opinberu valdi, andlegu og veraldlegu, þar sem réttindi ákærðra voru lítil sem engin og miðuðu fyrst og fremst að því að fá hinn ákærða til að játa. Hvort sem þeim lauk með játningu eða ekki var hinn sakaði hvort sem er sakfelldur og mátti þá þola refsingu, oftar en ekki gjalda með lífi sínu. Þetta á ekkert skylt við það þegar einstaklingur sakar annan einstakling um refsiverða háttsemi,“ skrifar Gunnar Ingi og bendir á að Mannréttindadómstóll Evrópu hafi í dómum sínum slegið því föstu að ásökun einstaklings verði ekki lögð að jöfnu við ákæru hins opinbera, þar sem raunveruleg sakfelling um refsiverðan verknað er möguleiki. Spyr hvort ásakanir á hendur konunum séu ekki ósanngjarnar Gunnar Ingi segir það þó rétt að til sé farvegur fyrir mál þeirra sem telji sig hafa sætt afbroti af hendi annars manns, nefnilega að kæra málið og von að það fari alla leið hjá yfirvöldum. Hann segir það virðast sem svo að Helgi telji þennan farveg sem hið opinbera býður upp á, vera þann eina rétta. „Hins vegar verður að árétta það sem að framan segir að ásakanir og umræður um þær eru settar fram í nafni tjáningarfrelsis sem varið er af stjórnarskrá. Stjórnarskrárákvæðið gerir meðal annars ráð fyrir því að sá sem tjáir sig ábyrgist tjáningu sína fyrir dómi. Í þessu sambandi skal bent á að til er farvegur í 242. gr. almennra hegningarlaga fyrir þá sem telja sig sæta óréttmætum og meiðandi nafnlausum ásökunum af hendi annarra. Rétturinn felst í því að kæra ummælin til lögreglu og vonast eftir að málið dagi þar ekki uppi á borðum, sem reyndar er algengara en hitt.“ Gunnar Ingi segir það vel mögulegt að þær konur sem hafi sakað Ingólf um kynferðisbrot hafi einfaldlega nýtt stjórnarskrárvarinn rétt sinn til þess að tjá sannfæringu sína og hugsanir, og segir hann að miðað við nýlega dómaframkvæmd kunni réttur einstaklings til þess að tjá upplifun sína af ofbeldi að vera mjög sterkur. Því sé alls óvíst hvort konunum sem um ræðir hafi verið óheimilt að tjá sig með þeim hætti sem þær hafa gert. „Þannig kunna þeir sem hafa haldið því fram að konurnar hafi framið lögbrot, þar á meðal fólk með lögfræðipróf upp á vasann eins og McCarthy, því að hafa tekið þátt í ósanngjörnum og röngum ásökunum á hendur konunum. Kannski þarf sá sem veitist að konum fyrir notkun þeirra á tjáningarfrelsi og líkir tjáningu þeirra við pólitískan rétttrúnað og nornaveiðar fyrri tíma, að líta sér nær enda hafa konurnar ekki verið sakfelldar fyrir að hafa meitt æru tónlistarmannsins með tjáningu sinni.“ Helgi Áss lauk grein sinni á orðunum „Ég er Ingó Veðurguð.“ Gunnar Ingi veltir því upp hvort betur hefði farið á því ef þar undir hefði staðið „Ég er Joseph McCarthy.“
Mál Ingólfs Þórarinssonar MeToo Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent Fleiri fréttir Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Sjá meira